Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 70
34 13. mars 2010 LAUGARDAGUR Hvenær heillaðist þú fyrst af þjóðlagatónlist? Ég held að ég hafi verið heilluð af þjóðlagatón- list frá því að ég man eftir mér. Ég var alltaf heilluð af fiðluleik og tregafullri tónlist í moll. Ég söng mikið af þjóðlögum í skóla- og kirkjukórum í Svíþjóð sem barn og var í þjóðdönsum. Hvers vegna sænskar vísur? Eins og áður sagði er ég alin upp í Svíþjóð og hef sungið þær síðan ég var krakki. Það er einhver hljómur í þeim sem minnir mig á sænska náttúru, með fegurð, mýkt, trega og söknuði og von – allt í bland, eins og lífið sjálft. Hvar er óvenjulegasti staður sem þú hefur spilað á? Úti í guðs grænni náttúrunni, við gamla kirkjustæðið á Hesteyri í Jökul- firði á Vestfjörðum, þegar vin- kona mín gifti sig. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur nokkurn tímann gert? Að gera eitthvað sem ég er ekki búin að undirbúa nógu vel og er ekki nógu ánægð með, það er hreinlega kvöl og pína. Og að vinna með leiðinlegu fólki. Uppáhaldsstaðurinn á jörð- inni? Ísland. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig? Ég er alæta á tónlist, en það sem þarf að einkenna hana er melódían, að hún snerti mig á einhvern hátt. Tónlist í moll hefur sérstaklega mikil áhrif á mig, og það eru ákveðin tónbil og hljóm- ar sem hafa beinlínis líkamleg áhrif, það smýgur inn í merg og bein – á jákvæðan hátt. Hvað heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Það er fátt sem heldur fyrir mér vöku á nóttinni, ég sef oftast eins og ungbarn. En það væri þá helst ef það læddist upp í til mín fallegur maður … Hvert er uppáhaldsorðið þitt? SPÚNK. Ég hef verið heilluð af þessu orði síðan ég man eftir mér, það er bæði skemmtilegt í sjálfu sér og hefur svo skemmti- lega merkingu. Orðið þýðir hug- rekki, ákveðni, að það séu töggur í einhverjum eða það sé eitthvað við einhvern eða eitthvað sem erfitt sé að útskýra. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Vigdísar Finnbogadóttur. Sú kona er svo mikill frumkvöðull, svo mikil kona, svo mikil manneskja. Hvaða lag á að spila í jarðar- förinni þinni? Ég á erfitt með að velja eitt lag, en hér eru nokk- ur: Ég lít í anda liðna tíð, Sökn- uður, Draumalandið og Allt eins og blómstrið eina. Og auðvitað sænska þjóðlagið Mér er sama hvar ég enda er ég dey. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona, arkitekt og læknir. Hvað fær þig til að veltast um af hlátri? Ég er frekar hláturmild að eðlisfari, en eitt af því sem fær mig til að grenja úr hlátri er þegar ég er við míkrofón í upptökuveri og upptökustjórinn breytir röddinni minni þannig að ég hljóma eins og teiknimynda- fígúra. Ég veit ekki hvað það er, en ég tryllist af hlátri og get ekki hætt og þá hljóma ég enn fárán- legri og svo bara stigmagnast það. Við urðum að fresta upptök- um síðast eftir svona hláturskast þar sem ég gat engan veginn sungið eftir það. En mikið svaka- lega er gott að hlæja svona! Uppáhalds íslensku hljómsveit- irnar þínar? Ég er ekki mikið fyrir að skilgreina eitthvað sem uppáhalds, en ég er voða hrif- in af hljómsveitunum Árstíðir og Hraun, því þeir eru með svo dásamleg lög og radda svo fal- lega. Svo eru reyndar Hjaltalín, Hjálmar og Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar í uppáhaldi hjá mér líka. Hvað er næst á dagskrá hjá þér? Að hlúa vel að nemendum mínum í Kvikmyndaskólanum, að gera upp baðherbergið mitt sem er að hrynja og síðast en ekki síst að fylgja eftir plötunni minni, Vinaljóð, og skipuleggja fleiri tónleika, bæði hér í bænum og úti á landi og jafnvel á Norð- urlöndunum og í Evrópu. Ég er einnig að vinna í fleiri lögum til að stækka prógrammið og skipu- leggja önnur tónlistar- og kvik- myndartengd verkefni. Það er svo margt sem ég vil gera! Heillast af tregafullri tónlist Hera Ólafsdóttir gaf nýverið út plötuna Vinaljóð sem inniheldur sænskar vísur og þjóðlög og sækir innblástur í þjóðlagadjass. Anna Margrét Björnsson fékk að heyra meira við þriðju gráðu yfirheyrslu. HLÁTURMILD AÐ EÐLISFARI Hera Ólafsdóttir elskar Ísland, er hrifin af Hjaltalín og sefur eins og ungbarn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Hera Ólafsdóttir FÆÐINGARÁR: 1969 HVAÐ GERÐIST MARKVERT Á ÞVÍ ÁRI: John Lennon og Yoko Ono giftu sig og lögðust í rúmið fyrir opnum tjöldum, maðurinn fékk sér göngutúr á tunglinu í fyrsta sinn, hin víð- fræga Woodstock tónlistar- hátíð var haldin og stærstu mótmælafundirnir gegn Viet- namstríðinu voru haldnir víðs vegar um Bandaríkin og um heim allan. Sem sagt, mikið hippa-ár með dass af sci-fi. ■ Á uppleið Barnaland er á uppleið. Sjón- varpsdagskráin á RÚV lætur hjal um taubleyjur og gratínuppskriftir á barnalandi.is hljóma skemmtilega og svo eru þar líka frábær heimagerð olíumálverk til sölu. Garðverk- in. Garðálfar og aðrir hobbitar eru á uppleið með hækkandi sól og eru strax farnir að plana aspasræktun vorsins. Yfirvaraskegg. Mottu-mars hefur haft þau áhrif að myndarmenn um allt land eru komnir með yfirvara- skegg og lífið farið að minna á franska bíómynd frá stríðsárunum. ■ Á niðurleið Sushi og hvítvínslönsar. Þegar skinkurnar eru farnar að neyta þessa með einhvers konar tilvísunum í Beðmál í borginni hlýtur þetta gamla tískufyrirbæri að vera dautt. Sjálfsmyndir á Facebook. Stúlkur sem setja á sig froskalegan stút að mála á sér varirnar eða geifla sig í undirfötum fyrir prófílmyndir eru virkilega ekki töff. Smábörn á samkomum. Íslenski siðurinn um að taka grenjandi ungbörn með í kirkjur, á tónleika eða jafnvel á hátíðir ætlaðar stærri börnum gæti verið fyrir bí. Ofurtjillaðir foreldrar eru úti. MÆLISTIKAN Allir velkomnir! Á staðnum verða bílar til sýnis sem aðlagaðir hafa verið að þörfum fatlaðra ásamt fjórhjólum og Polaris Ranger. Einnig verður til sýnis umhverfisstjórnunarbúnaður fyrir fatlaða. www.oryggi.is Opið hús, laugardaginn 13. mars kl. 12–15 að Askalind 1, Kópavogi. OPIÐ HÚ S! Komdu, skoðað u – og pró faðu. Farartæki fyrir fatlaða PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 0 0 69 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.