Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 26
6 föstudagur 23. apríl núna SVANIR Þessi yndislega röndótta peysa með rauðum svönum er frá Top Shop. Hún er skemmtilega vorleg og lítur út fyrir að vera hátískuhönnun. MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gild ir til 31. maí 201 0 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. Frábær kjör á öllum dekkju m! www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til a í 20 10 VA X TA LA US T Í ALL T AÐ 6 MÁNUÐI Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég get verið mjög rómantísk. Ég elska gamla hluti og gamlar blúndur en mér finnst gaman að rokka það upp með leðri og mikilli augnmálningu eða villtu hári. Hverjar/hverj- ir eru helstu tískufyrirmynd- ir þínar? Ég er ástfangin af Soniu Rykiel sem hönn- uði og mér finnst leikkonan Chloé Sevigny alltaf ofsa- lega flott til fara. Hverjar eru uppá- haldsverslanir þínar? Ég er að vinna í KronKron og á mikið af fötum þaðan. Annars versla ég mjög oft föt í Rokki og rósum og næ mér svo í boli og aðrar nauð- synjar í Top Shop. Hvað er það síðasta sem þú keyptir þér? Ég fékk mér sokkabuxur frá Gaspard Yur- kevich og háa hanska úr ull og silki frá Soniu Rykiel. Hver eru stærstu tískumis- tök sem þú hefur gert? Þegar ég var sautján ára fór ég með pabba mínum til Kanaríeyja. Ég veit ekki hvað gekk að mér í þessari ferð en allt sem ég keypti mér var alveg hræðilegt. Meira að segja pabbi var gap andi yfir sumu. Hvar finn- ur þú fjársjóði í Reykjavík? Stundum í Fríðu frænku eða Rokki og rósum en virðist vera svo óheppin að finna aldrei neitt í Kolaportinu eins og svo margir. Hvað er alveg bannað sam- kvæmt þínum bókum? Mér finnst skelfilegt þegar fólk fer í eitthvað bara af því það er í tísku og gleymir að setja sitt mark á stílinn. Efst á innkaupalistanum fyrir sumarið? Það eru hryllilega flott sólgleraugu frá Chanel sem ég ætla að gefa sjálfri mér í afmæl- isgjöf. Þau bíða eftir mér í frí- höfninni þegar ég fer til útlanda í maí. -amb Helena Jónsdóttir, starfsmaður í KronKron ROKKUÐ RÓMANTÍK ✽skyggnst í fataskápinn 1 Hvíti samfestingurinn er úr Top Shop og svo er ég í stuttbuxnapilsi frá jap- anska hönnuðinum Tsum- ori Chisato. Sokkabuxurn- ar eru frá Gaspard. 2 Rauði kjóllinn er úr nýju sumarlínu Marc Jacobs og er splunku- nýr. Ég hef aðeins notað hann einu sinni. Sokkabux- urnar eru frá Gaspard Yur- kevich. 3 Skórnir eru þeir nýj- ustu úr Kron By Kronkron lín- unni. 4 Rauður kjóll frá Peter Jenssen. 5 Veski úr Rokki og rósum og er í miklu uppáhaldi. 6 Skyrta frá Marc Jacobs. 21 3 6 5 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.