Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 38
26 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÁSTFANGIN Söngkonan Mariah Carrey og eig- inmaður hennar til tveggja ára hafa ákveðið að ganga í hið heil- aga í þriðja sinn. Parið hefur gert það að venju að endur- nýja hjúskaparheitin árlega á brúðkaupsafmæli sínu. Hasarleikarinn Steven Seagal hefur verið kærður fyrir kynferð- islegt áreiti á vinnustað af fyrr- um aðstoðarkonu sinni. Nú hafa tvær aðrar stúlkur bæst í hópinn og segja þær hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu áreiti á meðan þær unnu fyrir leikarann. Seagal á meðal annars að hafa gripið um brjóst annarrar og sagst vera að þreifa á þeim líkt og læknir auk þess sem hann á að hafa boðið hinni að gista upp í hjá sér. Lögfræðingur Seagal segir stúlkurnar aldrei hafa unnið hjá leikaranum og að fyrrnefnd atvik hafi aldrei átt sér stað. Kæra Seagal FJÖLÞREIFINN Steven Seagal er kærður fyrir kynferðis- legt áreiti af þremur konum. Þorgeir Óðinsson, tónlistarmaður og grafískur hönnuður, stendur fyrir nám- skeiði í stenslagerð sem fram fer í byrj- un júní. Námskeiðið er á vegum Skóla fólksins, en Þorgeir stendur einnig á bak við hann ásamt unnustu sinni, Sig- rúnu Lýðsdóttur. Að sögn Þorgeirs er hugmyndin að baki skólanum sú að fá fólk til að kenna skemmtileg námskeið og mun skólinn leggja til húsnæði undir kennsluna. Hann segir fólk hafa tekið vel í hugmyndina og að nú þegar hafi margir lýst yfir áhuga á að kenna ýmiss konar námskeið. Þorgeir vann mikið með stensla áður fyrr og segist hafa ákveðið að kenna slíkt námskeið til að koma af stað Skóla fólksins. „Stensill er mynd sem búið er að skera út og svo málar maður í gegnum myndina. Þó þetta sé mikið notað í götulist þá er einn- ig hægt að nota stensla á föt, veggina heima hjá þér, húsgögn eða jafnvel á bílinn þinn þannig að það má nota þetta í ýmislegt. Námskeiðið tekur tvo daga, fyrri daginn verður farið í grunninn á stenslagerð og í seinni tímanum verður farið í flóknari útfærslur, svo sem að setja saman nokkra stensla eða vinna í nokkrum litum. Það getur hver sem er lært þetta, en það eru notaðir hnífar til að skera út svo þetta hentar kannski ekki ungum börnum eða skjálfhentum,“ segir Þorgeir. Nánari upplýsingar má fá á Face- booksíðu Skóla fólksins. - sm Skóli fólksins lítur dagsins ljós KENNIR STENSLAGERÐ Þorgeir Óðinsson, graf- ískur hönnuður og tónlistarmaður, stendur fyrir Skóla fólksins ásamt unnustu sinni, Sigrúnu Lýðsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eldgosið í Eyjafjallajökli er að öllum líkindum eitt fræg- asta eldgos seinni tíma. Enda hefur röskun á flug- samgöngum lamað alla Evr- ópu í sex daga. Samsæris- kenningasmiðir þrífast á svona viðburðum og enska útgáfan af þýska blaðinu Der Bild tók saman þær bestu sem hafa fengið að blómstra á netinu. Fyrsta ber að nefna kenningu sem Dieter Broers varpaði fram en hann heldur því fram að sólin sé að hruni komin og að stærsta sólgosið í fimmtán ár hafi kveikt í Eyjafjallajökli. „Sólin mun síðan tortímast árið 2012,“ skrifar Dieter Broers á heimasíðu sinni. Samsæriskenningasmiðurinn Hartwif Husdorf heldur því fram fullum fetum að eldgosið stafi af stöðugum tilraunum bandaríska hersins á flekamótum og Walter Jörg Lanbein er handviss um að Eyjafjallajöklagosið sé upphaf- ið að heimsendi líkt og tímatal Maya-kynstofnsins gefi til kynna að verði 2012. Geimverufræðing- ar telja sig hafa náð geimskipum á mynd, sveimandi yfir jöklinum og hefur myndband þess efnis verið á kreiki á Youtube-vefnum síðan í mars. Edgar L. Gartner, sem er umhverfisverndarsinni, telur sig vita það fyrir víst að eld- gosið hafi aldrei framleitt neina ösku, allt þetta havarí á flugvöll- um Evrópu hafi verið viðbragðs- æfing vegna yfirvofandi hryðju- verkaárásar. Þá eru þeir til sem halda því fram að jörðin sé bara að lækna sjálfa sig enda hafi loftmengun