Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 6
6 13. mars 2010 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur- heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Fyrir- liggjandi spár gera hins vegar ráð fyrir að hagvöxtur verði um tvö prósent. Ef ekki verður gripið til aðgerða stefnir í „áratug hinna glötuðu tæki- færa“, að hans mati. S A s t ó ð u fyrir fundi um atvinnumál í gær þar sem stefnumörkun samtakanna um endurheimt fyrra atvinnu- stigs og lífskjara hér á landi var kynnt. Setja verður atvinnusköp- un í forgang, sérstaklega með fjár- festingum og vexti í útflutnings- greinum, sagði Vilhjálmur. „Með þessu sköpum við störf við uppbygginguna sjálfa, aukum eftirspurn í hagkerfinu en ekki síst þá verða til framtíðarstörf sem eru varanleg,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi fjárfestingar í ferða- mannaiðnaði og „að stórfjárfest- ingar verði að ná fram að ganga“. Þar vísaði hann til stækkunar á álveri í Straumsvík, byggingar álvers í Helguvík og virkjana. Þess utan verði lítil og meðalstór fyrir- tæki að byrja fjárfestingar enda séu þau mörg sem standi ósködd- uð eftir hrunið. Vextir verði í því ljósi að lækka, og það strax. „Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu. Ekki draga það í dilka. Þau verða að starfa með stóriðjunni; með sjávarútvegi og litlu fyrirtækjunum, ferðaþjón- ustu, verslun og þjónustu. Þetta er lykilatriði en ekki að skilgreina fyrirtæki og atvinnugreinar sem vandamál“, sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að markmiðið væri að auka útflutning um sjö til átta prósent á ári. Það gæfi 60 til 70 milljarða á ári í nýjum útflutn- ingi til ársins 2015. Hann sagði að þetta markmið virtist fjarlægt en svo væri ekki. Hann sagði raun- hæft að ná sjö milljörðum til við- bótar frá sjávarútvegi, tólf millj- arðar frá ferðaþjónustu væru í hendi miðað við spár og bara stækkun í Straumsvík og bygging álvers í Helguvík myndi skila öðru eins í stóriðju. „Á sprotaþingi um daginn kom fram að átján hátækni- fyrirtæki ætla að auka útflutning um átta milljarða á næsta ári. Öll önnur fyrirtæki þurfa þá að koma með aðra 22 milljarða. Þá næst takmark okkar.“ svavar@frettabladid.is Ellefu þúsund störf töpuðust í hruninu Samtök atvinnulífsins hafa birt ítarlega stefnumörkun í atvinnumálum. Stjórn- völd verða að vinna jafnt með öllum og mega ekki skilgreina einstakar atvinnu- greinar sem vandamál, segir framkvæmdastjóri samtakanna. VILHJÁLMUR EGILSSON FJÖLMENNUR FUNDUR SA Vilhjálmur endaði ræðu sína á eindregnum hvatningar- orðum um að þjóðin gæti risið úr öskustónni ef samtakamátturinn yrði virkjaður. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að hagkerf- ið sé hundrað milljörðum stærra en menn gerðu ráð fyrir að það yrði á þessum tímapunkti. Hann segir það skipta gríðarlegu máli að hagkerfið sé þetta miklu öfl- ugra þegar horft er til uppbygg- ingar næstu ára. Steingrímur var gestur Sam- taka atvinnulífsins á fundi þeirra í gær. Hann skýrði stöðu og horf- ur í efnahagsmálum frá sinni hlið og ræddi horfur í atvinnumál- um í því samhengi. Hann sagði stöðuna um margt betri en menn hefðu þorað að vona og hnykkti á þeirri skoðun sinni hversu mjög Icesave-málið hefði tafið fyrir uppbyggingu, og hversu kostnað- arsamt það mál er þegar orðið. Þá fór hann í gegnum niðurskurð á útgjöldum og skattahækkanir „sem við teljum að sé algjörlega í samræmi við ramma stöðug- leikasáttmálans“, sagði Stein- grímur og gaf lítið fyrir gagn- rýni úr atvinnulífinu og víðar um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar með sínum hætti. „Ég er að verða leiður á þessu kjaftæði að ég eða ríkisstjórn- in séum ekkert að gera í þess- um efnum,“ sagði Steingrím- ur