Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 90
54 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Mamma popparans Justins Timberlake, Lynn Harl- ess, vill ólm eignast barnabörn. Justin og leikkonan Jessica Biel hafa verið saman í fjögur ár en áður var popparinn með Cameron Diaz og Britney Spears. Lynn hefur hvatt Justin til að eignast börn með Jess- icu, enda er leikkonan þegar orðin ein af fjölskyld- unni. „Hún er yndisleg. Hún er svo jarðbundin og fjölskyldan hennar er frábær,“ sagði hún. „Ég á vini sem eiga barnabörn og ég hef reynt að segja honum [Justin] að ég sé að tapa kapphlaupinu.“ Noel Gallagher, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar Oasis, gæti orðið dómari í American Idol. Þessu heldur dómarinn Simon Cowell fram. Bent hefur verið á hóp fólks sem gæti fyllt skarð Cowells þegar hann hættir en meðal þeirra eru útvarpsmaðurinn Howard Stern og leikarinn Jamie Foxx. „Ég þekki Noel vel og mér líkar vel við hann. Hann er mjög fyndinn og er frá- bær lagahöfundur,“ sagði Cowell. Sóley Stefánsdóttir úr hljómsveitinni Seabear gefur á næstunni út sóló- plötuna Theater Island hjá undirfyrirtæki Morr Music. Hún hefur aldrei spilað lögin sín opinberlega. „Þetta er ágætis byrjun, það besta sem maður getur hugsað sér,“ segir Sóley. Hún gefur á næst- unni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handshake, sem er undirfyrirtæki þýsku útgáfunnar Morr Music sem Sea- bear er einmitt á mála hjá. Þegar hafa komið út tvær plötur með Benna Hemm Hemm hjá Sound of a Handshake. Sóley hefur aldrei spilað lögin sín á tónleikum, hvorki heima né erlendis, og því er um óskabyrjun að ræða fyrir þessa efnilegu tón- listarkonu. „Thomas Morr, sem er með Morr, hafði samband við mig í október og spurði hvort ég væri með lög. Ég sendi honum eitthvað. Svo í nóvember, desember og jan- úar var ég allt í einu búin að mixa og mastera EP-plötu,“ segir Sóley. „Þetta var ótrúlega skrýtið og fyndið ferli sem gerðist allt í einu. Ég hafði aldrei pælt í að ég myndi gera eitthvað við það sem ég var búin að taka upp.“ Tónlistin er að sögn Sóleyjar píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum og er nokkuð frábrugðin því sem Seabe- ar hefur sent frá sér. Stefnt er að því að platan, sem hefur að geyma sex lög, verði til- búin 5. mars þegar útgáfutónleik- ar Seabear verða haldnir í Berlín í tilefni af plötunni We Built A Fire. Þar ætlar Sóley að sjá um upphit- un rétt eins og á þriggja vikna tón- leikaferð Seabear um Bandaríkin sem hefst 17. mars. Einnig hitar hún upp á þriggja vikna Evróput- úr Seabear sem hefst í maí. Hún viðurkennir að það sé smá skjálfti í sér, enda hefur hún aldrei flutt lögin ein á sviði áður. „Ég er alveg ógeðslega stressuð en maður verður bara að sjá hvað gerist. Ég hef alveg komið fram ein síðan ég var lítil og ég hef reynslu í að koma fram en þetta er samt stökk- pallur, að fara og vera ein uppi á sviði. Ég get ekkert gert neitt í því meira en að vera bara bjartsýn og jákvæð.“ Sóley, sem lýkur námi í tón- smíðum í Listaháskóla Íslands í vor, ætlar síðan að byrja á sóló- plötu í fullri lengd í sumar eftir að tónleikaferð Seabear um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Ágætis byrjun Sóleyjar SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR Sóley gefur á næstunni út EP-plötuna Theater Island á vegum Sound of a Handsake. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónlistarmaðurinn Sir Elton John segir að Jesús hafi verið ofurgáf- aður samkynhneigður maður í nýlegu viðtali við tímaritið Parade. „Á krossinum þá fyrirgaf hann fólkinu sem krossfesti hann. Jesús vildi að við fyrirgæfum öðrum og værum kærleiksrík,“ sagði Elton. „Ég veit ekki hvers vegna fólk er svona grimmt. Ef þú værir sam- kynhneigð kona í Mið-Austurlönd- um værir þú sama og dauð.“ Hann sagði einnig í viðtalinu að frægt fólk laðaði að sér brjálæðinga. „Díana prinsessa, Gianni Versace og John Lennon eru öll dáin. Tveir þeirra voru skotnir fyrir utan heimilið sitt. Ekkert af þessu hefði gerst ef þau hefðu ekki verið fræg. Ég var aldrei með lífvörð fyrr en Gianni dó,“ sagði hann. Ofurgáfaður hommi ELTON JOHN Jesús var ofurgáfaður samkynhneigður maður, samkvæmt Elton John. NOEL GALLAGHER Simon Cowell telur að Noel gæti verið hentugur arftaki sinn í American Idol. JUSTIN OG JESSICA Móðir popparans Justins Timberlake vill ólm eignast barnabörn. Mamma vill barnabörn Gæti dæmt Idol Pönkrokkararnir í Gavin Port- land þurftu að greiða milljónir til að leysa út plötu sína IV: Hand in Hand With Traitor – Back to Back With Whores frá útlöndum. „Við tókum hana upp síðla sum- ars 2008. Síðan þarf ekki að rekja hvað gerðist það ágæta haust,“ segir bassaleikarinn Arnar Már Ólafsson. „Við þurftum að borga fúlgur fjár úr eigin vasa til að borga hana út.“ Platan átti að koma út fyrir jólin 2008 en ekkert varð af því vegna efnahagskreppunn- ar. Gripurinn var þá fastur erlend- is þar sem lokafrágangurinn fór fram. Platan kom loksins út í Þýska- landi 10. febrúar síðastliðinn á vegum þarlendrar útgáfu. Hún er væntanleg til Íslands á næstu dögum eða vikum, og hér heima gefa þeir félagar plötuna út sjálfir. Óvíst er hvort og þá hvenær plöt- unni verður fylgt eftir með tón- leikum. „Það eina sem ég veit er að við erum ánægðir með hana og hlökkum til að fá hana í hendurn- ar,“ segir Arnar Már. Platan var tekin upp í Massa- chusetts af Kurt Ballou, gítarleik- ara harðkjarnasveitarinnar Con- verge. Rokk áhugamenn hafa beðið óþreyjufullir eftir henni, enda þótti fyrsta útgáfa Gavin Portland, III: View of Distant Towns frá árinu 2006, sérlega vel heppnuð. Til að mynda hlaut hún fjögur K af fimm mögulegum í breska tímaritinu Kerrang! - fb Greiddu milljónir fyrir plötu GAVIN PORTLAND Önnur plata rokk- aranna í Gavin Portland er loksins á leiðinni til landsins. HELGARSPRENGJA 19.-22. FEBRÚAR VALDAR VÖRUR Á OFURTILBOÐI AÐEINS ÞESSA HELGI - SJÁ NÁNAR Á WWW.HUSGAGNAHOLLIN.IS OPIÐ:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.