Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 82
46 13. mars 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is MacBook 13” 2,26GHz Intel Core 2 Duo 2GB innra minni 250GB harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB skjástýring Innbyggð iSight vefmyndavél Tvö USB 2.0 tengi Þráðlaust WiFi netkort (801.11n), Bluetooth Allt að 7 klst rafhlöðu ending Aðeins 2.13 kg Verð: 199.990 kr. Afgreiðslutími: Mán. til fös. 10-18 og lau. 12-16 Apple búðin Sími 512 1300 Laugavegi 182 www.epli.is Með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Tilboð gilda til 1. apríl, eða meðan birgðir endast. Tilboð: 189.990,- kr.* Fermingar tilboð í verslun iPod touchiPod nano Allt í einu tæki Geymir allt að 14.000 lög iPod Þráðlaust net (WiFi) Leikjatölva Vídeóspilari Vegur aðeins 115g 64GB32GB8GB Geymir allt að 4000 lög Vegur aðeins 36,4g Upptökumyndavél FM útvarp 7 litir....... 16GB8GB Geymir allt að 1000 lög Vegur aðeins 10,7g 5 litir..... 2GB 4GB iPod shuffle Verð frá: 14.990,- Verð frá: 39.990,- Verð frá: 52.990,- Söng- og leikkonan Hilary Duff er í óða önn að undirbúa brúð- kaup sitt sem verður haldið síðar á árinu. Duff trúlofaðist hokkí- spilaranum Mike Comrie í síð- asta mánuði eftir að hafa verið með honum í tvö ár. „Við viljum að athöfnin verði lítil í sniðum. Mike segir bara: „Hvað sem þú vilt“,“ sagði Duff yfir sig hamingjusöm. „Ég vil að athöfnin verði hefð- bundin. Hún má ekki vera of stór eða yfirþyrmandi vegna þess að ég er svo lítil sjálf. Ef ég verð í stór- um kjól lít ég bara út eins og risa- stór kaka.“ Mike fór á skeljarnar og bað Hilary í rómantískri ferð til Hawaii og dró á fingur hennar tólf karata hring sem kostaði um 120 milljónir króna. Undirbýr brúðkaup HILARY DUFF Söng- og leikkonan er að undirbúa brúðkaup sitt og skemmtir sér vel við undirbúninginn. Hljómsveitin Amadou & Mariam frá Malí spilar á opnunartónleikum Listahátíðar Reykjavíkur í Laugar- dalshöll 12. maí. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að sveitin kæmi fram hér á landi í vor og nú hefur það verið staðfest. Amadou & Mari- am var stofnuð af hjónunum Amad- ou Bagayoko og Mariam Doumbia sem eru bæði blind. Hljómsveit þeirra hefur vakið heimsathygli fyrir einstakan og líflegan tónlist- arbræðing sinn þar sem rafmagns- gítarar, kúbverskir lúðrar, egypsk- ar ney-flautur, sýrlenskar fiðlur og margvísleg ásláttarhljóðfæri koma við sögu. Ferill sveitarinnar spann- ar yfir þrjá áratugi og á síðustu árum hafa þau unnið með Damon Albarn og David Gilmour úr Pink Floyd og hitað upp fyrir Blur og Coldplay. Þau voru einnig fengin til að semja þemalag HM í fótbolta í Þýskalandi 2006. Miðasala á tón- leikana er hafin á Listahatid.is og Midi.is. Amadou á Listahátíð Spjallþáttastjórnandinn fyrrver- andi Conan O´Brien ætlar að ferð- ast um Norður-Ameríku með nýja grínsýningu þar sem uppistand og tónlistaratr- iði verða á dag- skránni. Með í för verður aðstoðar- maður Conans, Andy Richter, og húshljómsveitin hans fyrrverandi út Tonight Show- þáttunum. Sýn- ingin heitir Bannað að vera fynd- inn í sjónvarpi-ferðalagið og er tilvísun í þá staðreynd að hann má ekki koma fram í sjónvarpi fyrr en 1. september. Var það liður í starfslokasamningi hans við NBC- sjónvarpsstöðina sem hljóðaði upp á 32,5 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða króna. Conan með grínsýningu CONAN O´BRIEN > VÉLMENNI Í NÆSTU MYND Næsta verkefni Stevens Spielberg sem leikstjóra verður hugsanlega vís- indaskáldsögumyndin Robopoca- lypse. Myndin verður byggð á óútgefinni bók eftir Daniel H. Wilson og fjallar um baráttu mannkyns gegn upp- risu vélmenna. Síðasta mynd- in sem Spielberg leikstýrði var um ævintýri teiknimyndahetj- unnar Tinna sem kemur í bíó í desember á næsta ári. AMADOU & MARIAM Hjónin frá Malí spila á opn- unartónleikum Listahátíðar Reykjavíkur 12. maí. Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Laga- listans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plöt- una og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi laga- listans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlist- arverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíð- ina, en nú er hún farin að heyr- ast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á mús- íkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is Dikta sigrar Ísland VINSÆLASTIR Dikta er vinsælasta hljómsveit landsins og hefur nánast einokað vin- sældalista landsins á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikstjórinn James Cameron og framleiðandinn Fox eru í við- ræðum um að endursýna stór- myndina Avatar í þrívíddarbíó- um í sumar. Í myndinni verða atriði sem komumst ekki í frum- útgáfuna. Hugsunin á bak við endursýninguna er að myndin hefði fengið ennþá meiri aðsókn í þrívíddarsölum ef Lísa í Undralandi hefði ekki komið í bíó 5. mars og yfirtekið þá alla. Til eru um fjörutíu mínútur af aukaefni sem lentu á klippiborð- inu áður en Avatar var frum- sýnd í desember. Avatar snýr aftur í bíóMúsíktilraunirnar hefjast á mánudag- inn og eru nú haldnar í 28. skipti. Böndin 41 munu spila tvö frumsamin lög á band á fjórum kvöldum, mánudags, þriðju- dags, miðvikudags og fimmtudagskvöld - og fara öll þessi undanúrslitakvöld fram í Íslensku óperunni. Úrslitakvöld- ið sjálft verður síðan haldið í Hafn- arhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, 27. mars. Hljómsveitirnar sem skráðar eru til keppni bera hin ýmsustu nöfn, má þar á meðal nefna hljómsveitirnar Heimska en samt sexý gospelbandið, Snjólugt, Dólgarnir, Vangaveltur, Silent Shoelace, Íslenska Hljómsveitin, Siðrof og Fimbulþul. Einnig taka hljómsveit- irnar Bakkabræður og Lækjarbræður báðar þátt. Árni Matthíasson er formað- ur dómnefndar að vanda og verðlaunin eru eðalfín. Ber þar hæst 20 hljóðvers- tíma í hljóðverinu Sundlauginni, ásamt hljóðmanni. Tilraunir í næstu viku BRÓÐIR SVARTÚLFS Unnu Músíktilraunir í fyrra. N O R D IC PH O TO S/G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.