og vísaði meðal annars til umræðu um fjárfestingar í orku- geiranum. Hann bað forstjóra orkufyrirtækjanna, væru þeir í salnum, að standa upp og stað- festa að hann hefði skrifað fjöl- mörg „ástarbréf“ til lánardrottna þeirra í glímunni við að leysa aðsteðjandi vanda og til að liðka fyrir lánum til fjárfestinga. Þá taldi Steingrímur það tímabært að menn myndu biðja Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra afsökunar á orðum sem féllu um stjórnsýslu í kringum Suðvesturlínu, sem væri afgreidd frá hennar hendi en biði fjármögnunar sem væri ástæða tafa í uppbyggingunni. - shá Fjármálaráðherra hélt eldmessu yfir atvinnurekendum á fundi í gær: Orðinn leiður á kjaftæðinu FRÁ FUNDI SA Fundarstjóri kallaði erindi Steingríms J. Sigfússonar „eld- messu“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu. Ekki draga það í dilka. [...]ekki að skilgreina fyrirtæki og atvinnu- greinar sem vandamál VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SA í Kópavogi Aðalfundarboð Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Kópavogi verður haldinn 15. mars næstkomandi, kl. 20.30 í Hamraborg 11 - 3. hæð. DAGSKRÁ FUNDAR 1. Skýrsla stjórnar 2. Lagðir fram reikningar 3. Kosning formanns 4. Kosning fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja til vara 5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 6. Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar 7. Önnur mál Setning aðalfundar Skýrsla stjórnar um starfsemi VM Reikningar félagsins og sjóða Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga Reglugerðar- og lagabreytingar Lýst kjöri stjórnar og varastjórnar VM í stjórnarkjöri 2010 Kjör í nefndir og stjórnir sjóða Kynning á uppbyggingu á orlofssvæði VM á Laugarvatni Önnur mál Boðið verður uppá léttar veitingar eftir fundinn STJÓRNMÁL „Við verðum að finna lausnir á lofts- lagsvandanum áður en við lendum í frjálsu falli,“ segir Mohammed Nasheed, forseti Mald- íveyja, sem staddur er í stuttri heimsókn hér á landi. Baráttan gegn breytingum á loftslagi jarð- ar er sérlega brýn á Maldíveyjum, sem eru skammt suður af Indlandi, því hæsti staður þeirra er aðeins 2,4 metrum yfir sjávarmáli. Þær myndu því sökkva að stórum hluta ef yfir- borð sjávar hækkar verulega. „Áhrifin yrðu þau sömu og hér á landi,“ sagði hann á Bessastöðum í gær, og benti á að sjórinn myndi flæða upp að Bessastöðum ef yfirborð hans hækkar. „Það er nákvæmlega sama staðan heima hjá mér, sjórinn myndi ná upp að húsinu mínu,“ segir hann. Nasheed hefur ferðast víða um heim til að leggja áherslu á mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og segist hlakka til að fá Íslendinga í lið með sér. Hann segist í þessari heimsókn hafa áttað sig á því að Íslend- ingar og íbúar Maldíveyja búa við mjög svipað- ar aðstæður. „Við erum í aðalatriðum sama þjóðin,“ segir hann. „Við erum 350 þúsund, rétt eins og þið, og dreifumst niður á lítil byggðarlög, þótt hjá okkur séu þau á litlum eyjum. Atvinnuhættirnir eru svipaði, fiskveiðar og ferðaþjónusta.“ - gb Forseti Maldíveyja segir Íslendinga samherja sína í baráttunni gegn hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs: Við erum í aðalatriðum sama þjóðin MOHAMMED NASHEED OG ÓLAFUR RAGNAR GRÍMS- SON Hafa ákveðið að ferðast saman um heiminn með þann boðskap til þróunarlanda að þau geti haldið áfram að þróast án þess að eyðileggja jörðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndir þú styðja lagasetningu gegn hugsanlegu verkfalli flug- umferðarstjóra? Já 67,9 Nei 32,1 SPURNING DAGSINS Í DAG: Hafa hin ýmsu hagsmunasam- tök verið sanngjörn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina? Segðu skoðun þína á Vísi.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.