Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 41

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 41
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Helgin mín verður mjög fjöl- skylduvæn og hugguleg,“ segir Gígja Jónsdóttir, þroskaþjálfi og starfsmaður á leikskólanum Klömbrum við Háteigsveg. Gígja eignaðist annað barn sitt, litla stelpu sem heitir Kristj- ana Lillý, á síðasta ári og er því í fæðingarorlofi þessar vikurn- ar. Frumburður Gígju og Péturs mannsins hennar, hinn þriggja ára gamli Logi Hrafn, gengur einmitt í sama leikskóla og Gígja starfar á. „Hann er ekki á sömu deild en ég rekst reglulega á hann yfir daginn. Það er yndislegt að geta haft auga með honum og njósna aðeins um hann á hverjum degi,“ segir Gígja og hlær. Helgin byrjaði vel hjá mæðgin- unum því í gær var mömmum og ömmum leikskólabarnanna boðið á Klambra í tilefni konudagsins sem er á morgun. Að því loknu ætlaði fjölskyldan að skella sér í sumarbústað í Húsafelli ásamt góðum vinum. „Þar verður fullt af börnum og mikið líf og fjör hjá þeim. Sjálfri langar mig mest til að eyða tímanum í að borða góðan mat og nammi, sötra vín, liggja í heita pottinum og hafa það nota- legt. Við förum allt of sjaldan út á land og þess vegna um að gera að njóta þess,“ segir Gígja. Það bættist nýr meðlimur í stór- fjölskylduna í vikunni þegar syst- ir Péturs eignaðist lítinn dreng. „Við ætlum að líta á gripinn um helgina, erum búin að kaupa gjöf og ganga frá öllu með það,“ segir Gígja. Hún segist viljandi ekki hafa gert neinar ráðstafanir varðandi sunnu- daginn, en þá er einmitt haldið upp á konudaginn eins og áður sagði. „Ég treysti einfaldlega á að mað- urinn minn hafi skipulagt daginn út í ystu æsar. Það verður erfitt að toppa þann lúxus sem hann varð aðnjótandi á bóndadaginn. Ég bar í hann humar, súkkulaði og kaldan bjór og gekk úr skugga um að hann þyrfti ekki að hafa mikið fyrir lífinu þann daginn, þannig að hann skuld- ar feitt,“ segir Gígja og skellir upp úr. „Ef hann les þetta í Fréttablað- inu er ekki líklegt að hann klikki á neinum formsatriðum,“ segir Gígja Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is Maðurinn skuldar feitt Gígja Jónsdóttir þroskaþjálfi ætlar að skella sér ásamt fjölskyldu og vinum í sumarbústað um helgina. Hún heldur dagskrá sunnudagsins opinni af ásettu ráði, en þá er einmitt haldið upp á konudaginn. Við förum allt of sjaldan út á land og þess vegna um að gera að njóta þess,“ segir Gígja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEMENDUR í lokaáfanga almennrar hönnunar í Hönnunar- og handverksskólanum opna samsýningu í Gallerí Tukt í dag frá klukkan 16 til 18. Á sýningunni verða nýleg verk nemenda ásamt yfirliti yfir námsferil þeirra á hönnunarbraut. Sýningin stendur til 6. mars. Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is 60-90% afsláttur Útsölulok Sérverslun með F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is NÝ SENDING MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.