Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 88

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 88
52 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Kvikmyndir ★★★ Loftkastalinn sem hrundi Leikstjóri: Daniel Alfredson Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Michael Nyqvist, Anders Ahlbom Hefnd Salander Með Loftkastalanum sem hrundi lýkur vel heppnaðri bíómyndaþrennu sem gerð er eftir hinum bráðskemmtilegu og spennuþrungnu glæpasögum Stiegs heitins Larsson um pönkaða tölvuhakkarann Lisbeth Salander og blaðamanninn hugprúða Mikael Blomkvist. Áhorfendur skildu við Lisbeth í vondum málum í lok Stúlkunnar sem lék sér að eldinum en þá fann Blomkvist hana nær dauða en lífi eftir að hún hafði verið skotin í hausinn og grafin lifandi. Lisbeth er þó ekki fisjað saman, eins og allir vita sem hafa lesið bækur Larssons og séð fyrri myndirnar tvær, og hún er furðu fljót að ná sér eftir að læknum tekst að draga byssukúluna úr heila hennar. Illu heilli hefur hún verið ákærð fyrir alls kyns voðaverk og hennar bíða því fangelsisdvöl og réttarhöld um leið og hún verður rólfær. Og til þess að gera stöðu hennar enn verri er lítil, ljót leyniklíka kerfiskarla innan leyniþjónustunnar að spinna samsærisvef í kringum hana með það fyrir augum að koma henni á geð- veikrahæli þannig að hræðileg ævisaga hennar valdi þeim ekki óþægindum. Í aðstæðum sem þessum er gott að eiga góða að og þrátt fyrir fötlun í mannlegum samskiptum á Lisbeth nokkra vini, með Blomkvist fremstan í flokki, sem róa öllum árum að því að sanna sakleysi hennar og hreinsa mannorð hennar. Skáldsagan Loftkastalinn sem hrundi er býsna flókin og án efa sú bók Larssons sem er síst til þess fallin að laga að kvikmyndaforminu. Samsærið gegn Lisbeth er marglaga og snúið og til leiks mætir fjöldinn allur af persón- um og leikendum. Þá kryddaði Larsson meginsöguna með spennandi hlið- arsögum þannig að á pappír varð þetta allt bráðskemmtilegt og spennandi. Þegar ósköpin eru flutt yfir á filmu vandast hins vegar málið. Eðlilega hafa handritshöfundarnir þurft að flysja bókina hressilega og hver og einn verður að gera upp við sig hvort hann er sáttur við hverju er haldið og hverju sleppt. Augljós galli er aftur á móti að hér er farið svo hratt yfir sögu að stundum finnst manni eins og maður sé að hraðfletta í gegnum bókina eða að myndin sé á „fast forward”. Þetta getur gert áhorfendur dálítið ruglaða í ríminu auk þess sem spennan ristir ekki jafn djúpt og áður og persónurnar verða fjarlægari. Þá er það vissulega ákveðinn ókostur að Lisbeth, sprellfjörugt hreyfiafl hinna myndanna, liggur á spítala framan af og hefur ekki mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína. Lokakaflinn er því veikasti bletturinn á þríleiknum en þrátt fyrir gallana er myndin góð tilraun til að koma heilmiklum flækjum til skila. Hún nær upp fínni spennu og inn á milli eru dásamleg atriði sem hverfa seint úr minni. Noomi Rapace er sem fyrr æðisleg í hlutverki Lisbeth Salander. Stund hefndarinnar er runnin upp hjá henni og þegar hún kemst loks í svarta leðurjakann klárar hún þennan magnaða þríleik með stæl. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Veikasti punkturinn í annars vel heppn- aðri bíómyndaþrennu enda glímt við gríðarlega flókna skáldsögu. Noomi Rapace klikkar ekki í hlut- verki Lisbeth Salander og klárar þetta með stæl eftir að hún kemst á flug. Fimm hönnuðir sem sýna á tísku- hátíðinni Reykjavík Fashion Festi- val sem fer fram dagana 19. og 20. mars munu taka að sér að sjá um gluggaútstillingu í verslun Rauða krossins við Laugaveg. „Strákur að nafni Richard Foley kom með þessa skemmtilegu hug- mynd og okkur sem að hátíðinni stöndum fannst spennandi að tengja tísku við góðgerðarstarf á þennan hátt. Hugmyndin er sú að hver hönnuður tekur að sér að gera eina útstillingu í glugga verslun- arinnar og nota til þess flíkur úr versluninni. Hver hönnuður hefur viku til umráða og hófst þetta með Thelmu Design á fimmtudag- inn síðastliðinn. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig hver og einn mun hanna gluggann því þau fá algjörlega frjálsar hendur,“ segir Stefán Svan Aðalheiðarson, verkefnastjóri verkefnisins. Þeir hönnuðir sem þátt taka eru Mundi, Birna, Nikita, Thelma Design og E-Label og verður án efa skemmtilegt að leggja leið sína á Laugaveginn næstu fimm vik- urnar og skoða útstillingar hönn- uðanna. - sm Hönnuðir og verslun Rauða krossins snúa bökum saman ENDURNÝTT TÍSKA Fimm hönnuðir munu taka að sér að gera útstillingu í glugga verslunar Rauða krossins á Laugavegi. Stefán Svan Aðalheiðarson er verkstjóri verkefnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á leiðinni í stóra tónleikaferð þar sem spilað verður á tæpum mán- uði í Bretlandi, Íslandi og víðar um Evrópu. Tilefnið er útgáfa EP-plöt- unnar Retaliate sem er öll sungin á ensku, sem er óvenjulegt þegar Benni er annars vegar. „Svona hlutir gerast með því að umgangast enskumælandi fólk allan daginn. Þá byrjar maður að tala ensku næstum því alltaf og hugsar stundum á ensku,“ segir forsprakkinn Benedikt Hermann Hermannsson, sem hefur verið búsettur í Skotlandi undanfar- ið. „Ég bölvaði alltaf öllum sem gera lög á ensku en það er munur á því að semja á ensku af eðlileg- um ástæðum heldur en af mark- aðsástæðum, sem er dálítill annar handleggur. Ég er ekkert með mjög mikið samviskubit yfir þessu.