Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 4
4 1. mars 2010 MÁNUDAGUR NEYTENDAMÁL Grunur leikur á að salmonellusmit hafi komið upp í ferskum kjúklingi frá Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta gruninn en þangað til þykir rétt að innkalla vöruna. Fram kemur í tilkynningu að um er að ræða kjúkling með rekj- anleikanúmerinu 011-10-03-3-22. Unnið hefur verið að innköllun vörunnar. „Til að varast óróleika hjá neytendum skal tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru. Kjúklingur með öðru rekjan- leikanúmeri en þessu er fullkom- lega í lagi,“ segir í tilkynningu frá Matfugli. Matfugl innkallar kjúkling: Grunur um salmonellusmit DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að stela ítrekað bensíni og aka rétt- indalaus. Í eitt skiptið var hann einnig ölvaður undir stýri og lauk þeirri ökuferð með því að hann ók á annan bíl. Maðurinn stundaði að dæla bensíni á bifreið sína og aka síðan burt án þess að greiða fyrir það. Einum fimm sinnum lék hann þann leik. Fjórum sinnum hafði lögregla afskipti af honum þar sem hann ók réttindalaus um höfuðborgar- svæðið, einu sinni ölvaður. - jss Karlmaður ákærður: Stal bensíni og ók svo próflaus VIÐSKIPTI Finnur Ingólfsson, fyrr- verandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar 3,7 milljarða króna í gegnum fjárfest- ingarfélagið FS7. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru engar eignir til upp í skuldina. Einkahlutafélagið FS7 hélt meðal annars utan um hlut Finns í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldaði í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir. Finnur seldi hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan 385 milljónir í arð. Í svari Finns til fréttastofu Stöðvar 2 kemur fram að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans við bankann. Fyrrverandi seðlabankastjóri: Finnur skuldar 3,7 milljarða VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 14° 6° 1° 6° 6° 9° 1° 2° 20° 7° 17° 9° 21° -5° 8° 16° 1° Á MORGUN Víðast 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR Fremur stífur vindur austast, annars hægari. 4 0 -1 -1 -2 -2 0 0 -4 -7 -5 8 6 5 5 2 3 2 3 5 13 5 -1 -3 -5 2 2 2 3 1 -2-1 GOTT VEÐUR Það verður ljómandi gott veður á land- inu í dag, víðast hægur vindur og bjartviðri en þó áfram smá strekk- ingur við suðvestur- ströndina. Næstu daga má búast við slyddu um sunnan- og vestanvert land- ið en norðaustan til verður áfram bjart. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi hefur lýst eftir Guðbjarna Traust- asyni sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla- Hrauni á laugardaginn. Guðbjarni, sem er 28 ára gamall, var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir þátttöku sína í svokölluðu Pól stjörnu máli þar sem um 100 kílóum af fíkniefnum var smyglað til Íslands í lítilli skútu sem Guðbjarni stýrði. Hann er um það bil 185 sentimetrar á hæð og um 70 kíló. Lögreglan kveður hann ekki hættulegan. Reiknað er með að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu. - gar Skilaði sér ekki á Litla-Hraun: Lögreglan lýsir eftir smyglara SMYGLSKÚTAN Varðskipið Ægir er hér í bakgrunni smyglskútunnar sem Guð- bjarni sigldi til Fáskrúðsfjarðar. HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir svipti einn heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi á árinu 2009 og veitti tveimur heilbrigðisstarfs- mönnum lögformlega áminningu í fram- haldi kvörtunarmáls. