Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 16
16 13. mars 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR VG hefur verið veiki hlekkurinn í stjórnarsam-starfinu vegna sundrungar. Sáttin sem Samfylk- ingin hefur gengið að mun snúa þessu við. Þegar upp verður stað- ið mun VG hafa styrkt stöðu sína verulega og vinstri armurinn náð málefnalegum undirtökum í stjórnarsamstarfinu. Að sama skapi er ljóst að Sam- fylkingin gefur málefnalega eftir og tapar trúverðugleika. Sérstak- lega á það við í ríkisfjármálum og peningamálum og þar með Evr- ópumálum. Fjármálaráðherrann boðar að samkeppnisstöðu Íslands eigi að tryggja með launaskerðingum í gegnum reglubundnar gengis- lækkanir krónunnar. Hann fær nú sterkari stöðu með þetta við- horf. Vonlaust er hins vegar að við náum sambærilegum lífskjörum á við hin velferðarhagkerfi Norður- landanna ef þessari fátæktar- stefnu VG í peningamálum verður ekki hrundið. Framsóknarflokkurinn virðist í vaxandi mæli hafa hallað sér að sjónarmiðum vinstri arms VG í peningamálum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hins vegar ekki mótað framtíðarstefnu í þessum efnum. Flest bendir til að núverandi rík- isstjórn muni sitja þangað til Sjálf- stæðisflokkurinn tekur af skarið gegn fátæktarstefnu VG í peninga- málum. Þá fyrst getur hann sett gaffal á Samfylkinguna og losað um þá pólitísku bóndabeygju sem þjóðin er í. Endurreisn efnahagslífsins snýst um málefnalegt samstarf á miðju stjórnmálanna um lykilat- riði eins og ríkisfjármál og pen- ingastefnu. Mannabreytingar í rík- isstjórn eru sjónhverfingar en ekki lausn á þeirri pólitísku kreppu sem landið er í. Lykillinn að sátt er á miðjunni Bretar og Hollending-ar gerðu kröfu um aðild stjórnarandstöðunnar að samningunum. Fyrir vikið er sú óvanalega staða uppi að formaður Sjálfstæðisflokks- ins getur í stjórnarandstöðu tekið frumkvæðið og mælt fyrir um málamiðlun. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu ekki annað en kyngt henni. Fáir yrðu til að andmæla. Að vísu er lík- legt að Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin leggist á þá sveif. Til- laga þeirra um að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bend- ir til þess. Þegar hér er komið sögu er óhjá- kvæmilegt að horfa á viðfangsefn- ið í stærra samhengi. Icesave er aðeins einn af fleiri lyklum sem þarf að snúa rétt til að ljúka upp dyrum að endurreisninni. Taka þarf tillit til þess að ríkisstjórn- in er ekki tilbúin til samstarfs um það hvernig hinum lyklunum verð- ur snúið. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna áttu forystumenn hennar tveggja kosta völ. Annar var sá að færa sig nær miðjunni og leita breiðara samkomulags við Sjálfstæðisflokk- inn um það hvernig öðrum helstu lyklum yrði snúið. Hinn var sá að leita sátta til vinstri við minnihlut- ann í þingflokki VG. Sá kostur var valinn. Hann kostar málefnalegar fórnir í þá veru. Þær felast í slaka í ríkisfjármál- um, skrefi til baka í orkunýtingar- málum og viðurkenningu á stefnu VG í sjávarútvegsmálum. Hún snýst um að víkja þjóðhagslegri hagkvæmni til hliðar fyrir félags- leg úrræði. Samstaða um raunhæfa framtíðarlausn í peningamálum er fjarlægari svo og aðild að Evrópu- sambandinu. Með öðrum orðum: Sáttin innan VG er keypt mjög dýru verði á mælikvarða almanna- hagsmuna. Að þessu virtu er ljóst að vilji forystumanna stjórnarflokkanna til samstöðu lýtur ekki að lausn á vanda samfélagsins. Hann snýr einvörðungu að því að finna hjá- leið um innri vanda VG. Ákall um samstöðu á þessum forsendum er meir í ætt við málfundaæfingu en alvöru stjórnmál. Samstaða um hvað? Eftir þjóðaratkvæðagreiðsl-una um Icesave velta menn því helst fyrir sér hvenær Ögmundur Jónasson verð- ur ráðherra að nýju. Hitt sýnist þó vera brýnna að finna þann flöt sem nota má til að leysa það viðfangs- efni sem þjóðaratkvæðagreiðslan gerði ekki. Spurningin er: Hvar liggur samn- ingsflöturinn? Í raun er tiltölulega einfalt að finna það út. Þjóðarat- kvæðagreiðslan setti í gildi lög um ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í byrjun ágúst. Að þeirri niðurstöðu stóðu þingmenn stjórnarflokkanna og forsetinn. