Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 94
58 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Mörgum þykir gagnrýn-
isvert að KSÍ sé enn að taka við
peningum frá ÍSÍ og ríkinu í ljósi
þeirrar sérstöðu sem sambandið
hefur.
Á meðan flest önnur sérsam-
bönd lepja dauðann úr skel, hafa
ekki efni á að senda lið til keppni
eða ráða starfsmenn græðir KSÍ á
tá og fingri.
Sérstaða KSÍ felst einna helst
í formi þeirra gríðarháu erlendu
styrkja sem sambandið fær árlega
að utan ásamt himinháum sjón-
varpssamningum. Ekkert annað
samband býr svo vel enda á ekk-
ert annað samband 328 milljónir
króna á bankareikngi sínum og er
þess utan skuldlaust.
Geir Þorsteinsson, formað-
ur KSÍ, blæs á þá sem segja það
óeðlilegt að KSÍ fái þessa peninga
frá ÍSÍ og ríkinu. Hann segir að
umræðan sé á villigötum.
„Ég hef verið framarlega í flokki
innan íþróttahreyfingarinnar í því
að við ættum að sækja meiri pen-
inga til ríkisvaldsins. Okkur sem
stöndum í forystu íþróttahreyf-
ingarinnar hefur mistekist. Það
hafa komið allt of lág framlög frá
ríkinu. Við í hreyfingunni viljum
þjónusta okkar aðildarfélög betur
og til þess þarf fjármuni.
KSÍ er aðili að þessari hreyfingu
og við getum ekkert klofið okkur út
úr henni á neinn hátt. Við njótum
því þeirra styrkja sem við eigum
rétt á. Ég sé því ekki að það eigi
að vera eitthvert umræðuefni að
við séum að fá styrki. Stóra málið
er það að styrkirnir til íþrótta eru
allt of lágir,“ segir Geir ákveðinn.
„Það breytir engu að skera knatt-
spyrnusambandið frá.“
Geir segir það algengan mis-
skilning úti í þjóðfélaginu að KSÍ
fái mun hærri styrki en önnur sér-
sambönd.
„Sumir stjórnmálamenn ganga
með þá grillu í höfðinu að við séum
á ríkisspenanum. Það er fjarri
öllum raunveruleika. Ég myndi
vilja sjá miklu stærri framlög
renna til knattspyrnusambandsins
og annarra íþróttagreina,“ segir
Geir en hann segist ekki mótfall-
inn því að öll sérsambönd fái jafn-
háa styrki.
Finnst honum það vera rétt að
sérsamband í slíkri séraðstöðu
sé að þiggja peninga frá ríkinu
í stað þess að láta peninginn
sem þeir fá renna í vasa hinna
sérsambandanna?
„Þessi nálgun er kolröng. Stóra
málið er að það eiga að vera hærri
styrkir frá ríkinu og við viljum
njóta sömu möguleika og aðrir í
því. Það er engin „lógík“ í því að
við séum að hafna peningum. Ef
við byrjum á því, hvar endar það?
Okkar aðildarfélög myndu aldrei
taka það í mál. Þörfin hjá þeim er
brýn,“ segir Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ. henry@frettabladid.is
Vil sjá hærri styrki til KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að aðildarfélög KSÍ muni aldrei taka það
í mál að sambandið hafni styrkjum frá ÍSÍ og ríkinu þó svo að sambandið hafi
fengið yfir 300 milljónir króna í erlendum styrkjum í fyrra.
GEIR ÞORSTEINSSON Formaður KSÍ segir að forysta íþróttahreyfingarinnar hafi brugð-
ist í því að fá hærri framlög til íþróttamála frá ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STYRKIR TIL KSÍ
KSÍ fékk eftirtalda styrki á rekstrar-
árinu 2009:
ÍSÍ 25.644.893 kr.
Íslenskar getraunir 4.441.422 kr.
UEFA-styrkir 282.982.595 kr.
FIFA-styrkir 30.891.580 kr.
Ýmsir styrkir 58.000.000 kr.
Samtals 401.960.490 kr.
Ofan á þetta kemur síðan að KSÍ
fékk tæplega 170 milljónir króna
vegna sjónvarpsréttar á árinu 2009.
> Símun búinn að semja við HB
Færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen hefur
skrifað undir þriggja ára samning við færeyska
félagið HB. Hinn 24 ára gamli Símun hafði áður
leikið með Keflavík í fimm tímabil þar sem hann
lék 85 leiki og skoraði 22 mörk í deildar -og
bikarkeppnum með Suðurnesjafélaginu.
