Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 82

Fréttablaðið - 13.03.2010, Page 82
46 13. mars 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is MacBook 13” 2,26GHz Intel Core 2 Duo 2GB innra minni 250GB harður diskur NVIDIA GeForce 9400M 256MB skjástýring Innbyggð iSight vefmyndavél Tvö USB 2.0 tengi Þráðlaust WiFi netkort (801.11n), Bluetooth Allt að 7 klst rafhlöðu ending Aðeins 2.13 kg Verð: 199.990 kr. Afgreiðslutími: Mán. til fös. 10-18 og lau. 12-16 Apple búðin Sími 512 1300 Laugavegi 182 www.epli.is Með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Tilboð gilda til 1. apríl, eða meðan birgðir endast. Tilboð: 189.990,- kr.* Fermingar tilboð í verslun iPod touchiPod nano Allt í einu tæki Geymir allt að 14.000 lög iPod Þráðlaust net (WiFi) Leikjatölva Vídeóspilari Vegur aðeins 115g 64GB32GB8GB Geymir allt að 4000 lög Vegur aðeins 36,4g Upptökumyndavél FM útvarp 7 litir....... 16GB8GB Geymir allt að 1000 lög Vegur aðeins 10,7g 5 litir..... 2GB 4GB iPod shuffle Verð frá: 14.990,- Verð frá: 39.990,- Verð frá: 52.990,- Söng- og leikkonan Hilary Duff er í óða önn að undirbúa brúð- kaup sitt sem verður haldið síðar á árinu. Duff trúlofaðist hokkí- spilaranum Mike Comrie í síð- asta mánuði eftir að hafa verið með honum í tvö ár. „Við viljum að athöfnin verði lítil í sniðum. Mike segir bara: „Hvað sem þú vilt“,“ sagði Duff yfir sig hamingjusöm. „Ég vil að athöfnin verði hefð- bundin. Hún má ekki vera of stór eða yfirþyrmandi vegna þess að ég er svo lítil sjálf. Ef ég verð í stór- um kjól lít ég bara út eins og risa- stór kaka.“ Mike fór á skeljarnar og bað Hilary í rómantískri ferð til Hawaii og dró á fingur hennar tólf karata hring sem kostaði um 120 milljónir króna. Undirbýr brúðkaup HILARY DUFF Söng- og leikkonan er að undirbúa brúðkaup sitt og skemmtir sér vel við undirbúninginn. Hljómsveitin Amadou & Mariam frá Malí spilar á opnunartónleikum Listahátíðar Reykjavíkur í Laugar- dalshöll 12. maí. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að sveitin kæmi fram hér á landi í vor og nú hefur það verið staðfest. Amadou & Mari- am var stofnuð af hjónunum Amad- ou Bagayoko og Mariam Doumbia sem eru bæði blind. Hljómsveit þeirra hefur vakið heimsathygli fyrir einstakan og líflegan tónlist- arbræðing sinn þar sem rafmagns- gítarar, kúbverskir lúðrar, egypsk- ar ney-flautur, sýrlenskar fiðlur og margvísleg ásláttarhljóðfæri koma við sögu. Ferill sveitarinnar spann- ar yfir þrjá áratugi og á síðustu árum hafa þau unnið með Damon Albarn og David Gilmour úr Pink Floyd og hitað upp fyrir Blur og Coldplay. Þau voru einnig fengin til að semja þemalag HM í fótbolta í Þýskalandi 2006. Miðasala á tón- leikana er hafin á Listahatid.is og Midi.is. Amadou á Listahátíð Spjallþáttastjórnandinn fyrrver- andi Conan O´Brien ætlar að ferð- ast um Norður-Ameríku með nýja grínsýningu þar sem uppistand og tónlistaratr- iði verða á dag- skránni. Með í för verður aðstoðar- maður Conans, Andy Richter, og húshljómsveitin hans fyrrverandi út Tonight Show- þáttunum. Sýn- ingin heitir Bannað að vera fynd- inn í sjónvarpi-ferðalagið og er tilvísun í þá staðreynd að hann má ekki koma fram í sjónvarpi fyrr en 1. september. Var það liður í starfslokasamningi hans við NBC- sjónvarpsstöðina sem hljóðaði upp á 32,5 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða króna. Conan með grínsýningu CONAN O´BRIEN > VÉLMENNI Í NÆSTU MYND Næsta verkefni Stevens Spielberg sem leikstjóra verður hugsanlega vís- indaskáldsögumyndin Robopoca- lypse. Myndin verður byggð á óútgefinni bók eftir Daniel H. Wilson og fjallar um baráttu mannkyns gegn upp- risu vélmenna. Síðasta mynd- in sem Spielberg leikstýrði var um ævintýri teiknimyndahetj- unnar Tinna sem kemur í bíó í desember á næsta ári. AMADOU & MARIAM Hjónin frá Malí spila á opn- unartónleikum Listahátíðar Reykjavíkur 12. maí. Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Laga- listans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plöt- una og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi laga- listans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlist- arverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíð- ina, en nú er hún farin að heyr- ast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á mús- íkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is Dikta sigrar Ísland VINSÆLASTIR Dikta er vinsælasta hljómsveit landsins og hefur nánast einokað vin- sældalista landsins á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikstjórinn James Cameron og framleiðandinn Fox eru í við- ræðum um að endursýna stór- myndina Avatar í þrívíddarbíó- um í sumar. Í myndinni verða atriði sem komumst ekki í frum- útgáfuna. Hugsunin á bak við endursýninguna er að myndin hefði fengið ennþá meiri aðsókn í þrívíddarsölum ef Lísa í Undralandi hefði ekki komið í bíó 5. mars og yfirtekið þá alla. Til eru um fjörutíu mínútur af aukaefni sem lentu á klippiborð- inu áður en Avatar var frum- sýnd í desember. Avatar snýr aftur í bíóMúsíktilraunirnar hefjast á mánudag- inn og eru nú haldnar í 28. skipti. Böndin 41 munu spila tvö frumsamin lög á band á fjórum kvöldum, mánudags, þriðju- dags, miðvikudags og fimmtudagskvöld - og fara öll þessi undanúrslitakvöld fram í Íslensku óperunni. Úrslitakvöld- ið sjálft verður síðan haldið í Hafn- arhúsinu, Listasafni Reykjavíkur, 27. mars. Hljómsveitirnar sem skráðar eru til keppni bera hin ýmsustu nöfn, má þar á meðal nefna hljómsveitirnar Heimska en samt sexý gospelbandið, Snjólugt, Dólgarnir, Vangaveltur, Silent Shoelace, Íslenska Hljómsveitin, Siðrof og Fimbulþul. Einnig taka hljómsveit- irnar Bakkabræður og Lækjarbræður báðar þátt. Árni Matthíasson er formað- ur dómnefndar að vanda og verðlaunin eru eðalfín. Ber þar hæst 20 hljóðvers- tíma í hljóðverinu Sundlauginni, ásamt hljóðmanni. Tilraunir í næstu viku BRÓÐIR SVARTÚLFS Unnu Músíktilraunir í fyrra. N O R D IC PH O TO S/G ETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.