Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 41
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Helgin mín verður mjög fjöl-
skylduvæn og hugguleg,“ segir
Gígja Jónsdóttir, þroskaþjálfi
og starfsmaður á leikskólanum
Klömbrum við Háteigsveg.
Gígja eignaðist annað barn
sitt, litla stelpu sem heitir Kristj-
ana Lillý, á síðasta ári og er því
í fæðingarorlofi þessar vikurn-
ar. Frumburður Gígju og Péturs
mannsins hennar, hinn þriggja ára
gamli Logi Hrafn, gengur einmitt
í sama leikskóla og Gígja starfar
á. „Hann er ekki á sömu deild en
ég rekst reglulega á hann yfir
daginn. Það er yndislegt að geta
haft auga með honum og njósna
aðeins um hann á hverjum degi,“
segir Gígja og hlær.
Helgin byrjaði vel hjá mæðgin-
unum því í gær var mömmum og
ömmum leikskólabarnanna boðið
á Klambra í tilefni konudagsins
sem er á morgun. Að því loknu
ætlaði fjölskyldan að skella sér
í sumarbústað í Húsafelli ásamt
góðum vinum. „Þar verður fullt
af börnum og mikið líf og fjör hjá
þeim. Sjálfri langar mig mest til
að eyða tímanum í að borða góðan
mat og nammi, sötra vín, liggja í
heita pottinum og hafa það nota-
legt. Við förum allt of sjaldan út á
land og þess vegna um að gera að
njóta þess,“ segir Gígja.
Það bættist nýr meðlimur í stór-
fjölskylduna í vikunni þegar syst-
ir Péturs eignaðist lítinn dreng.
„Við ætlum að líta á gripinn um
helgina, erum búin að kaupa gjöf
og ganga frá öllu með það,“ segir
Gígja.
Hún segist viljandi ekki hafa gert
neinar ráðstafanir varðandi sunnu-
daginn, en þá er einmitt haldið upp
á konudaginn eins og áður sagði.
„Ég treysti einfaldlega á að mað-
urinn minn hafi skipulagt daginn
út í ystu æsar. Það verður erfitt að
toppa þann lúxus sem hann varð
aðnjótandi á bóndadaginn. Ég bar
í hann humar, súkkulaði og kaldan
bjór og gekk úr skugga um að hann
þyrfti ekki að hafa mikið fyrir lífinu
þann daginn, þannig að hann skuld-
ar feitt,“ segir Gígja og skellir upp
úr. „Ef hann les þetta í Fréttablað-
inu er ekki líklegt að hann klikki á
neinum formsatriðum,“ segir Gígja
Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is
Maðurinn skuldar feitt
Gígja Jónsdóttir þroskaþjálfi ætlar að skella sér ásamt fjölskyldu og vinum í sumarbústað um helgina.
Hún heldur dagskrá sunnudagsins opinni af ásettu ráði, en þá er einmitt haldið upp á konudaginn.
Við förum allt of sjaldan út á land og þess vegna um að gera að njóta þess,“ segir Gígja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NEMENDUR í lokaáfanga almennrar hönnunar í
Hönnunar- og handverksskólanum opna samsýningu í
Gallerí Tukt í dag frá klukkan 16 til 18. Á sýningunni verða
nýleg verk nemenda ásamt yfirliti yfir námsferil þeirra á
hönnunarbraut. Sýningin stendur til 6. mars.
Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is
60-90% afsláttur
Útsölulok
Sérverslun með
F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
Skór & töskur í miklu úrvali
www.gabor.is NÝ SENDING
MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447