Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 28
 20. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR Næsti kynningarfundur um MBA-námið verður mánudaginn 3. maí kl. 11.40–12.30, í stofu 101. Return on Strategy Á undan námskynningunni, eða milli 10.30 og 11.30, heldur Flemming Poulfelt, prófessor við CBS í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School), fyrirlestur í stofu 104. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Return on Strategy. Þar fjallar Poulfelt um framkvæmd nýrra viðskiptamódela sem fela í sér óvenjulega þætti, nýja sýn eða áætlanir án fordæma. Hann skoðar ástæður á bak við gott og slæmt gengi fyrirtækja og hvað þau geta gert til að stefna þeirra skili sem mestum árangri. Fyrirlesturinn er á ensku og öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. Skoraðu á þig og taktu skrefið MBA-nám við Háskóla Íslands Kynningarfundur um MBA-námið miðvikudaginn 21. apríl kl. 11.40–12.30 á Háskólatorgi, stofu 101. www.mba.is PIPA R \TB W A \ SÍA 1 0 0 9 8 9 Um 300 manns hafa lokið MBA námi við Háskóla Íslands und- anfarin ár. Mikil ánægja er með námið sem endurspeglast í litlu brottfalli nemenda. „MBA er stjórnunarnám fyrir fólk sem er annaðhvort stjórnendur eða stefnir á að verða stjórnendur í fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir Eiríkur Hilmarsson, for- stöðumaður MBA-náms við Há- skóla Íslands. „Þetta er nám sem gengur þvert á sérsvið meistaranáms í viðskipta- fræði svo þarna er komið inn á öll helstu sviðin eins og fjármál, reikn- ingsskil, stjórnun, stefnu mótun, mannauðsstjórnun og markaðs- mál,“ segir hann og útskýrir að námið sé skipulagt þannig að fólk geti stundað það meðfram vinnu. Eiríkur segir nemendahópinn mjög öflugan og með fjölbreyttan bakgrunn. Um þriðjungur sé við- skiptafræðimenntaður en hinir komi af sviðum á borð við verk- fræði, bókmenntafræði, listir og allt þar á milli. „Þetta er því fínt tækifæri fyrir þá sem vilja opna nýja möguleika til starfsframa eða vilja skipta um starfsvettvang,“ segir Eiríkur. Flestir nemendur eru um fer- tugt og hafa þar af leiðandi tals- verða reynslu af vinnumarkaðn- um. Þá hafa margir verið stjórn- endur í fjöldamörg ár. „Fólk horfir til þess að geta verið í svo öflug- um hópi,“ telur Eiríkur og bend- ir á að mikið sé lagt upp úr hópa- vinnu sem gagnist verðandi stjórn- endum sem verði að vera færir á því sviði. Námið er mjög vinsælt enda hafa um 300 nemendur farið í gegnum MBA-námið í Háskóla Íslands undanfarin ár. „Þá gerð- um við könnun fyrir ári síðan á ánægju nemenda. Þar kom í ljós að nemar sem höfðu farið í gegnum MBA-námið í HÍ voru gríðarlega ánægðir með það og töldu að það hefði nýst þeim mjög vel í þeirra störfum. Aukið færni þeirra, getu og sjálfstraust.“ Þeir sem mega sækja um MBA- námið þurfa að vera með háskóla- gráðu eða starfsreynslu og nám sem er sambærilegt. Námstím- inn er fjögur misseri og hverju misseri er skipt niður í tvær lotur. Í hverri lotu eru síðan kennd tvö námskeið. „Þrjú fyrstu misserin er farið í gegnum fyrirfram ákveðin námskeið en á fjórða misseri eru valnámskeið sem nemendur velja miðað við sín áhugasvið og þá stefnu sem þeir vilja taka.“ Og hvað kostar námið? „Hvert misseri kostar 650 þúsund krónur,“ segir Eiríkur. Hann viðurkennir að mörgum þyki það dýrt en bendir á að þar sem fólk geti áfram stund- að vinnu verði það ekki fyrir tekju- missi eins og svo margir sem fara í nám. Þá sé einnig hægt að fá námslán. Eiríkur segir námið krefjandi og mikið reyni á nemendur í þessi tvö ár. „Þeir verða því að skipu- leggja tímann vel og hafa gott samráð við sína fjölskyldu. Þetta er þó alls ekki óyfirstíganlegt enda hefur sýnt sig að brottfall nemenda í náminu er nánast ekkert.“ Öflugur hópur nemenda „Þetta er fínt tækifæri fyrir þá sem vilja opna nýja möguleika til starfsframa eða vilja skipta um starfsvettvang,“ segir Eiríkur Hilmarsson, forstöðumaður MBA-náms við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kristinn Óskarsson hóf MBA-nám við Háskóla Íslands árið 2007 og lauk náminu fyrir einu ári. „Ég var búinn að vera kennari í Heiðar- skóla í Keflavík í nokkuð mörg ár og fann hjá mér töluverða þörf til að breyta til,“ segir hann. Kristinn hefur alltaf haft áhuga á mann- legum samskiptum og ákvað því að fara í diplómanám í mann- auðsstjórnun við Endurmenntun HÍ. Námið var þrjár annir sem teknar voru með vinnu. „Að því loknu fann ég að mig skorti aðeins meiri dýpt sérstaklega hvað varð- ar rekstur. Þá fannst mér MBA- námið liggja beinast við.“ Þegar Kristinn er inntur eftir því hvað standi upp úr eftir námið er hann fljótur til svars. „Það er vinskapurinn við bekkjarsystkini og samstaðan í hópnum,“ svarar hann en mikil hópavinna er unnin í MBA-náminu. Hefur námið nýst í starfi? „Þegar ég var búinn með fyrra árið sótti ég um starf og fékk stöðu hjá Securitas í viðskipta- og vöruþró- un. Það hefði ég aldrei fengið nema af því ég var kominn vel á veg með MBA-námið,“ segir Kristinn en þegar hann útskrifaðist fyrir ári fékk hann stöðuhækkun og gegn- ir nú stöðu framkvæmdastjóra. „Ég var með sérhæfða menntun og MBA-námið var lykillinn til að víkka mína starfsmöguleika. Með þessu námi var ég kominn með aðgöngumiða til að sækja um alls konar störf,“ útskýrir Krist- inn sáttur við ákvörðunina um að skella sér í frekara nám. Námið er talsvert dýrt en Krist- inn telur það hafa borgað sig. „Ég var í láglaunastarfi og setti upp viðskiptaáætlun um á hversu löng- um tíma ég ætlaði að greiða náms- lánið til baka með því að komast í hærra launað starf og það hefur gengið eftir.“ MBA-námið er tímafrekt og nemendur hafa því lítinn tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Krist- inn segist eiga skilningsríka konu og hafa fengið góðan stuðning frá fjölskyldunni. „Auðvitað var þetta erfitt en langoftast var þetta skemmtilegt.“ Langoftast skemmtilegt Kristinn Óskarsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs Securitas, var grunnskóla- kennari en útskrifaðist úr MBA-námi HÍ árið 2009.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.