Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 24
24 13. mars 2010 LAUGARDAGUR
D
ómurinn yfir fimm
mönnum, sem fyrr
í vikunni voru
dæmdir í fimm ára
fangelsi hver fyrir
mansal, varpar
nokkru ljósi á harðan heim, sem er
orðinn til hér á landi en er fram-
andi í augum flestra landsmanna.
Framganga mannanna, sem hafa
ekki einu sinni reynt að hylja andlit
sín eins og flestir sem leiddir eru
fyrir dómara, heldur glotta fram-
an í myndavélarnar, er hugsanlega
ekki til marks um sakleysi þeirra,
heldur forherðingu.
S a m k v æ m t h æ t t u m a t i
greiningardeildar ríkislögreglu-
stjóra sem lagt var fram í mansals-
málinu og Fréttablaðið hefur undir
höndum útdrátt úr, heldur fjöldi
harðsvíraðra glæpamanna frá Lit-
háen til hér á landi. Þessir menn
hika ekki við að beita grófu ofbeldi
telji þeir stöðu sinni eða hagsmun-
um ógnað. Þeir halda uppi skipu-
lagðri glæpastarfsemi og tengjast
glæpagengjum í Litháen, sem einn-
ig láta til sín taka erlendis. Man-
salsdómurinn staðfestir að glæpa-
menn halda fólki í ánauð á Íslandi.
Austur-evrópskir glæpahópar
flytja menn hingað til lands gagn-
gert til þess að fremja afbrot.
Fréttablaðið hefur rætt við
ýmsa aðila innan löggæslunnar
sem fylgst hafa með þessari þróun
starfa sinna vegna og lýsa veruleg-
um áhyggjum af stöðunni.
Það er samdóma álit þeirra
sem Fréttablaðið hefur rætt við
að alþjóðleg glæpastarfsemi hér
sé ekki eins alvarleg og á hinum
Norðurlöndunum, sér í lagi í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð. Hins
vegar koma alþjóðlegir glæpa-
hringir við sögu í fíkniefnamál-
um, bæði varðandi innflutning
og framleiðslu, skipulögðu vændi,
handrukkunum, mansali og kúgun-
um ýmiss konar.
Bent er á að mansal er ekki ein-
vörðungu fólgið í kynlífsþrælkun,
heldur einnig að fólk sé flutt hingað
til lands til að stunda atvinnu og svo
er skuldin „endalaus“. Viðkomandi
nýtur einungis lítils hluta af launa-
tekjum sínum og þarf árum saman
að greiða ferðakostnað og þóknun
fyrir starfið. Einstaklingurinn er í
raun ekki frjáls ferða sinna.
Ljóst er talið að íslenskir brota-
menn hafa aukið samstarf sitt við
erlenda aðila varðandi fíkniefna-
innflutning, eins og sjá má af þeim
stóru málum sem upp hafa komið.
Flest burðardýr eru af erlendum
uppruna og eiga að vera í samskipt-
um við einhverja hér.
Mikill ótti hindrun
Þegar mansalsmálið á Suðurnesj-
um kom upp var áætlun fyrir fórn-
arlömb mansals, sem hafði verið
samþykkt af ríkisstjórn, í fyrsta
sinn hrint í framkvæmd. Meiri
áhersla var lögð á að vernda meint
fórnarlamb en almennt gerist og
krafðist það bæði mannafla og
fjármuna. Málið var umfangsmik-
ið í rannsókn og mikill ótti vitna
og meints fórnarlambs var nokkur
hindrun.
Hin nýja áætlun reyndi fyrst og
fremst á stuðning við meint fórnar-
lamb og að tryggður væri dvalar-
réttur konunnar hérlendis.
Önnur nýjung sem til kom vegna
mansalsmálsins var hættumat sem
greiningardeild Ríkislögreglu-
stjóra vann. Matið laut meðal ann-
ars að öryggi meints fórnarlambs
og tveggja vitna og var lagt fram
í framsalsmálinu. Það náði einnig
til annarra landa. Hættumat hefur
einnig verið notað í tengslum við
frávísanir og brottvísanir Vítis-
engla frá Íslandi.
Tengsl við skipulagða glæpahópa
Lögregla hefur vitneskju um að
Litháarnir sem eru í brotastarf-
semi hér á landi séu með tengsl við
Íslendinga, en ekki hefur tekist að
sanna að þeir Íslendingar sem um
ræðir séu brotamenn.
