Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 86
50 13. mars 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin besti leikmaður Mountain West deildarinnar og um helgina verður hún í eldlínunni með TCU í úrslitakeppni deildarinnar sem er haldin í Las Vegas, skemmtanahöfuðborg heimsins. „Það er líklegt að sumir gætu ekki haldið einbeitingu, en þegar þú ert búin að vinna fyrir einhverju svona lengi eins og við höfum gert þá held ég ekkert geti stoppað það. Vegas er flott borg, og það er rosalega gaman að vera þar, vonandi vinnum við þetta allt saman og getum notið þess af alvöru,“ segir Helena sem átti 22 ára afmæli á fimmtudaginn. „Ég á alltaf afmæli í miðri úrslitakeppni þannig að ég er orðin svoldið vön að það sé lagt til hliðar þangað til seinna. Ætla mér bara að vinna og halda uppá það á laugardaginn,“ segir Helena en úrslitaleikurinn fer fram í nótt takist TCU að fara alla leið. „Við höfum ekki komist lengra en í fjögurra liða úrslitin síðan ég kom hingað. Núna komumst við sjálfkrafa þangað með því að vinna deildina, og þurfum því bara tvo sigra til að vinna þetta,“ segir Helena en hún var mjög ánægð með vera valin best. „Þetta er nátt- úrulega alveg svakalegur heiður. Mér finnst ég samt eiga mikið inni þannig að þetta ýtir bara undir sjálfstraustið og kraftinn til þess að halda áfram á hverjum degi að reyna að verða betri,“ segir Helena sem segir þetta vera stærstu viður- kenninguna á ferlinum til þessa en að hún gera sér betur grein fyrir þýðingu hennar eftir tímabili því nú sé hún að einbeita sér að úrslitakeppninni. „Með því að vinna úrslitakeppnina, þá komumst við sjálfkrafa inní NCAA og að komast inní NCAA er aðal- markmið TCU á hverju ári. Við þurfum að spila okkar leik. Þegar við spilum eins og við getum, erum einbeittar, spilum af hörku og saman þá getur ekkert lið í þessari deild stöðvað okkur,“ segir Helena að lokum. HELENA SVERRISDÓTTIR: 22 ÁRA AFMÆLISDAGURINN Í MIÐRI ÚRSLITAKEPPNI Í LAS VEGAS Það er líklegt að sumir gætu ekki haldið einbeitingu > Blikar safna peningum Kaup Blika á Guðmundi Péturssyni leiddu til þess að stuðningsmenn Blika ákváðu að standa fyrir fjársöfnun til handa knattspyrnudeildinni. Blikar urðu á endanum að greiða meira fyrir Guðmund en þeir voru til í að gera í fyrstu. KR hafði tekið tilboðum frá Val og FH en Blikar jöfnuðu það tilboð á elleftu stundu sem var ánægjulegt fyrir Guðmund enda vildi hann spila í Kópavogi. Blikar segja að það hafi verið til peningar fyrir Guðmund en fagna framtakinu. Hægt er að fá frekari upp- lýsingar um fjársöfnunina á vefsíðunni blikar.is. IE-deild karla: Stjarnan-KR 87-88 (49-30) Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 22, Justin Shouse 18, Djorde Pantelic 17, Magnús Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar Freyr Helgason 5, Birkir Guðlaugsson 3, Ólafur Sigurðsson 3. Stig KR: Brynjar Björnsson 32, Fannar Ólafsson 17, Morgan Lewis 13. Tommy Johnson 9, Jón Orri Kristjánsson 5, Pavel Ermolinskij 5, Skarphéðinn Ingason 4, Darri Hilmarsson 2, Steinar Kaldal 1. Snæfell-Grindavík 88-98 (41-32) Stigahæstir hjá Snæfelli: Sean Burton 24, Sigurður Þorvaldsson 19, Jón Ólafur Jónsson 17, Hlynur Bæringsson 16. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 24, Arnar Freyr Jónsson 20, Darrell Flake 16. Fjölnir-ÍR 89-90 (42-40) Stig Fjölnis: Christopher Smith 27, Magni Hafsteinsson 18, Tómas Heiðar Tómasson 12, Ægir Þór Steinarsson 12, Sindri Kárason 6, Níels Dungal 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Jón Sverrisson 4. Stig ÍR: Nemanja Sovic 23, Steinar Arason 20, Robert Jarvis 17, Hreggviður Magnússon 16, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 4. STAÐAN: KR 20 17 3 1875-1617 34 Keflavík 20 15 5 1862-1582 30 Grindavík 20 15 6 1868-1612 30 Njarðvík 20 14 6 1770-1554 28 Snæfell 20 13 7 1888-1682 26 Stjarnan 20 13 7 1696-1614 26 ÍR 20 7 13 1679-1822 14 Hamar 20 7 13 1686-1771 14 Tindastóll 20 7 13 1654-1789 14 Fjölnir 20 6 13 1506-1658 12 Breiðablik 20 5 15 1555-1816 10 FSu 20 1 19 1502-2023 2 N1-deild karla: Akureyri-Stjarnan 36-21 (21-12) Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 6/1 (11) 55%. Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir). Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn). Utan vallar: 14 mín. Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1). Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14% Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel). Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel). Utan vallar: 8 mín. ÚRSLIT FÓTBOLTI Keppni í norsku úrvals- deildinni fer af stað um helgina. Veigar Páll Gunnarsson er kom- inn aftur til Stabæk eftir dvölina í franska fótboltanum. „Ég ætla að sýna það og sanna að Nancy hafði rangt fyrir sér,” sagði Veigar Páll í viðtali við norska fjölmiðla. Hann fékk fá tækifæri hjá Nancy. Veigar varð hinsvegar meistari með Stabæk þegar hann lék síðast með liðinu. „Ég hafði ekkert sjálfstraust þegar ég var í Frakklandi en ég ætla að sýna það að ég get þetta ennþá og vonandi hefur fólk ekki misst trúna á mig. Ég hef lagt mikið á mig til að koma sterk- ur til baka,” segir Veigar Páll en hann segist vera ánægður ef að Stabæk nær fjórða sætinu á þessu tímabili. - óój Veigar Páll Gunnarsson: Ætla að sýna að ég get þetta VEIGAR Í landsleik. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka. Halldór þekkir vel til hjá Haukum enda vann hann sex Íslandsmeistaratitla með félaginu sem leikmaður og var fyrirliði liðsins í mörg ár. Halldór mun taka við Hauka- liðinu af Aroni Kristjánssyni sem tekur við þýska liðinu Hannover Burgdorf næsta sumar. Hafnar- fjarðarliðið trónir á toppi N1- deildarinnar og varð á dögunum bikarmeistari. Samningur Halldórs við Hauka er til þriggja ára. - egm Arftaki Arons er fundinn: Halldór næsti þjálfari Hauka N1 Deildin KONUR Laugardagur KA heimili Digranes Víkin KA/Þór - FH HK - Haukar Víkingur - Stjarnan 15:00 16:00 16:00 2009 - 2010 HANDBOLTI Gríðarlegur styrk- leikamunur var á Akureyri og Stjörnunni í leik liðanna í N-1 deild karla í handbolta í gær. Stjörnu- menn litu út eins og smástrákar við hliðina á Akureyringum sem niðurlægðu Garðbæinga. Lokatöl- ur 36-15. „Þetta var eins og létt æfing,“ sagði Oddur Gretarsson í leikslok, besti maður vallarins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn reyndar vel, voru yfir 4-6 og stað- an var jöfn í 10-10. Þá gerðist eitt- hvað hjá gestunum. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og misstu boltann ítrekað í sókninni. Akureyringar gengu á lagið og náðu upp átta marka forystu sem lagði grunninn að öruggum sigri. Ótrúlegur kafli sem stóð yfir í rúmar tíu mínútur. Staðan var 20- 12 í hálfleik. Akureyringar náðu strax tíu marka forystu í upphafi seinni hálfleiks. Maður hafði það á til- finningunni að leikmenn vildu bara klára leikinn og komast í helgarfrí. Stjörnumenn gerðu aldrei atlögu að Akureyringum. Enda engin ástæða til, sigur þeirra var aldrei í hættu. Það segir margt um að liðið átti mikið inni en vann samt með 15 marka mun, 36-21. Akureyri er í öðru sæti deildar- innar eftir leikinn. Ungir strákar spreyttu sig mikið í gær og stóðu sig vel. Stöðugleika skortir þó í lykilmenn liðsins en það getur vel gert góða hluti eins og það hefur þegar sýnt. Góður leikur Svavars í marki Stjörnunnar kom í veg fyrir frek- ari niðurlægingu þeirra. „Við gerðum alltof mörg mistök og stóðum ekki vörnina. Við hent- um