Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 12
12 1. mars 2010 MÁNUDAGUR Unnið er að heildarendur- skoðun sveitarstjórnarlaga og liggur þar allt undir, hvort sem varðar tekjur eða stærð sveitarfélaganna. Fjárhagsreglum verður breytt og væntanlegt er frumvarp um bráðaaðgerð- ir í þeim efnum. Samstarf ríkis og sveitarfélaga verð- ur meira í framtíðinni og eftirlitshlutverk skerpt. Í haust er von á drögum að nýjum sveitarstjórnarlögum. Í þeim verða lögin endurskoðuð frá a til ö og því von á breytingum á málaflokknum. Umræða um fjár- mál sveitarfélaga undanfarið ýtti við þeirri vinnu, en allir þættir laganna liggja undir. Starfandi er nefnd um tekju- stofna og önnur um jöfnunarsjóð. Þá er einnig unnið að sameiningar- málum. Að auki eru fjárhagsregl- ur í endurskoðun, en þegar hefur því verið komið þannig fyrir að rekstrarleigusamningar um fast- eignir verði færðir í efnahags- reikninga. Þá er í sífelldri endur- skoðun að færa frekari verkefni frá ríki til sveitarfélaganna. Úrræði hefur vantað Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga hafi engin úrræði til að grípa inn í, stefni í óefni. Sveitarstjórnarlögum var breytt árið 1998 og þá voru sett ákvæði um eftirlitsnefndina. „Þá var þetta dálítið nýtt og menn vildu ekki ganga lengra í þessu eftirliti en hóflegt þótti,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Menn eru alltaf á eftir, það er verið að skoða ársreikninga sem eru gerðir upp við áramót en lagð- ir fram einhvern tímann í júní. Þeir eru til skoðunar, kannski eftir sumarfrí, þannig að ef eitthvað hefur gerst þá er liðinn tölu- vert langur tími og menn standa frammi fyrir orðnum hlut.“ Hallalaus rekstur Þetta er meðal þess sem horft er til í endurskoðuninni. Kristj- án Möller, samgöngu- og sveit- arstjórnarráð- herra, segir að leiði endurskoð- unin í ljós að nefndin þurfi beittari úrræði verði tekið á því. Nú þegar sé unnið að breyt- ingum varðandi upplýsingagjöf. „Við förum með frumvarp inn í þingið fljót- lega sem verður bráðaaðgerð. Þar er hnykkt á því að sveitarfélög skili inn upplýsingum ársfjórð- ungslega. Þá er aðgengi eftirlits- nefndarinnar að upplýsingunum aukið verulega. Ég mun leggja þetta fljótlega fyrir ríkisstjórn en þetta eru hlutir sem við viljum gera strax.“ Kristján segir að vissulega verði að virða sjálfsákvörðunar- rétt sveitarfélaga, en hann megi ekki vera það mikill að menn setji sveitarfélög á höfuðið. „Menn geta spurt sig að því hvort sveitarfélag megi skuld- setja sig nema upp að vissu marki, kannski tvöfaldar eða 1,5-faldar skatttekjur. Það gæti verið regla sem þyrfti undantekningu til að víkja frá. Svo má spyrja hvort önnur regla gæti verið sú að sveitarfélög megi ekki reka sig með halla. Þau verði að skila hallalausum rekstri nema þau fái heimild til annars. Þá verði að vinna hallann upp á þremur árum. Svona fjármálareglur gætu skilað sér inn í lögin. Samskiptin bætt Meðal þess sem lengi hefur verið gagnrýnt er skortur á samskipt- um ríkis og sveitarfélaga. Þau síðarnefndu véla með þriðjung af opinberum fjármunum, en tveir þriðju eru á borði ríkisvaldsins. Það er því nokkuð mikilvægt að samskipti þar á milli séu góð. Sveitarstjórnarmönnum hefur þótt skorta á þetta samstarf og nægir að sitja landsþing eða fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna til að heyra þá gagnrýni. Þar á bæ hefur þótt skorta á skilning hjá ríkisvaldinu við að verkefn- um þurfi að fylgja fjármunir og að ákvarðanir teknar á Alþingi geti haft útgjaldaauka í för með sér víða um land. Í nágrannalöndunum eru fjár- hagsleg samskipti í stöðugri endurskoðun árlega. „Hérna stofna menn tekjustofnanefnd út af krísu- ástandi annað og þriðja hvert ár, svo byrjar allt að hlaðast upp aftur,“ segir Gunnlaugur. Þessi sam- skipti eru til gagngerrar endurskoðun- ar og mun ætl- unin að koma á fyrirkomu- lagi svipuðu og í nágranna- löndunum. Kristján Möller segist hlynntur árlegri endurskoðun. „Já ég er hlynntur því, þetta á bara að vera hluti af samfélaginu. Það er betra að ræða hlutina strax út frá þeim gögnum sem til eru.