Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 32
2 fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar:
Þórdís Lilja Gunnarsson, Kjartan Guðmunds. Ljósmyndir:
Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is
Sigríður
Tómasdóttir
skrifar
Fjölskyldubíllinn bilaði um daginn. Vegna þess hversu oft hann hefur bilað síðan hann var keyptur notaður hér um árið þá hélt ég jafnvel
að nú væri hann búinn að vera, annaðhvort væri
ekki hægt að gera við gripinn eða það myndi vera
of dýrt til að að hægt væri að réttlæta þá eyðslu. Ég
taldi varasjóðinn, það tók 10 sekúndur, og komst að
þeirri niðurstöðu að hinn bíllausi lífstíll væri ákjós-
anlegur á þessum síðustu og verstu tímum.
Ég átti aldrei bíl áður en börn komu til sögunn-
ar og því alls ekki eins og það sé mér framandi að
ferðast með strætó eða gangandi. En ég verð að játa
að vikurnar án bíls voru erfiðar. Tökum morgn-
ana sem dæmi, ef það kom í minn hlut að fara með
börnin þá tók ferðalagið í vinnuna ansi langan tíma.
Leiðin í leikskólann 20 mínútur, gangur á stoppistöð
annað eins eða meira. Svo var snjór og vond færð
sem gerði ferðalagið erfiðara. Að ýta barnavagni
með systkinapalli eftir gangstéttum sem rutt hefur
verið upp á er ekkert sérstaklega auðvelt. Ég reyndi
náttúrulega að líta á björtu hliðarnar, morgungöng-
urnar voru mjög fersk byrjun á deginum og jöfnuð-
ust á við leikfimitíma. Sem var gott því að leikfimi-
tímar voru ekki á dagskrá, til þeirra vannst ekki
tími, ekki nennti ég upp í strætó að kvöldlagi til að
ástunda leikfimi.
Hliðaráhrif bílleysis urðu að matarkostnaður
heimilisins rauk upp því ferðir í lágverðsverslanir
liðu út úr skipulaginu, en göngutúrar í dýrari versl-
anir í nágrenninu tóku við. En að mörgu leyti kunni
ég ágætlega við bílleysi, það var ágætt að þurfa að
sleppa ferðalögum í fjarlæg hverfi, kannski versl-
unarferðum með tilheyrandi peningaeyðslu. Fyrir
nú utan hvað það er ánægjulegt að losna við að fylla
bensíntank þegar lítrinn kostar yfir 200 krónur.
Svo gerðist það að loftnetið bilaði og fjölskyldan
var þá komin í bæði bíllausan og sjónvarpslausan
lífsstíl. Merkilegt hvað það var lítið mál miðað við
það hversu oft er kveikt á sjónvarpinu á mínu heim-
ili. Fréttir fengu bara að hljóma í útvarpi, og voru
ósköp notaleg kvöldin sem voru sjónvarpslaus. Ég
fór að sjá fyrir mér að næst hlyti þvottavélin að bila
og þvotturinn yrði þveginn í bala. Ég er ekki svo
geggjuð að finnast það vera eftirsóknarvert. Og sem
betur fer er þvottavélin enn í lagi, sjö níu þrettán.
En síðan mætti viðgerðarmaður og gerði við loft-
netið. Skömmu síðar kom hringing frá verkstæði og
bíllinn var kominn í lag. Þá var allt aftur venjulegt,
nema að börnin biðja oftar um að fá að fara labbandi
í leikskólann, það er nefnilega nokkuð skemmtilegt
að fá göngutúr með mömmu eða pabba á morgn-
ana og síðdegis, rekast á kisur og fara krókaleiðir í
hverfinu, kannski ætti maður að hafa bíllausa daga í
viku hverri í framtíðinni?
Bíllausar vikur
Blessaður, Ásgeir. Hvað syngur í þér? Hvaðan hringirðu?“„Ég er að hringja neðan af hafsbotni. Við feðgar höfum orð á
okkur fyrir að vera mikið neðansjávar,“
segir Ásgeir þar sem hann mundar símtól
á grængolandi dýpi með þremur sonum
sínum. Á bryggju bíður móðurstöð tengd
í síma, en þeir feðgar eru búnir fágæt-
um tækjakosti þegar þeir kafa í frítíma
sínum eða með köfunarsveit Björgunar-
félags Akraness. „Í sjónum finnast engar
áhyggjur, vandamál né kreppa. Þar end-
urnærist maður á líkama og sál,“ segir
Ásgeir sem staðhæfir að köfunarbakter-
ían hverfi aldrei úr þeim sem smitast.
