Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 68
32 13. mars 2010 LAUGARDAGUR M est a brey t- ingin á nýrri útgáfu af Nöfn- um Íslendinga, sem kemur út með haustinu, er að sú nýja hefur rúmlega sex þúsund flettur en fyrri bókin hafði um fjögur þúsund. Guðrún Kvaran prófessor, sem sá um nýju útgáf- una, segir það að mestu koma til vegna þeirra mörgu nafna sem Mannanafnanefnd hefur sam- þykkt frá því fyrri útgáfa kom út árið 1991. Í fyrirlestri sínum í dag ætlar Guðrún meðal annars að skoða eitt ár í starfi Mannanafnanefndar, árið 2008. Það ár afgreiddi nefndin 95 beiðnir um nöfn. Af þeim voru 25 karlmannsnöfn, 32 kvenmanns- nöfn og 5 millinöfn samþykkt en 33 nöfnum var hafnað. Sjálf hefur Guðrún setið í Mannanafnanefnd og þekkir vel hversu snúið starf nefndarinnar getur verið. „Menn býsnast stöðugt yfir því að þessi eða hin nöfnin séu leyfð en önnur ekki. En nafn verður einfaldlega að uppfylla ákveðin skilyrði til að verða samþykkt. Það verður að vera skrifað með íslenskum bók- stöfum og beygjast samkvæmt íslenskum reglum. Geri það það ekki er einn möguleiki enn í stöð- unni – að nafnið fari inn á hefð. Ef erlent nafn uppfyllir hefðarskil- yrði er ekki hægt að hafna því.“ Lúna og Lokbrá Flest nafnanna sem Mannanafna- nefnd hafnaði árið 2008 féllu ekki að skilyrðum laga. Tveimur var hins vegar hafnað vegna hugs- anlegs ama sem börn gætu haft af því að bera þau, Íslandssól og Kona. Slík ákvæði er erfiðara að nota ef fólk sem orðið er sjálfráða óskar eftir að taka upp nafn. Dæmi um nöfn sem fullorðnir menn hafa fengið samþykkt eru Tarfur, Uxi og Kaktus. Þau nöfn hefðu hugs- anlega fallið undir ama-ákvæðið, ef um börn hefði verið að ræða. Þó eru til dæmi um að fullorðnum einstaklingi hafi verið synjað um nafn vegna hugsanlegs ama sem barn gæti haft af nafninu. Á þeim grundvelli fékk til að mynda kona ekki að taka upp nafnið Kona. María og Þór Á fyrirlestrinum í dag ætlar Guð- rún einnig að sýna fram á hvern- ig tíðni algengustu nafna breyt- ist hægt á milli ára, en þau eru í dag, rétt eins og fyrir 20 árum, til að mynda Guðrún, Anna, Sigríð- ur og Kristín. Vinsælustu nöfnin á hverju ári sveiflast þó töluvert. Þannig var Ingi langvinsælasta karlmannsnafnið sem gefið var árið 1997, en var komið töluvert neðar á listann árið 2007. Nafn- ið María var ótvíræður sigurveg- ari ársins 2007, þegar 111 stúlk- um var gefið það nafn, sem fyrsta eða annað nafn. Þór virðist hins vegar nokkuð stöðugt í vinsæld- um sínum. 101 strákur fékk nafnið Þór árið 1997 og nákvæmlega jafn margir árið 2007. Tvínefni eru líka stöðugt að sækja í sig veðrið og hafa gert í heilar þrjár aldir. „Árið 1703 var fyrsta manntalið tekið á Íslandi. Þá hétu systkin tveimur nöfnum en þau áttu danska móður. Í manntali 1801 hafði örlítið bæst við af tví- nefnum. Eftir það hefur þeim jafnt og þétt farið fjölgandi sem bera tvö nöfn og heldur sú þróun áfram. Í dag fá yfir 80 prósent barna tvö nöfn,“ segir Guðrún. Ýmislegt fleira kemur fram í fyrirlestri Guðrúnar í dag sem varpar ljósi á þróunina í nafna- hefðum Íslendinga á undanförn- um árum. Áhugasamir ættu ekki að láta fyrirlesturinn fram hjá sér fara. Hann verður í dag, laug- ardaginn 13. mars, í stofu N130 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, klukkan 13.15. María var tísku- nafn ársins 2007 Í dag heldur Guðrún Kvaran fyrirlestur Í Háskóla Íslands í tilefni af nýrri útgáfa af Nöfnum Íslendinga. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir bankaði upp á hjá Guðrúnu og fékk að vita eitt og annað nafnahefðir Íslendinga. GUÐRÚN KVARAN PRÓFESSOR Hefur að undanförnu unnið að nýrri útgáfu af Nöfnum Íslendinga. Í fyrri útgáfu, sem kom út árið 1991, voru flettur 4.000 en í nýju útgáfunni verða þær 6.000. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þegar ég var um fimmtán ára var ég í hljómsveitinni Fake Disorder. Fyrsta lagið sem ég samdi kallaði ég kaktus, kaktus, kaktus, kaktus, kaktus ég er kaktus, kaktus! Þetta er jafnframt eini textinn í þessu fimmtán sekúndna lagi sem við spiluðum allaf þrisvar á tónleik- um - hægt, hraðar og svo aftur á bak. Eftir eina tónleikana kallaði einhver gaur á mig: Hey, Kaktus! Ég svaraði því. Hann kynnti mig fyrir sínum vinum sem Kaktus og svo vatt þetta upp á sig. Áður en ég vissi af var ég sjálfur farinn að kynna mig sem Kaktus. Þetta byrjaði eiginlega bara sem kúl hljómsveitar-„nickname“ og þar sem margir þekktu mig orðið sem Kaktus ákvað ég að bæta því bara við nafnið mitt.“ Þannig lýsir Egill Kaktus Þor- kelsson Wild aðdraganda þess að hann eignaðist sitt annað og sér- staka eiginnafn. Hann beið samt þar til hann var orðinn tvítugur með að sækja um til Mannanafna- nefndar, þannig að ekki var um neina skyndiákvörðun að ræða. Nefndin samþykkti nafnið strax, sem kom Agli Kaktusi ekkert á óvart. „Kaktus er bara þykkblöð- ungur, þetta er ekkert öðruvísi en Rós eða Lilja. Og nafnið sam- ræmist íslenskum beygingarregl- um, svo ég átti ekki beinlínis von á neitun. Ég sótti reyndar um að hafa z í enda nafnsins en fékk neit- un með það. En ég skrifa það samt með z, nema á opinberum pappír- um.“ Egill Kaktus er nú við nám í leiklistarskólanum East 15 sem er í Southend-on-Sea á Englandi. Þar þykir engum neitt undarlegt að hann skuli bera nafnið Kaktus. „Þeim finnst nú eiginlega skrítn- ara að ég heiti Egill, sem er mjög erfitt að bera fram. Kaktuz Wild er ekki flókið fyrir Bretann,“ segir Egill Kaktus, sem er svo ánægð- ur með nafnið sitt að hann er með stóran kaktus húðflúraðan á annan kálfann. Tók sér nafnið Kaktus EGILL KAKTUS ÞORKELSSON WILD Hann býr í Englandi þar sem enginn kippir sér upp við nafnið Kaktus. Flestum þykir hins vegar nafnið Egill furðulegt og erfitt að bera fram. MYND/ÚR EINKASAFNI Mist Barbara Þorkelsdóttir er elsta íslenska konan sem ber nafn- ið Mist. Hún er fædd í Bandaríkj- unum árið 1960 og á bandaríska móður. „Foreldrar mínir vildu velja íslenskt nafn sem væri auð- segjanlegt á ensku. Í Bandaríkj- unum þarf að nefna börn strax á fæðingardeildinni. Það eina sem pabbi hafði í fórum sínum var Snorra-Edda. Hann fór með hana upp á fæðingardeild, las upp nöfn- in úr nafnaskránni og þau stöldr- uðu við Mist.“ Þegar Mist var aðeins nokk- urra mánaða flutti fjölskyldan til Íslands. Lengi vel átti Mist enga nöfnu en á unglingsárum frétti hún af því að önnur stelpa hefði fengið nafnið Mist. Sjálf skírði hún svo dóttur sína, sem fæddist árið 1986, Guðrúnu Mist. Fljótlega eftir fæðingu hennar flutti fjölskyldan til Bandaríkjanna og dvaldi þar í nokkur ár. Í millitíðinni varð sprenging í vinsældum nafnsins Mist á Íslandi, sem mæðgurnar og nöfnurnar í Bandaríkjunum höfðu ekki minnstu hugmynd um. Í dag heita á þriðja hundrað íslenskar stúlkur eða konur Mist að fyrra eða seinna nafni. „Við komum heim eitt sumarið sem oftar og dóttir mín fékk að fara í sumarbúðir í Vindáshlíð. Þá lenti hún í herbergi með tveimur öðrum stelpum sem hétu Mist að seinna nafni. Þannig að eitthvað gerðist þarna á árunum 1986 og 1987, ég veit bara ekkert hvað það var.