þessu frá okkur í fyrri hálf- leik,“ sagði Tandri Konráðsson, Stjörnumaður. - hþh Akureyri valtaði yfir slaka Stjörnumenn í N-1 deild karla í gær: Var bara eins og létt æfing KÖRFUBOLTI Það ætlaði allt um koll að keyra meðal KR-inga í Ásgarði í gær eftir að þeir unnu ævintýra- legan sigur á þessum erfiða úti- velli. Stærstan hluta leiksins leit þetta vægast sagt vandræðalega út fyrir þá. Þeir voru kafsigldir af heimamönnum en gáfust þó ekki upp. Tuttugu stigum undir fyrir síðasta leikhluta náðu þeir einum ótrúlegasta endaspretti sem und- irritaður hefur séð. Á síðustu tveimur og hálfri mín- útu leiksins skoraði KR 14-0 og vann á endanum sigur með einu stigi, úrslitin 87-88. „Við tókum bara áhættu og hleyptum leiknum upp,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálf- ari KR, í leikslok. „Þetta er með sætustu sigrum sem ég hef unnið. Við vorum nánast niðurlægðir í fyrri hálfleik og það fór í skapið á mér og öðrum. En við komum til baka og sýndum úr hverju við erum gerðir.“ Stjörnumenn mættu gríðarlega kraftmiklir til leiks og KR-ingar áttu engin svör í vörninni. Staðan var 22-16 eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn áttu þann annan með húð og hári og staðan 49-30 í hálf- leik. Garðbæingar voru að leika frábærlega, sýndu sínar bestu hliðar. Á móti var mikil deyfð yfir gestunum, boltinn gekk ekki milli þeirra og stemningin var algjör- lega á hlið Stjörnunnar. „Hvaða aumingjaskapur er í gangi?“ öskr- aði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, bálreiður að varamannabekk Vest- urbæinga. Mesta lífið í KR-ingum áður en þeir héldu til búningsherbergja í hálfleik var þegar leiktíminn var runninn út og ganga þurfti á milli Jovan Zdravevski og Tommy John- son. Mikill hiti var í mönnum og lá við slagsmálum eftir að Jovan klappaði Tommy létt á kollinn eftir að hafa sett niður þrist. KR-ingar náðu ekki að saxa á forskotið í þriðja leikhlutanum og Stjarnan náði mest 23 stiga forystu. Leikhlutanum lauk með magnaðri þriggja stiga flautu- körfu frá Stjörnumanninum Ólafi Sigurðssyni. Brekkan var þó ekki orðin of brött fyrir KR og Garð- bæingar misstu boltann oft klaufa- lega. Brynjar Björnsson skoraði fallega þriggja stiga körfu og jafn- aði leikinn 87-87 og sigurkarfan kom frá Fannari Ólafssyni á víta- línunni. „Maður er alveg búinn eftir þetta. Ég var brjálaður út í mitt lið í hálfleik en það sýndi svo kar- akter. Þetta var yndislegt og ég er í sigurvímu. Þetta er góður und- irbúningur fyrir úrslitakeppnina“ sagði Páll eftir leikinn. En hvað breyttist hjá liðinu undir lokin? „Við jukum hraðann í leiknum og fórum að pressa miklu meira en við gerðum áður. Við töl- uðum um þetta fyrir leikinn en náðum ekki að koma því í gang. Okkur tókst svo að koma boltan- um úr höndunum á Justin (Shouse) og við fórum þar með að stjórna leiknum,” sagði Páll. Brynjar Þór Björnsson skoraði 32 stig fyrir KR og Fannar Ólafs- son 17 auk þess sem sá síðarnefndi tók 11 fráköst. Zdravevski var stigahæstur heimamanna með 22 stig og tók að auki 10 fráköst. Garðbæingar hljóta að velta því fyrir sér hvað gerðist eiginlega í síðasta leikhlutanum en þeir misstu frá sér unnin leik á ótrúleg- an hátt. Það hefði þurft ansi færan rithöfund til að skrifa handritið að því sem átti sér stað í Garðabæn- um í gær. elvargeir@frettabladid.is Lygileg endurkoma hjá KR Allir í Ásgarði voru búnir að afskrifa leikmenn KR í gær nema þeir sjálfir. Fyrir síðasta leikhlutann var Stjarnan 20 stigum yfir en þá hófst ótrúleg atburðarás. FLOTTUR MEÐ MOTTUNA Brynjar Björnsson var stigahæstur í gær með 32 stig en hann tekur virkan þátt í krabbameinsátakinu og skartar myndarlegri mottu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.