Þá eru fyrir hendi nokkuð áreið-
anlegar ábendingar um tengsl man-
salsmannanna við litháískar deild-
ir mafíunnar.
Hins vegar eru svo til að mynda
pólsk gengi sem hafa komið hing-
að til lands gagngert til þess að
brjóta af sér, einkum með innbrot-
um og þjófnuðum. Hvað varðar
tengsl þessara manna við heima-
landið virðist ekki hægt að tala
um þaulskipulagða mafíu, heldur
er sagt að þar séu margar sjálf-
stæðar glæpaklíkur. Það virðist þó
almennt viðurkennt að starfsem-
inni sé stjórnað af tveimur megin-
hópum þar í landi.
Sögusagnir hafa verið um að
erlendar glæpaklíkur sendi menn
hingað til lands til hefnda, en ekk-
ert hefur verið staðfest um það í
rannsóknum lögreglu.
Fórnarlömb send milli landa
Algengt er að fórnarlömb man-
sals séu send á milli staða innan-
lands og milli landa þar sem tími
þeirra á hverjum stað er takmark-
aður. Fyrir vikið verður lögregla
oft að hafa skjótar hendur ef tak-
ast á að hafa hendur í hári glæpa-
mannanna, sem versla með fólk.
Lögreglulið í Evrópulöndum hafa
með sér mikla samvinnu í málum
sem tengjast skipulagðri glæpa-
starfsemi en þau mál eru yfirleitt
erfið í sönnun vegna hræðslu fórn-
arlamba og mögulegra vitna.
Litháísk yfirvöld höfðu hafið
rannsókn á mansali í heima-
landinu. Aukinn kraftur er boð-
aður í þeirri rannsókn eftir að
mansalsmálið með litháíska
fórnarlambinu kom upp hér á
landi. Enn hefur þó enginn verið
handtekinn ytra vegna rannsókn-
arinnar svo vitað sé.
Viðbúnaður lögreglu hefur verið
aukinn vegna vísbendinga um vax-
andi skipulagða glæpastarfsemi
hér á landi. Verið er að herða eftir-
lit með landamærum, starfsmenn
lögreglu hafa verið sendir á nám-
skeið erlendis og meiri viðbúnað-
ur er gagnvart mögulegu mansali
í kjölfar mansalsmálsins á Suð-
urnesjum. Ekki fæst uppgefið í
hverju sá viðbúnaður er fólginn.
Ásókn Hells Angels
Meðlimir glæpasamtakanna Hells
Angels hafa sótt mjög hingað til
lands, eins og kunnugt er.
Yfirvöld óttast nú að samtökin
reyni meðal annars að fjárfesta
hér í löglegum fyrirtækjum til að
þvætta fjármuni. Bent er á þróun
af þessu tagi sem orðið hefur í
nágrannalöndunum. Talið er að
samtökin reyni að koma ár sinni
fyrir borð með sama hætti hér.
Aðferðir Vítisenglanna eru sagðar
mjög mismunandi eftir því hvort
þeir eru á handrukkaramarkaði
eða í fíkniefna- eða vændisstarf-
semi. Innlendir klúbbar, sem
fyrir eru í viðkomandi löndum,
hafa sóst eftir að gerast meðlimir
í Hells Angels. Klúbbur í viðkom-
andi landi, sem kominn er í sam-
tökin, starfar sem eining í þeim
í viðkomandi landi og þá í ofan-
greindum brotaflokkum.
Fjöldi harðsvíraðra erlendra
glæpamanna heldur til hér
Austur-evrópskir glæpahópar flytja menn hingað til lands gagngert til þess að fremja afbrot. Sumir þeirra hika ekki við að beita
grófu ofbeldi telji þeir stöðu sinni eða hagsmunum ógnað. Fréttablaðið skoðaði skipulagða glæpastarfsemi hér á landi.
MANSALSMENN FYRIR DÓMI Það vakti sérstaka athygli þegar mansalsmennirnir fimm voru leiddir til þingfestingar á mansalsmálinu. Ekki var að sjá að þeir kviðu niðurstöðu
dómsins, sem varð fimm ára fangelsi á hvern þeirra.
