Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 16

Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 16
Hraunlistamaðurinn Snorri Guð- mundsson fór og skoðaði Heklu- gosið árið 1991. Hann varð þrumu lostinn og hefur verið hugfang- inn af hrauni síðan. Hann stofnaði Hraunverksmiðjuna sama ár og framleiðir alls kyns minjagripi úr hrauni. „Þetta hefur verið þáttur af tilveru minni síðan. Undanfarið hef ég unnið með Hekluhraun frá árinu 2000 en er þó þegar búinn að næla mér í nokkra mola úr gosinu á Fimmvörðuhálsi og sé það strax að hraunið þaðan er frábrugðið því sem hefur komið úr Heklu,“ segir Snorri og nefnir litlar gleragnir sem stirnir á. Snorri brýtur niður hraunmola í litlar öskjur og segir útlendinga fyllast ferðaþrá og forvitni þegar þeir fá hraunmola í hendur. „Þetta er eins og ef við fengjum krukku með Sahara-sandi, það vaknar eitthvað.“ Hraunmolarnir sem Snorri kallar Nature‘s work of art koma í litlum handmáluðum öskjum en í hverri öskju er náttúruvernd- aráminning frá Snorra. „Skila- boðin eru þau að eldvirkni er grundvöllur tilveru okkar en hún skapaði það andrúmsloft í árdaga sem tryggir líf á jörð. Við hugsum oft um eldfjöll sem eyðileggjandi afl sem getur haft neikvæð áhrif á fólk og veðurfar en eldfjöll og regnskógar eru í raun tveir and- stæðir pólar sem gera líf á jörð- inni mögulegt,“ segir Snorri en í áminningunni segir jafnframt að kaup á vörunni tryggi gróðursetn- ingu á tré við Heklurætur. Snorri leikur sér með hraun- ið á ýmsan veg og gerir lykla- kippur, hraunklukkur og mósaík- myndir úr hrauni.„ Möguleikarnir eru óþrjótandi og helst vildi ég sjá fólk framleiða þetta eins og lopapeysur.“ Snorri selur vörurn- ar í gegnum heimasíðuna internet. is/thelavafactory. „Ég hef komist að því að það er mjög erfitt að selja í gegnum minjagripaverslanir og finnst það auk þess alger lágkúra að þær skuli selja innflutta íslenska minja- gripi. Ég hef hins vegar boðið fyrirtækjum og ráð- stefnuhöldurum þjónustu mína og býð meðal ann- ars upp á sérmerking- ar á öskjurnar ef þess er óskað.“ vera@frettabladid.is Hraunið vekur forvitni Snorri Guðmundsson stofnaði Hraunverksmiðjuna eftir að Hekla gaus árið 1991og hefur hraunlist verið hluti af tilveru hans síðan. Hann segir útlendinga fyllast forvitni þegar þeir fá hraunmola í hendur. Hraunmolarnir sem Snorri kallar Nature‘s work of art koma í hand- máluðum öskjum en í hverri öskju er náttúruverndaráminn- ing frá Snorra. Snorri segir hægt að vinna allt mögulegt úr hrauni og vildi helst sjá fólk framleiða hraunlistaverk eins og lopapeysur. Snorri hefur þegar nælt sér í nokkra hraunmola úr gosinu á Fimmvörðuhálsi og segir það frábrugðið hrauninu úr Heklu. Hótel Giorgio Armani er í heimsins stærstu byggingu, Burj Khalifa í Dúbaí. Hótel virðast vinsæl meðal þekkt- ustu hönnuða heims. Þannig á Mis- soni hótel í Edinborg, Krizia á eitt í Barbuda, Moschino Cheap & Chic opnaði nýlega eitt í Mílanó og Ver- sace á tvö, annað í Dúbaí og hitt í Ástralíu. Nú hefur Giorgio Armani bæst í hóp hóteleigenda og hefur opnað hótel í hæstu byggingu heims, Burj Khalifa, í Dúbaí. Glæsileikinn er þar í fyrirrúmi. Armani Hotel Dubai hefur yfir að ráða átta veitingastöðum sem allir eru hannaðir af Armani. Hótelið er á fjölmörgum hæðum í hinu 160 hæða húsi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.dubai.armanihotels. com. Armani opnar glæsihótel í Dúbaí Glæsihótel Armani er í hæstu byggingu heims, Burj Khalifa. NORDICPHOTOS/AFP Giorgio Armani hélt blaðamannafund ásamt Mohammed al-Abbar, formanni fast- eignafélagsins Emaar. VORIÐ ER KOMIÐ , trén farin að bruma og lóan syngur dirrindí. Því er ekki úr vegi að gera vorhreingern- ingu og skipta jafnvel dökkum gluggatjöldum fyrir ljós. Ann Wood er listamaður í Brooklyn. Hún vinnur með efni sem hún finnur hér og þar, meðal annars gamlar flíkur. Úr því býr hún til ýmislegt á borð við þessa flottu könguló. www.nextdoormagic.com Yfi rhafnadagar 20% afsláttur af yfi rhöfnum dagana 26. apríl – 7. maí Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Gerð: 55K Stærðir: 36 - 41 Verð: 13.950.- Gerð: 5022 Stærðir: 36 - 42 Verð: 13.950.- Góð breidd Mjúkir og þægilegir götuskór fyrir dömur. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Allir velkomnir Mánudagur 3. maí Vatnsræktun - Kynning á ræktun í vatni, gróðurlýsingu og næringu. Umsjón: María Norðdahl, InnriGarðar ehf. kl.12:30 -13:30 EFT og djúpslökun - Umbreyttu heftandi viðhorfum með EFT tækninni. Umsjón: Viðar Aðalsteinsson, EFT sérfræðingur. kl.14:30-16:30 Barnið komið heim - Þriðji hluti af sex. Lokað! kl.17-19 Þriðjudagur 4. maí Qi–Gong kl. 12-13 Gönguhópur kl. 13-14 Íslenskuhópur kl. 13-14 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) kl. 14-16 Skiptifatamarkaður / Barnaföt kl. 16-18 Miðvikudagur 5. maí Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Áhugasviðsgreining kl.14-16 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16 Briddsklúbbur kl.14-16 Krydd- og matjurtir - Gróðursetning, ræktun og umhirða. Umsjón: Auður Jónsdóttir, yfirverkstjóri Skólagarða Reykjavíkur. kl.12:30 -13:30 Fjáröflunarbingó Ferðafélagsins Víðsýnar - Spjaldið kostar 500.- kr. kl.17:30 Fimmtudagur 6. maí Fluguhnýtingahópur kl. 12-13:30 Saumasmiðjan kl. 13-15 Jóga kl. 15-16 Gönguhópur kl. 12.30-13.30 Hláturjóga kl. 15:30 -16:30 Endurlífgun - Stutt verklegt námskeið. kl.12:15-13:15 Fulltrúar stéttarfélaga og ASÍ - Kynning fyrir atvinnuleitendur. Snorri Már Sturluson frá ASÍ heldur tölu og fulltrúar stéttarfélaganna kynna þjónustu sína. Fulltrúar frá VR, Eflingu, SSF, Hlíf, Stéttarfélagi Reykjavíkurborgar, SFR, Stéttarfélagi verkfræðinga og Kjarafélagi tæknifræðinga auk annarra. kl.13:30-15:30 Föstudagur 7. maí Prjónahópur kl. 13-15 Skákklúbbur kl. 15:30-17 Hvernig stöndumst við álag - Áhrif hugsana á líðan okkar og viðbrögð. Umsjón: Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. kl.14:30 -16 Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Taktu skæri með þér! kl.12 -14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.