“ Mist heitir því nafni sem eitt sinn var mjög sérstakt en í dag er afar algengt, nokkuð sem fæst- ir upplifa. Þótt henni hafi sjálfri alltaf þótt gaman að heita sérstöku nafni þykir henni ekkert verra hvað nafnið er orðið algengt í dag. „Ég varð rosalega hissa þegar ég uppgötvaði á fertugsaldri að ég ætti gommu af nöfnum heima á Íslandi. En mér finnst það voða gaman og ég elska allar konur sem heita Mist, held ég,“ segir hún og hlær. Sjaldgæfa nafnið Mist sem komst svo í tísku FYRSTA MISTIN Mist Barbara Þorkelsdóttir var lengi vel eina manneskjan sem bar nafnið Mist. Í dag heita á þriðja hundrað íslenskra stúlkna og kvenna Mist að fyrra eða seinna nafni. MYND/HEIÐA.IS Þegar Jóhanna Svala Rafnsdótt-ir og Ísak Winther áttu von á sínu þriðja barni spurðu þau frum- burðinn, Rafn, hvað honum þætti barnið eiga að heita ef það yrði stelpa. Þeim til undrunar svaraði hann um hæl: „Hún á að heita Són- ata!“ „Okkur fannst þetta ótrúlega fyndin uppástunga en um leið mjög fallegt nafn. Svo við byrjuðum að nota þetta sem vinnuheiti á ófædda barnið,“ útskýrir Jóhanna Svala. Tillaga Rafns ef nýja barnið yrði drengur var ekki alveg jafn falleg. „Hann stakk upp á nafninu Stung- manos fyrir strák, þannig að við vorum mjög fegin að þetta skyldi vera stelpa,“ segir Jóhanna Svala hlæjandi. Vinnuheitið hélst þétt við bumb- una alla meðgönguna. Þegar dóttir- in var fædd fór Jóhanna hins vegar að ræða við mann sinn, hvort þau ættu ekki að fara að leita að nafni á barnið. „Hvað meinarðu? Á hún ekki að heita Sónata?“ sagði eigin- maðurinn þá hissa og fannst ekki annað nafn koma til greina á dótt- urina. Úr varð að þau lögðu fram umsókn til mannanafnanefnd- ar, nafnið var samþykkt og stúlk- an varð fyrsta íslenska Sónatan. Nafnið fer henni einstaklega vel. „Hún er rosalega söngelsk, syngur út í eitt allan daginn, svo ég held að hún hafi bara átt að heita þessu nafni,“ segir Jóhanna. Og bróð- irinn er stoltur yfir því að hafa valið nafnið á systur sína. „Hann er voðalega ánægður með það og okkur þykir gaman að hann hafi átt hlut að þessu.“ Jóhanna segir alla í kringum þau hafa tekið nafninu vel, krökk- um þyki það jafn eðlilegt og hvað annað. Fullorðnir hafi hið mesta verið hissa en aldrei annað en jákvæðir. Foreldrarnir komust svo að því mörgum mánuðum seinna hvaðan sonurinn hafði fengið hugmynd- ina að nafninu. „Ég komst að því seinna að á leikskólanum höfðu krakkarnir verið að hlusta á ævin- týri sem fjallaði um stúlkuna Són- ötu. Þannig að hann hefur senni- lega fengið þetta þaðan.“ Stóri bróðir valdi nafnið Sónata RAFN, SÓNATA OG JÓHANNA SVALA Ekki fá allir stórir bræður að velja nöfn á ófædd systkini sín eins og Rafn Ísaksson, sem ákvað fyrir fjölskyldunnar hönd að ófædd systir hans skyldi heita Sónata. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOKKUR SAMÞYKKT NÖFN ÁRIÐ 2008 Kvenmannsnöfn Karlmannsnöfn Idda Asael Lúna Tonni Lokbrá Rúbar Asirí Þróttur Elsí Eiðar Bláey Uxi Eldlilja Borgúlfur Vetrarrós Tarfur Snjóka Amor Drauma Tími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.