Hjá HB hittir Símun fyrir þjálfarann Kristján
Guðmundsson, sem nýverið tók að sér
þjálfun félagsins, en hann spilaði einmitt
undir stjórn Kristjáns hjá Keflavík öll þau
fimm tímabil sem hann lék hér á landi.
Miklir vinir munu mætast þegar Haukar og Keflavík leika til úrslita í
bikarkeppni kvenna í körfubolta í dag. Það eru þjálfararnir Henning
Henningsson og Jón Halldór Eðvaldsson. Jón hefur verið aðstoðar-
maður Hennings við þjálfun kvennalandsliða Íslands.
„Okkar kynni voru þannig að Henning var
yfirmaður minn hjá Símanum fyrir mörgum árum
síðan,“ segir Jón Halldór sem þjálfar Keflavíkur-
konur. „Við tókum síðan saman að okkur verkefni
fyrir KKÍ 2004 og höfum verið miklir vinir síðan.
Við sátum saman og horfðum á KR og Hamar
leika til úrslita í Powerade-bikarnum og töluðum
um að við ætluðum að vera á gólfinu þegar
stóri bikarinn yrði afhentur. Það væri alveg á
hreinu. Það gekk eftir og er ótrúlega gaman.“
Búast má við hörkuleik í Höllinni í dag
en Jón segir að vinskapur hans og Henn-
ings sé ekki að veði. „Það gerir þetta miklu
skemmtilegra að mæta manni sem ég ber
mikla virðingu fyrir og ég er rosalega spenntur
fyrir þessum leik. Við getum alveg skálað í köldum sama hvernig fer,“
segir Jón Halldór.
Henning segir að þáttur þjálfarana muni miklu skipta í dag. „Hug-
myndafræðin okkar er svipuð. Ég tel að þjálfararnir hafi mikið um
það að segja hvernig þessi leikur fer. Liðin eru mjög svipuða að styrk-
leika svo ég tel að það lið sem vinnur sé betur undirbúið
af þjálfaranum,“ segir Henning.
„Við erum búin að vinna í ýmsum málum og skoða
hvað við teljum okkur þurfa að gera til að stöðva Kefla-
víkurliðið. Við höfum ýmislegt í pokahorninu,“ segir
Henning.
Jón Halldór segir að undirbúningur Keflavíkur-
liðsins fyrir leikinn sé ekkert frábrugðinn venju-
legum deildarleik. „Þetta er alveg eins leikur,
bara öðruvísi umgjörð. Auðvitað er meiri spenna,
liðið sem tapar þessum leik fær ekki svona gylltan
bikar og gullpening um hálsinn en að öðru leyti er
þetta venjulegur körfuboltaleikur,“ segir Jón Halldór.
HENNING HENNINGSSON OG JÓN HALLDÓR EÐVALDSSON: MÆTAST Í BIKARÚRSLITUNUM Í DAG
Getum skálað í köldum sama hvernig fer
FÓTBOLTI „Þetta var bara ekki í
forgangi lengur, aðrir hlutir eru
farnir að kalla á mann,“ segir
Garðar Örn Hinriksson sem hefur
ákveðið að hætta dómgæslu eftir
tuttugu ára feril með flautuna.
„Það var ekki sami neisti og
var áður fyrr og svo hef ég mikið
verið meiddur síðustu ár og það
hafði líka áhrif á þessa ákvörð-
un,“ segir Garðar sem var valinn
besti dómarinn í efstu deild 2004
og 2006. Hann starfaði sem milli-
ríkjadómari og hefur verið meðal
fremstu dómara landsins um ára-
bil. Hann er ekki hættur afskipt-
um af fótbolta.
„Að öllum líkindum gerist ég
eftirlitsdómari. Svo blundar í
mér smá áhugi á að skoða neðri
deildirnar og hjálpa ungu strák-
unum sem eru að koma upp. Von-
andi getur maður kennt eitthvað,
nóg er maður allavega búinn að
gera,“ segir Garðar sem er
einn litríkasti dómari sem
Ísland hefur átt og lent í
ýmsum málum sem hafa
orðið fjölmiðlamatur.
„Ég þarf bara að setj-
ast niður og skrifa bók
um það allt, hún verð-
ur í þremur bind-
um.“
Garðar fékk við-
urnefnið rauði bar-
óninn sumarið 2008.