frá flugvélum sjald- an eða aldrei verið minni síðan reglulegar flugferðir hófust og ekki má gleyma þeim sem telja að Nostradamus hafi séð þetta eldgos fyrir. Hans spá gekk út á að tveir þriðju Evrópubúa myndu deyja vegna eitraðs skýs frá stóru eldgosi. Rithöfundurinn Maarten Keul- emans gengur skrefinu lengra og segir nýtt ofureldgosaskeið vera í nánd og það muni verða níutíu prósent allra lífvera að aldurtila og einhverjir vilja halda því fram að jörðin sé hreinlega að hrynja í sundur. Þá hafa einhverjir bent á að eldgosið sé eins og snýtt út úr nösunum á Eddu-kvæðunum og þá sérstaklega þegar þrumu- goðið Þór fer í sinn hinsta bar- daga gegn risunum. Því hefur svo verið haldið fram, meira í gríni en alvöru, að þeir sem leika aðal- hlutverkin í rannsóknarskýrsl- unni frægu hafi komið eldgosinu af stað til að draga athyglina frá sér í nokkra daga. freyrgigja@frettabladid.is Eldgosið endalaus upp- spretta samsæriskenninga HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 23. apríl 2010 ➜ Barnamenningarhátíð Barnamenningarhátíð í Reykjavík stend- ur til 25. apríl. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.barnamenningarhatid. is. ➜ Tónleikar 19.30 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari ásamt hljómsveit flytja Árstíðirnar eftir A. Vivaldi á tónleikum í Langholtskirkju við Sólheima. 20.30 Bubbi Morthens heldur tón- leika í Valaskjálf á Egilsstöðum. Enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar www. bubbi.is. 22.00 Berndsen & the young Boys, Bloodgroup og Ultra Mega Tecno- bandið Stefán koma fram á tónleikum í Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Húsið verður opnað kl. 22. 22.00 Hljómsveitin Dúndurfréttir held- ur tónleika á Græna hattinum við Hafn- arstræti á Akureyri. Á þessum tónleikum taka þeir fyrir helstu stórvirki Deep Pur- ple, Led Zeppelin, Uriah Heap og Pink Floyd. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Sýningar Hjá Gallerí Fold við Rauðarárstíg hefur verið opnuð sýning á málverkum Elínar G. Jóhannesdóttur og Wolfgang Tiem- ann. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. ➜ Síðustu forvöð Síðustu forvöð eru að heimsækja sýningu á höggmyndum Þorbjargar Pálsdóttur að Sjafnargötu 14, sem var heimili og vinnustofa listakonunnar til margra ára. Opið virka daga kl. 15-18 og um helgar kl. 12-18. Sýningu lýkur á sunnudag. Enginn aðgangseyrir. ➜ Tískusýning 20.00 Útskriftarnemar í fatahönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands halda tískusýningu í Gamla Byko-húsinu við Hringbraut. ➜ Bókmenntir 20.00 Rithöfundasam- band Íslands stendur fyrir dagskrá í Iðnó við Vonarstræti helgaðri skáldunum Vilborgu Dag- bjartsdóttur og Matthíasi Johannessen. Allir vel- komnir. ➜ Dansleikir Siggi Hlö verður á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Leikrit 20.00 Brynhildur Guðjónsdóttir flytur einleikinn Brák á Sögulofti Landnáms- setursins, Brákarbraut í Borgarnesi. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið „Stræti” eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. 20.00 Leikfélag Borgarholtsskóla sýnir Rokksöngleik um Lísu Undralandi. Sýn- ingar fara fram í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. Nánari upplýs- ingar á www.midi.is. ➜ Biódagar Græna ljósið stendur fyrir Bíódögum í Regnboganum við Hverfisgötu, 16. apríl-6. maí. Nánari upplýsingar á midi. is og www.graenaljosid.is. GEIMVERUR, HEIMSENDIR OG HRYÐJUVERK Samsæriskenningasmiðir hafa fengið mikið út úr gosinu í Eyjafjallajökli enda hefur askan lamað samgöngur í Evr- ópu í sex daga. Sumir telja geimverur hafa komið gosinu af stað, aðrir telja gosið að finna í spádómum Nostradam- usar og enn aðrir eru handvissir um að það hafi aldrei verið nein aska, allt þetta sé bara blekking því Vesturlöndin væru bara að undirbúa sig fyrir yfirvofandi hryðjuverkaárás. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.