“ Tónleikaferðin, sem er sú lengsta sem Benni hefur farið í, hefst í Dublin 24. mars. Hann kemur síðan til Íslands 1. apríl og spilar á þrennum tónleikum. Eftir þá er ferðinni heitið til Hollands, Belgíu og fleiri landa. Benni verð- ur á sviðinu með tveimur blást- urshljóðfæraleikurum, sem er að hans sögn í takti við plötuna sem er mjög lágstemmd. Í vor spilar Benni einnig á Lista- hátíðinni í Reykjavík ásamt Skot- anum Alasdair Roberts og Blásara- sveit Reykjavíkur. Alasdair hefur unnið með köppum á borð við Will Oldham og er því með allt sitt á tæru. „Það er ótrúlega mikil lukka að hafa kynnst honum því hann er magnaður gæi,“ segir hann. Fleira er fram undan hjá Benna: „Ég ætla að taka plötu upp í sumar sem verður öll á íslensku og svo aðra í haust. Ég var óvart kominn með haug af lögum sem ég þarf að fara að taka upp.“ - fb Ný plata og tvær á leiðinni hjá Benna BENNI HEMM HEMM Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm er á leiðinni í sitt lengsta tónleikaferðalag til þessa. The 19th Foreign Correspondents’ Programme in Finland in August 2010 Are you interested in the work of a correspondent in a foreign country? Would you like to spend the month of August in Finland learning more about the country, its society and the Finnish way of life? If you are a newly graduated journalist or a student of journalism/communications soon due to graduate you may be eligible to apply for a scholarship to take part in the 19th Foreign Correspondents’ Programme (FCP) in Finland to be held in August 2010. The Ministry for Foreign Affairs now welcomes applications from citizens or residents of the following countries: Austria, Brazil, Chile, China, Croatia, Egypt, France, Iceland, India, Israel, Italy, Japan, Germany, Great Britain, Malaysia, Poland, Romania, Russia, South Africa, Turkey, Ukraine and United States. FCP – Finland Connecting People The programme provides an excellent opportunity for you to learn more about Finland, the Finnish society and the Finnish way of life. It also offers you the means to enhance your professional skills as well as to expand your network of professional colleagues and international friends. Programme The programme starts on August 1st and ends on August 29th, 2010. The programme includes brief- ings on Finland today, meetings with professionals, politicians and people, visits to business enterprises, cultural sites and institutions. It includes a weekend as a guest of a Finnish family as well as visits to different parts of Finland. During the programme you will have an opportunity to cover additional aspects of Finland in which you have a particular interest. You will also have access to working facilities with PCs, Internet, telephone, print- ers and copiers at the International Press Centre. What does it cover? The scholarship covers the costs of travel to and from Finland, local travel in Helsinki, accommodation in a single room in a student hall of residence as well as the daily programme including meals, events, trans- portation and lodging. The programme does not cover medical insurance or per diem allowance. Requirements Applicants should possess a good command of writ- ten and spoken English, be from 20 to 25 years of age and have the ability to adapt to a multinational group of people. The application documents are available on the Embassy’s website: www.fi nland.is or on request from the Embassy of Finland by email: sanomat.rey@ formin.fi . The application documents should include: 1) Application form, 2) A curriculum vitae using the CV template, 3) An essay which emphasises the applicant’s particular interest in Finland (600-800 words). Note! Be sure to attach a photograph in the CV. Applicants are recommended to include with their applications copies of published articles, tran- scripts and other works, which may be helpful in the selection process. The application documents should be sent by email only to the Embassy of Finland. The closing date for applications is March 31st, 2010. Contact information: Ms Tarja von Lüders Embassy of Finland PO Box 1060 121 Reykjavík Tel: 5100 103 Mobile: 898 4757 E-mail: tarja.vonlueders@formin.fi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.