Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 66
8 FERÐALÖG M inn fullkomni dagur í Phnom Penh byrj- ar snemma því það er af mörgu að taka. Ég byrja á því að fara á markaðinn bak við íbúðina mína þar sem ég fæ ferska framandi ávexti; ástar- aldin, mangosteen og rambutan eru mínir uppáhalds. Með ávexti í poka finn ég mér góðan stað til að sitja á Riverside til að horfa á sólarupprás yfir ánum þrem, Tonle Sap, Tonle Bassac og Mekong, sem ramma inn Phnom Penh. Eftir morgunmat númer eitt fer ég í göngutúr með- fram ánum þar til ég finn dansnám- skeið á gangstéttinni. Mér finnst skemmtilegt að fara á námskeið í kambódískum partí hópdansi á morgnana. Bæði hefur það komið sér vel í veislum að kunna kamb- ódíska hópdansa og eftir námskeið- ið er rúm fyrir morgunmat númer tvö. Eftir tæplega klukkutíma dans fórum við á sætt belgískt kaffi- hús sem heitir The Shop, þar er að finna bestu brauðin og heimagerðu jógúrtina í Phnom Penh, ef ekki í Kambódíu. Ekki skemmir fyrir hvað kaffið og kökurnar eru góðar. Ég mæli með öllu brauði, sítrónu- safa, espresso, morgunmatssmúðí með múslí og súkkulaðikaffi-frauð í eftirrétt. Kambódía er gullfallegt land en því miður eru fáir sem fá að sjá alvöru Kambódíu vegna þess að það eru ekki margar sveitaferðir, af hverju veit ég ekki. Þess vegna förum við, kærastinn minn og nokkrir félagar, reglulega í mótor- hjólaferðir um sveitina í kringum Phnom Penh. Mér fannst skemmti- legast að fara að Oudong-hofinu sem var gamla höfuðborg Kamb- ódíu eftir að Angkor-veldið féll. Ferðin fram og til baka með mörg- um stoppum tekur um það bil 4-5 klukkutíma og gefur fólki nýja sýn á landið. Að leigja mótorhjól, hlífð- arfatnað og leiðsögumann kost- ar frá 50 dollurum að hádegismat undanskildum. Lótusblóm, pálma- tré, apar og hrísgrjónaakrar eru meðal þess sem maður sér. Þegar ekið er í gegnum þorp heimamanna koma börnin hlaupandi og kalla á mann „kong múj“ eða „prónaðu“ á íslensku. Við fórum heim til kunningja vinar okkar Tom, sem er einnig leiðsögumaðurinn okkar, í hádeg- ismat. Þar var mér rétt teygju- byssa og bent á lifandi kjúklinga sem ég átti að skjóta með leirkúl- um. Það tókst ekki betur en svo að ég skaut Tom í rassinn, krökkun- um á bænum til mikillar ánægju. Fimm ára strákur tók við af mér og hálftíma seinna var búið að plokka fjaðrir, grilla og bera fram kjúkl- inginn með grænmeti beint úr jörð- inni og nýjum hrísgrjónum. Fer- skari máltíð er erfitt að finna! Þegar við komum aftur inn í Phnom Penh skil ég strákana eftir á einhverjum barnum og fer beina leið í nudd. Það tekur vel á að vera á mótorhjóli til lengri tíma og þá verð- ur að lina auma vöðva. Mín uppá- halds er Bliss Spa and Boutique en hún er ein af bestu heilsulindunum í Phnom Penh. Bliss er á götu 240 í gömlu frönsku húsi frá nýlendu- tímanum með fallegum blómakjól- um og púðum í gluggunum. Áður en nuddið hefst er borið fram kalt og frískandi engifer-te ásamt köldum og rökum þvottaklút á meðan fæt- urnir eru þvegnir í blómabaði. Um mörg mismunandi nudd er að velja en mitt uppáhalds er Bliss Essence. Nuddið er svo gott að þrátt fyrir að það hafi verið byggingafram- kvæmdir hinum megin við vegg- inn þá heyrði ég ekkert og sofnaði af vellíðan. Áður en haldið er út um kvöld- ið þarf að dressa sig upp og á götu 240 er fullt af litlum hönnunarbúð- um með fallegum fötum sem henta vel í hitann hér, eða með nokkr- um lögum af undirfötum á Íslandi. Þær búðir sem ég versla helst í eru Wanderlust og Bliss. Báðar selja falleg og létt bómullarföt fyrir alla fjölskylduna sem passa hvar sem er í heiminum. FULLKOMINN DAGUR Í PHNOM PENH Erna Eiríksdóttir ballettkennari skrifar frá Kambódíu. Musteri í Phnom Penh Oudong-hofið. Útsýni frá heilsulind Bliss er í gömlu frönsku húsi frá nýlendutímanum. Iðandi mannlíf Mótorhjól eru góður ferðamáti um héraðið. reykjanesbaer.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.