Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 12
 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR12 Sjá nánar á barnahatid.is 21.–25. apríl í 5. sinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 0 0 5 8 0 GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur breytt heiminum. Í nærsveitum liggur ösku- lag yfir jörðu, gerir hana gráa og dimma og sums staðar óíbúðarhæfa. Um allan heim hafa ferðalangar þurft að bíða eftir að ösku- ský leystist upp svo hægt væri að hefja flug á nýjan leik eftir mestu flugtaf- ir sögunnar. Ljósmyndarar Fréttablaðsins hafa verið á vettvangi. Eldur og aska GRÁTT UM AÐ LITAST Þar sem öskufall hefur orðið hvað mest er grátt um að litast. Skepnurnar vita ekki hvaðan á þær stendur veðrið og mannfólkið hefur þurft að nota grímur utandyra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MIKILL MÖKKUR Gosmökkurinn reis hæst átta kílómetra í síðustu viku og var mikilúðlegur að sjá. Af hans völdum lagðist niður flug um nær alla Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞRUMUR OG ELDINGAR Síðan eldgosið í Eyjafjallajökli hófst hafa eldingar yfir gosstöðvum verið algeng sjón. Eldingar verða vegna rafhleðslu í gosmekkinum. Hleðslan verður til í gígnum við samspil vatns og kviku. Gosmökkurinn verður rafhlaðinn og hleðslan losnar í eldingar; eða með öðrum orðum, það verður skammhlaup. Oftast hlaupa eldingar milli staða í mekkinum en stundum til jarðar FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.