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni landlæknisembættisins. Átján heilbrigðisstarfsmenn fengu aðfinnslu frá landlækni en ábending var úrskurðuð í 36 tilvikum. Samtals bárust landlæknisembættinu 237 kvartanir á síðasta ári. Árið 2008 voru þær 282 talsins og 274 árið 2007. Málin á árinu 2009 voru misjafnlega umfangsmikil og alvarleg, allt frá hnökrum í samskiptum til alvarlegra mistaka. Um miðjan febrúar 2009 hafði fengist niðurstaða í 168 af þeim 237 málum, sem borist höfðu, en 69 málum frá 2008 var þá enn ólokið. Af þeim 168 málum sem lokið var höfðu 59 kvartanir verið staðfestar að hluta eða öllu leyti. Alvarlegasta aðgerðin sem embættið beitir er að svipta heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi. Einnig veitir landlæknisemb- ættið heilbrigðisstarfsmanni lögform- lega áminningu eða aðfinnslu ef tilefni er til, en ábending um það sem betur mætti fara er vægasta aðgerðin. - jss Samtals bárust 237 kvartanir til Landlæknisembættisins á síðasta ári: Einn sviptur starfsleyfi og tveir áminntir LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Samtals 237 kvartanir bárust Landlæknis- embættinu. LANDBÚNAÐUR „Landbúnaðurinn leggst kannski ekki af, en hann verður ekki jafn þróttmik- ill,“ segir Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Íslands, um ástandið sem við blasir ef Ísland fær aðild að Evrópusambandinu. Haraldur setti Búnaðarþing Íslands í gær og kynnti þá meðal annars niðurstöður nýlegrar skoð- anakönnunar sem Capacent gerði fyrir samtökin. Þar kemur fram að 56 prósent Íslendinga eru andvíg aðild að Evrópusambandinu, þriðjung- urinn er hlynntur aðild en 11 prósent óákveðin. Nærri 96 prósent svarenda telja það skipta miklu máli að landbún- aður verði stundaður hér á landi til framtíðar, en 84 prósent telja það skipta miklu máli að Íslend- ingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir. „Í þessari skoðanakönnun kemur það fram sem við höfum fundið meðal þjóðarinnar, en það er að hún kann mjög vel að meta sinn landbúnað. Hún segir þarna afdráttarlaust að hún vill standa vörð um hann, og það er ekki hægt ef við erum að sækja um aðild,“ segir Haraldur í sam- tali við Fréttablaðið og ítrek- ar andstöðu samtakanna við aðildarumsóknina. „Við fengum skýr skilaboð frá bændum á bændafundum í haust. Félagsmenn okkar kæra sig ekki um að samtök þeirra dragist til ábyrgðar,“ sagði Haraldur í ræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Á þinginu, sem stendur fram á miðvikudag, taka bændur meðal annars afstöðu til þess hvort þeir vilja taka þátt í samningahópum, sem skipaðir hafa verið í aðildar- ferlinu. „Við höfum tilnefnt í samninga- hópa en spyrjum okkur nú hvort við eigum að starfa þar áfram eða draga okkur til baka,“ sagði Haraldur í ræðu sinni. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist hann ekki leggja það til sjálf- ur að samtökin dragi sig úr hóp- unum, en telur að þingið verði að taka afstöðu til þess. „Það var skipað í þessa hópa á milli aðalfunda, en öll svona mál eru í höndum aðalfundar. Ég tel því rétt að þingið fari yfir þetta.“ Haraldur segir stöðu landbún- aðarins sterka. „Við erum sam- keppnishæfari eftir að krónan féll en nokkurn tímann áður en á sama tíma erum við að kljást við hækkandi rekstrarkostnað eins og heimilin í landinu.“ Um skuldastöðu bænda segir Haraldur að líklega séu eitthvað í kringum hundrað bú sem séu í mjög alvarlegum málum. „Að auki er stór hluti bænda í erfið- leikum vegna þess að greiðslu- byrðin hefur þyngst, en lang- stærsti hluti landbúnaðar stendur samt sterkur að vígi.“ gudsteinn@frettabladid.is Aðild myndi draga þrótt úr landbúnaði Formaður Bændasamtakanna segir nýja skoðanakönnun staðfesta stuðning þjóðarinnar við íslenskan landbúnað. Á Búnaðarþingi verður tekin afstaða til þess hvort bændur dragi sig úr samningahópum um Evrópusambandsaðild. FRÁ BÚNAÐARÞINGI Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Ragnar Grímsson forseti ásamt fleiri gestum Búnaðarþings. MYND/TJÖRVI BJARNASON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 26.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,3644 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,01 128,63 195,23 196,17 174,20 175,18 23,403 23,539 21,617 21,745 17,946 18,052 1,4338 1,4422 196,27 197,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.