„Ég myndi kannski ekki orða það
þannig að hér væri skeytingarleysi
eða umburðarlyndi gagnvart skipu-
lagðri glæpastarfsemi,“ segir Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra um
ástæður stöðunnar hér.
„Lögregluyfirvöld eru mjög vel
meðvituð um að berjast þurfi gegn
slíkri vá hér á landi, og hafa verið
það um nokkra hríð. En það þarf
að fræða bæði stjórnmálamenn og
almenning betur um það sem er
að gerast því að fæstir verða sem
betur fer varir við þessa hluti í sínu
daglega lífi. Dómsmálaráðuneytið
og lögreglan geta ekki verið ein í
þessari baráttu. Ég tel að hér þurfi
að ríkja almennur skilningur á því
að þetta sé raunveruleg ógn í okkar
samfélagi en það gerist ekki án þess
að veittar séu upplýsingar um það
sem er hér að gerast, að því marki
sem löggæsluyfirvöldum er það
unnt.“
Ráðherra segir lögreglu hafa af
miklum metnaði ráðið við þau atvik
sem upp hafa komið hingað til en
biðji um frekari heimildir til að geta
betur tekist á við málin. Ráði þar
ekki síst sú þróun sem óttast sé að
verði hér á landi.
„ Forvirkar rannsóknarheimildir
hafa verið nefndar. Einnig bann
við því að Vítisenglar stofni samtök
á Íslandi. Það er til athugunar í
ráðuneytinu hvað þurfi til svo beita
megi stjórnarskrárákvæðinu um að
leysa megi upp félög með ólög-
mætan tilgang,“ útskýrir Ragna sem
undirstrikar að vitaskuld þurfi að
vanda til verka því að félagafrelsið sé
eitt þeim grundvallarréttindum sem
stjórnskipun okkar verndi.
„Ég lít svo á að við Íslendingar
séum í annarri stöðu en nágranna-
lönd okkar þar sem slík samtök
hafa fest rætur og starfað um hríð;
þau hafa ekki náð að slá sér niður
hér og því hljótum við að hafa betri
möguleika til að berjast gegn þeim
en aðrir. Við bara verðum að gera
það, við megum ekki gefast upp. Hér
á umburðarlyndi ekki við.
Ég hef hins vegar varað við því
að menn einblíni á bann sem einu
lausnina við vandanum. Við verðum
að huga að fleiri aðgerðum og því
hef ég lagt upp með að sett verði
upp aðgerðaáætlun þar sem fram
kemur heildstæður pakki með
aðgerðum gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi. Vonast ég til að slíkur
pakki verði tilbúinn með vorinu.“
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, for-
maður Lögreglustjórafélags Íslands,
bendir á að lögreglan, eins og allir
aðrir í ríkisgeiranum, sé með minna
fjármagn til ráðstöfunar í kjölfar
kreppunnar.
„ Þrátt fyrir það tel ég að lög-
reglan sé ágætlega í stakk búin til
að takast á við þessa nýju stöðu,“
segir hún. „Við erum nú með alla
lögreglumenn fullmenntaða úr Lög-
regluskóla ríkisins, mikið hefur verið
um erlent samstarf og tengsla-
myndun lögreglu landa á milli, sér
í lagi auðvitað við Norðurlöndin
og búum við að því. Þá höfum
við fengið mikinn styrk af því að
hafa fulltrúa Íslands hjá Europol,
þar sem við erum nú þátttakend-
ur í evrópskum vinnuhópum um
skipulagða glæpastarfsemi og allar
boðleiðir eru mun styttri.
Styrkur er að kortlagningu
greiningardeildar á skipulagðri
glæpastarfsemi og alþjóðadeild og
sérsveit hafa veitt mikla aðstoð.
Samstarf hefur einnig gengið mjög
vel á milli lögregluumdæma og
upplýsingamiðlun hefur aukist
verulega. Almennt má segja
að bæði almennir lögreglumenn og
rannsóknarlögreglumenn alls staðar
á landinu séu vel í stakk búnir til að
sinna verkefnum í breyttu umhverfi.
SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR
Formaður Lögreglustjórafélags Íslands
RAGNA ÁRNADÓTTIR
Dómsmálaráðherra
AÐGERÐAPAKKI GEGN GLÆPASTARFSEMI