Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 89

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 89
LAUGARDAGUR 20. febrúar 2010 53 Stefán Karlsson, upprunalegi trommari Fræbbblanna, hætti á dögunum en bandið heldur áfram. Heitir hún Fræbblarn- ir, með tveimur béum, hér eftir. Í kvöld koma Fræbblarnir fram á Dillon með nýjum trommara, sem er Guðmundur Þór Gunnars- son, sem var áður meðal annars í Tappa tíkarrassi og Das Kapital. Dagskráin hefst kl. 23.30 og verð- ur eingöngu flutt frumsamið efni, nýtt og óútgefið í bland við gam- alt og sígilt íslenskt eðalpönk. Fræbblar leika VALLI Í FRÆBBLUM Einn eftir af upp- runalega hópnum. Tvær þekktar hljómsveitir úr heimi öfgaþungarokksins eru væntanlegar um helgina 9.-10. apríl til að spila í tíu ára afmæl- isveislu Andkristnihátíðar. Þetta eru hljómsveitirnar Rotting Christ og Hate. Gríska hljómsveitin Rotting Christ heimsótti Íslendinga árið 2007 og var þá fyrsta erlenda hljómsveitin úr heimi black metal-tónlistarinnar sem spilaði á Íslandi. Síðan þá hefur hljóm- sveitin verið á tónleikaferðalagi nær látlaust í tvö ár, en þó gafst bandinu tími til að gera nýja plötu, Aealo. Þetta er tíunda plata bandsins og hefur fengið góða dóma hjá þungarokkspressunni um allan heim. Hate er pólsk sveit, en eins og þungarokksunnendur vita, og sér- lega úr heimi öfgaþungarokks, þá eiga Pólverjar nokkrar af stærstu hljómsveitunum í þessum geira. Ber þar hæst sveitir á borð við Behemoth og Vader. Hate-menn hafa gefið út sex breiðskífur til þessa, sú nýjasta kom árið 2008 og ber titilinn Morphosis. Tónleikarnir fara fram á Sódómu Reykjavík og þetta verður algjör þungarokksorg- ía því auk erlendu gestana koma tíu íslenskar þungarokkssveit- ir fram: Stórböndin Sólstafir og Sororicide, auk Beneath, Atrum, Severed Crotch, Gone Post- al, Svartadauða, Chao, Bastard og Gruesome Glory. Þá hafa aðstandendur Andkristnihátíð- ar opnað heimasíðuna www.and- kristni.is, þar sem vefverslun fyrir íslenskar hljómsveitir verð- ur sett upp þegar fram í sækir. - drg Öfgarokk í Reykjavík ROTTING CHRIST Grískir svartmálsrokk- arar. Matthew McConaughey og kær- asta hans, brasilíska bomb- an Camila Alves, fóru saman á djammið á dögunum og enduðu á lesbíubar. Kærastan hugsaði sér gott til glóðarinnar og taldi að hún yrði í sviðsljósinu, en annað kom á daginn. „Matt sneri lesbíunum við og gerði þær gagn- kynhneigðar. Við urðum að fá aðstoð öryggisvarða til að kom- ast út.“ Lesbíur elska Matthew SJÁLFBÆRAR SAMGÖNGUR OG BYGGÐARSKIPULAG Háskólinn í Reykjavík býður til opinnar ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur og byggðarskipulag. Tilgangur ráðstefnunnar er að skapa umræðu um samgöngu- og skipulagsmál og samtvinnun þeirra, jafnt á landsvísu sem sveitarstjórnarstigi, allt frá almennri stefnumörkun og áætlanagerð til staðbundinna hönnunarlausna. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru þekktir fræðimenn á sínum sviðum: Terry Moore starfar við ECONorth west í Portland í BNA, auk þess sem hann kennir við University of Oregon og starfar nú tímabundið við kennslu og rannsóknir við National Center for Smart Growth í University of Maryland. Hann hefur áralanga reynslu og sérþekkingu á samþættingu samgangna og landnotkunar og efnahagslegum hliðum samgöngustefnu. Ben Hamilton-Baillie rekur ráðgjafarfyrirtækið Hamilton-Baillie Associates í Bristol á Englandi. Hann er á meðal helstu sérfræðinga Evrópu í skipulagi gatna og göturýma og þá sérstaklega svokölluðum „shared spaces“. Ráðstefnan verður haldin í nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Almennt ráðstefnugjald er 7.500 kr. en gjald fyrir stúdenta er 3.500 kr. Framsögur fara fram á ensku en spurningar og umræður í kjölfar erinda geta verið hvort sem er á íslensku eða ensku. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir 24. febrúar nk. á skraning@ru.is Allir eru velkomnir. DAGSKRÁ 10:00 Setning Ari Kristinn Jónsson, rektor HR STRATEGIC VIEW 10:10 The Transport & Landuse Connection Terry Moore 11:10 Strategic Spatial Planning – Venue for Co-ordination Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt og náms- brautarstjóri, umferð & skipulag, TVD HR 11:40 Sustainable Mobility- Strategic Linkages and Disruptions Patrick Driscoll, MSc skipulagsfræðinemi, Aal- borg Universitet og HR 2009 12:10 Reflections on the Strategic View Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs 12:30 Hádegisverður LOCAL VIEW 13:30 Shared Space: New Approaches to Reconciling People, Places and Traffic Ben Hamilton-Baillie 14:30 Traffic Culture Haraldur Sigþórsson, lektor við tækni- og verk- fræðideild HR 15:00 Reykjavík – Municipal Plan Revision – Transportation and Landuse Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkur 15:30 Kaffi 15:40 Reflections on the Local View Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur 16:00 Lokaorð Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra 16:10 Veggspjöld 16:30 Veitingar 18.00 Lok Fundarstjóri: Salvör Jónsdóttir RÁÐSTEFNA Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK, 26. FEBRÚAR 2010 www.hr.is A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.