„Undir yfirborði vatns blasir við annar
heimur; stórbrotið landslag með hólum og
hæðum, klettum og hryggjum, litskrúð-
ugum gróðri og lífríki. Þar erum við með
líf hvers annars í höndum og förum alltaf
niður tveir og tveir saman, eftir að hafa
skoðað vel búnað hvor annars, því ekki er
hlaupið heim ef eitthvað bjátar á.“
Synir Ásgeirs voru um fermingu þegar
þeir fyrst byrjuðu að aðstoða föður sinn
á bryggjunni og seinna tók köfunin við.
Saman sinna þeir ýmsum áhugaverkefn-
um, eins og könnun skipsflaka á Mýrum,
þar sem franska skipið Pourquoi Pas?
liggur í votri gröf. Ásgeir er einn fárra
sem kafa má niður á 50 metra dýpi og
hefur margsinnis kafað í flakið.
„Sjórinn í kringum Ísland er sneisafull-
ur af skipsflökum og á Mýrum liggur skip
við skip. Eðlilega finnast í sumum manna-
bein en maður umgengst þau af virðingu,
líkt og í kirkjugarði. Þá verða þeir dánu
vinir manns og sækja mann ekki heim.
Fólk er ekki tekið úr skipum nema ætt-
ingjar biðji um það, en ári eftir sjóskaða
er slíkt yfirleitt látið eiga sig og flakið þá
orðið að gröf,“ segir Ásgeir sem í þrjátíu
ár hefur unnið við að sækja látna í sjó,
ásamt daglegri vinnu í sjó við lagningu
símakapla, rafmagns- og olíuleiðslna, og
losun neta úr skrúfum skipa.
„Köfun er hættulaus fari menn eftir
settum reglum, en hræðslan kennir
manni hvað ber að varast. Háhyrningur-
inn er hættulegasta skepnan í sjónum og
hefur drepið fólk. Kafarar eru því snögg-
ir upp ef til þeirra sést.“
Að sögn Ásgeirs fer áhugi ungmenna
á köfun vaxandi, sem sjá megi á miklum
fjölda þeirra í Sportkafarafélaginu.
„Tækni í kringum köfun er orðin svo
gífurleg. Nú er ekki lengur við kulda að
glíma og nú hafa menn þrjú öryggisúr-
ræði fari eitthvað úrskeiðis við öndun,“
segir Ásgeir sem fer iðulega í sjávar-
réttaleit með sonum sínum þar sem þeir
finna sér ígulker, humar og skeljar sem
þeir grilla og skola niður með hvítvíni.
„Ísland er draumaland kafarans og
öruggt að Breiðafjörður á eftir að upp-
götvast sem fallegasti köfunarstaður
heims; svo tær er hann og fullur af lífi
og landslagi skerja og eyja. Þar er draum-
ur fyrir fjölskyldur að kafa, enda frábært
fjölskyldusport sem er ekki eins dýrt og
menn halda.“ thordis@frettabladid.is
Símtal af hafsbotni
Um áttatíu prósent jarðar eru hulin vatni. Undir leynist undraheimur engum líkur, með framandi skepn-
um, gróðri og landslagi. Ásgeir Einarsson atvinnukafari nýtur samveru með sonum sínum í djúpinu.
Feðgar í ævintýraleit Hér má sjá feðgana Gísla, Ásgeir, Martein og Guðbjart við gömlu herstöðina í Hvalfirði, þangað sem þeir hafa farið
reglulega til að kafa, skoða og taka myndir ofan í sjónum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Jóga fyrir börn frá tveggja ára Börn eru svo
opin og móttækileg að það er gaman að kenna þeim
jóga, þau eru liðug, í formi og full af orku og þeim þykir
ekkert skrítið við að hugleiða og læra öndun,“ segir
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir sem ásamt Drífu Atladóttur
stendur fyrir jóganámskeiði fyrir börn sem hefst í næstu
viku í jógastöðinni Jógastúdíó. Hópnum verður aldurs-
skipt, námskeið fyrir tveggja til fimm ára börn verða
haldin á mánudögum klukkan 16.20 en námskeið fyrir
sex til tíu ára verður á miðvikudögum. Verðinu er mjög
stillt í hóf, en fjögurra vikna námskeið kostar fimm
þúsund krónur.
„Okkur langaði frekar að fá fólk inn í stað þess að setja
upp dýrt námskeið sem bara fáir hafa ráð á, jóga er svo
gott fyrir alla,“ segir Ágústa sem er jógakennari og hefur
mikla reynslu í að kenna börnum jóga, kenndi til að
mynda jóga í tvö ár á leikskólanum Rauðhóli. Ágústa
segir jógað mikið kennt í gegnum leik, sérstaklega í yngri
hópnum. „Tíminn verður eins og skemmtileg sögustund,“
segir Ágústa sem segir foreldra velkomna á námskeiðið
líka, þeir taki þá þátt í námskeiðinu með börnum sínum.
Nánari upplýsingar www.jogastudio.is.
NÁMSKEIÐ