“ Taka á í gagnið hagstjórnar- samninga sem ríki og sveitarfélög gera sín á milli. Þar verði almenn hagstjórnarmarkmið beggja aðila og tilgreindar þær sérstöku aðgerðir sem vinna á saman á tímabilinu. Samningurinn verði svo endurnýjaður árlega. Verkefnum fylgi tekjur Sveitarfélögin taka að sér æ fleiri verkefni og í bígerð er að færa enn fleiri yfir til þeirra. Stærsta einstaka verkefnið sem um ræðir var flutningur grunnskólans frá ríkinu árið 1994. Sveitarstjórnar- mönnum þykir sem ekki hafi fylgt nægir fjármunir með ábyrgðinni. Víða erlendis er óheimilt að flytja verkefni á milli stjórn- sýslustiga án þess að fjármunir fylgi með. Sveitarstjórnarmönn- um hefur þótt skorta á þetta. Í orði kveðnu eigi ráðuneyti að kostnað- armeta frumvörp og reglugerðar- drög, en á það hafi skort. Fjöldi verkefna sytri hins vegar yfir á sveitarfélögin án þess að búið sé að greina hvaðan kostnaðurinn eigi að koma. Á þessu verður tekið í hagstjórn- arsamningunum. www.sff.is Kynning á verklagsreglum Brynhildur Georgsdóttir, Umboðsmaður viðskiptavina Arion banka Verklagsreglur og siðferðissjónarmið Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur Verklagsreglur og lagaleg álitaefni Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður Verklagsreglur og hlutverk eftirlitsnefndar María Thjell, formaður eftirlitsnefndar Fundarstjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ Skráning með tölvupósti á sff@sff.is Morgunverðarfundur um sameiginlegar verklagsreglur um úrlausn skuldavanda fyrirtækja Miðvikudaginn 3. mars kl. 8:30–10:00 á Hilton Reykjavík Nordica –fundarsal I FRÉTTASKÝRING: Sveitarfélög 2. hluti Skuldaþak og hallalaus rekstur í skoðun KRISTJÁN MÖLLER GRUNNSKÓLI Sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólanna árið 1996. Síðan hefur verið unnið að frekari flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Fjárhagsmál, meðal annars tengd slíkum verkefnum, verða tekin til gagngerrar endurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON VEGVÍSIRINN Í byrjun október rituðu tveir ráðherrar, Kristján Möller og Stein- grímur J. Sigfússon, og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldór Halldórsson, undir vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings ríkis og sveitarfélaga. Þar er að finna þau markmið sem sett verða í vinnu slíkra samninga í átta töluliðum. ■ Samstarf verði aukið um stjórn opinberra fjármála ■ Þeim verði hagað í samræmi við ákveðin mörk og viðmið hagstjórnar ■ Tekjur og útgjöld taki mið af markmiðum um þjóðhagslegan stöðugleika ■ Afkoma verði í samræmi við markmið um jöfnuð í fjármál- um hins opinberra ■ Vinna fjármálareglur fyrir sveit- arfélög ■ Laga forsendur fyrir fjárhags- áætlunum sveitarfélaga og framkvæmd að efnahagsstefnu ríkisstjórnar og búa þannig til samræmda heildarstefnu ■ Samstarf um lánamál hins opinbera ■ Kostnaðarmeta lagafrumvörp og reglugerðir sem geta haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaga FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Annar hluti af þremur Næsta grein: Sameining. Árið 1996 fluttist grunnskólinn til sveitarfélaganna frá ríkisvaldinu. Óhætt er að segja að um gríðarlega umfangsmikið verkefni hafi verið að ræða og er rekstur grunnskóla nú mikilvægur þáttur sveitarstjórna. Um næstu áramót flytjast verkefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga og hefur lengi verið unnið að því. Þá er í pípunum að flytja annan stóran málaflokk, málefni aldraðra, yfir til sveitarfélaganna. „Við vildum slaka á eftir flutning grunnskólans,“ segir Halldór Halldórsson. „Ríkið hefur nefnilega þann háttinn á að vera með fastar fjárhæðir þegar kemur að sam- starfsverkefnum.“ Halldór segir að það norm sem ríkið gefi sér sé oftar en ekki undir raunverulegum kostnaði. Því hafi aukinn kostnaður lent á sveitarfélögunum sem oft megi illa við því. Hugmyndafræðin er sú að nærþjónustan, persónu- bundin þjónusta, sé á ábyrgð sveitarfélaganna. Þessi almenna alltumlykj- andi þjónusta sé hins vegar á ábyrgð ríkisvaldsins. Kristján Möller segir að eftir því sem sveitarfélögin verði stærri og öflugri geti þau tekið yfir fleiri verkefni. Hann sjái fyrir sér að það geti átt við verk- efni á samgöngusviði, rekstur flugvalla og viðhald vega, svo dæmi sé tekið. NÆRÞJÓNUSTAN HALLDÓR HALL- DÓRSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.