„Ég held að ég hafi nánast
rekið útaf í hverjum ein-
asta leik sem ég dæmdi
það sumarið.“
Nokkrir leikir sem
Garðar dæmdi fengu
meiri athygli en aðrir.
„KR - ÍA þegar ég lenti í
deilum við Guðjón Þórðar-
son og Gaupi [Guðjón Guð-
mundsson] reyndi að reka
hljóðnema í trýnið á okkur til að
heyra hvað við vorum að segja.
Svo þegar ég raðspjaldaði í leik
KR og Breiðabliks. Það var
sýnt í hægri endursýningu
í sjónvarpinu og ég mátti
ekki fara út þá voru allir
horfandi á mann. Þá vissi
ég hvernig John Travolta
og þessu liði líður.
Verst að athyglin var
á neikvæðan hátt. Ég
hefði kannski frekar
kosið að vinna Eurov-
ision fyrir Ísland og vera
þekktur sem frábær
söngvari en ekki „hel-
vítis dómari“,“ segir
Garðar léttur í bragði.
- egm
Knattspyrnudómarinn litríki, Garðar Örn Hinriksson, leggur flautuna á hilluna:
Frekar viljað vinna Eurovision
FÓTBOLTI Ari Freyr Skúlason
hefur náð lendingu í samninga-
viðræðum sínum við sænska b-
deildarfélagið Sundsvall. Samn-
ingur Ara Freys átti að renna út
um næstu áramót en nýi samn-
ingurinn hljóðar upp á framleng-
ingu um eitt ár auk sérstakr-
ar klásúlu sem segir til um verð
sem hægt sé að kaupa leikmann-
inn á. Mikið var búið að ganga á í
samningaviðræðunum og var Ara
Frey til að mynda meinað af for-
ráðamönnum Sundsvall að spila
æfingaleiki með félaginu á tíma-
bili en málið vakti mikla athygli í
sænskum fjölmiðlum.
„Það var mikið að þetta gerð-
ist og ég er mjög sáttur með nið-
urstöðuna í málinu. Þetta er sem
sagt framlenging um eitt ár en
aðalmálið var að fá klásúlu inn
í samninginn sem segir til um
að ég geti farið frá Sundsvall ef
félög eru tilbúin að borga ákveð-
ið verð fyrir mig. Það var mjög
mikilvægt fyrir mig að fá það inn
í samninginn og vita að félög geti
keypt mig á ákveðnu verði sem
er að mínu mati hvorki of hátt
né of lágt,“ segir Ari Freyr sem
hefur aldrei farið leynt með þá
stefnu sína að spila í betri deild
en sænsku b-deildinni. - óþ
Ari Freyr Skúlason:
Aðalmálið að fá
klásúluna inn
ARI FREYR Hefur samið við Sundsvall að
nýju eftir mikið þóf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
N1 Deildin
KONUR
Laugardagur
Vodafone höll
Víkin
Mýrin
Valur - FH
Víkingur - KA/Þór
Stjarnan - Fylkir
16:00
16:00
16:00
2009 - 2010
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
LEIKIR HELGARINNAR
Laugardagur:
Everton-Manchester United kl. 12.45
Arsenal-Sunderland 15.00
West Ham-Hull 15.00
Wolves-Chelsea 15.00
Portsmouth-Stoke 17.30
Sunnudagur:
Blackburn-Bolton 12.00
Aston Villa-Burnley 14.00
Fulham-Birmingham 15.00
Manchester City-Liverpool 15.00
Wigan-Tottenham 16.15
FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í
ensku úrvalsdeildinni um helgina
og að vanda er nóg af athyglis-
verðum leikjum í boði. Topplið-
in Chesea og Manchester United
leika bæði á útivelli í dag en Chel-
sea heimsækir Wolves og United
mætir Everton þar sem útlit er
fyrir að varnarmaðurinn Nem-
anja Vidic spili sinn fyrsta leik
á árinu. Þá tekur Arsenal á móti
Sunderland.
Á morgun er svo mikilvægur
leikur á milli Manchester City og
Liverpool í baráttunni um Meist-
aradeildarsæti en bæði lið leika
án bestu sóknarmanna sinna þar
sem Carlos Tevez er í Argentínu
út af fjölskylduástæðum og Fern-
ando Torres er enn ekki klár í
slaginn vegna meiðsla á hné. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Torres ekki
með gegn City
TORRES Enn frá vegna meiðsla á hné.
NORDIC PHOTOS/AFP