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sátu hjá. Fram- sóknarflokkur- inn og Hreyfing- in voru á móti. Bretar og Hol- lendingar féllust ekki á þessa nið- urstöðu. Ríkis- stjórnin samdi að nýju um lakari kost. Þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu þá niðurstöðu í desember gegn atkvæð- um stjórnarandstöðunnar. Þjóðar- atkvæðagreiðslan snerist því um þennan mismun á ágúst- og desem- berlögunum. Ríkisstjórnin taldi hann óverulegan. Stjórnarandstað- an og forsetinn sögðu að hann væri of mikill. Þjóðin var sammála því. Samningsflöturinn liggur þarna á milli. Málið er einfaldlega komið á það stig að einhver verður að stinga hausnum út um gluggann og kveða upp úr um flöt sem líklegt er að við- semjendurnir geti líka fallist á. Sá sem gerir það hirðir heiðurinn eða skömmina af niðurstöðunni. Spurn- ingin er bara þessi: Hver á að stinga hausnum út? Hver stingur hausnum út? ÞORSTEINN PÁLSSON Sjálfstyrkingarnámskeið • Viltu öðlast aukið sjálfsöryggi? • Þora að gera það sem þig langar í lífi nu? • Ná að njóta lífsins betur? Á a vikna sjálfstyrkingarnámskeið er að he ast 18. mars n.k. við Kvíðameðferðarstöðina undir stjórn Sóleyjar D. Davíðsdó ur sálfræðings og Charlo e Bøving leikkonu sem jafnframt hefur masterspróf í leik- og dramakennslufræði. Áhersla lögð á að aðstoða þá takendur við að takast á við innri hindranir l að hæfi leikar þeirra fáið no ð sín sem best í lífi nu. Verður unnið með hugarfar, styrkleika, líkamstjáningu, framsögn og tjáningu í hóp. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 og lýkur16. mars. Nánari upplýsingar má fi nna á heimasíðu Kvíðameðferðar- stöðvarinnar: www.kms.is. G rikkland er á hausnum. Það eru ekki nýjar fréttir. Grikkland hefur oft áður verið á hausnum. Hins vegar er látið í það skína í umræðum hér á Íslandi að í þetta sinn séu örlög Grikkja því að kenna að þeir tóku upp evruna. Ef þeir væru svo heppnir að hafa sinn gamla gjaldmiðil, drökmuna, væru þeir á leið út úr kreppunni, svona eins og Íslendingar, sem eru svo heppnir að hafa krónuna. Þess í stað verði þeir nú að sæta því að Evrópusambandið kúgi þá til að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun opinberra starfsmanna. Þannig sé Grikkland Íslandi víti til varnaðar. Kreppa Grikklands er hins vegar ekki evrunni að kenna, nema þá að einu leyti. Aðild að Efnahags- og myntbandalaginu lækkaði fjármagnskostnað grískra stjórnvalda, sem fyrir vikið leyfðu sér enn meiri lántökur fyrir hönd ríkissjóðs en ella. Kreppa Grikklands orsakast fyrst og fremst af agaleysi við stjórn ríkisfjármála, sem hefði haft alvarlegar afleiðingar hvort sem Grikkland notaði evru eða drökmu. Fjármálakreppan kom illa við ríkissjóð Grikklands eins og annarra ríkja, en Grikkir stóðu verr að vígi en margir aðrir vegna þess að þeir höfðu þanið út ríkisútgjöldin langt umfram efni. Vandi Grikklands fær meiri athygli nú en oft áður, vegna þess að nú er hann vandi alls evrusvæðisins. Myntbandalagið bygg- ist ekki sízt á því að öll ríkin, sem eiga aðild að því, sýni aga og ábyrgð við efnahagsstjórn. Grikkir vissu að hverju þeir gengu þegar þeir sóttust eftir aðild að myntbandalaginu – jafnvel þótt stjórnvöld hafi hagrætt hagtölunum til að komast inn í það. Sátt- málar Evrópusambandsins kveða á um að aðildarríkin taki sjálf á heimatilbúnum vanda. Annars gætu stjórnmálamennirnir, sem vilja kaupa sér vinsældir til skamms tíma með hallarekstri á ríkissjóði og lántökum, alltaf treyst á að önnur ríki ESB kæmu þeim til bjargar. Tilhneiging stjórnmálamanna til atkvæðakaupa er alþjóðlegt vandamál og rökrétt að reyna að finna á því alþjóð- legar lausnir. Mótmælin á götum Aþenu eru að mörgu leyti skiljanleg, því að fólk hefur vanizt því að stjórnvöld láti undan kröfum um ríkisútgjöld. En kröfurnar um að horfið verði frá niðurskurði og launalækkunum eru í raun kröfur um að gömlu óráðsíunni verði haldið áfram. Einn af þeim kostum sem margir sjá við að Ísland gangi í Evr- ópusambandið og taki upp evruna er meiri agi við hagstjórnina. Stjórnvöld ættu þá ekki lengur þann kost að fella gengið til að bregðast við efnahagsvanda. Þeir sem nú vorkenna Grikkjum, Írum og fleiri evruríkjum að geta ekki fellt gengið og neyðast til að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun, gleyma því að gengis- felling er bara önnur og ekki alveg jafnaugljós aðferð til að skerða lífskjör fólks. Þrátt fyrir að hafa eigin gjaldmiðil, sem hefur hrapað í verði og þannig valdið harkalegri lífskjaraskerðingu, hafa Íslendingar neyðzt til að grípa líka til beinna launalækkana, skattahækkana og niðurskurðar á ríkisútgjöldum, sem raunar sér ekki fyrir end- ann á. Erum við þá betur sett en Grikkir? Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér skammtímavinsældir er alþjóðlegt vandamál. Grikklandsfárið ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.