Fréttablaðið - 03.05.2010, Side 18

Fréttablaðið - 03.05.2010, Side 18
 3. MAÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Húsgögn gerð fyrir íslenska framleiðslu Nemendur úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands miðuðu lokaverkefni sitt við íslenskar fram- leiðsluaðferðir í samvinnu við húsgagnafyrirtækin Beyki, Á. Guðmundsson, GÁ húsgögn og Stáliðj- una. Nemendur fengu frjálsar hendur í hugmyndavinnu en urðu að aðlaga sig að því að hægt væri að fjöldaframleiða gripina hjá einhverju af fyrirtækjunum. MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gildir til 31. maí 2 010 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI ● STÓLLINN KUBBUR byggir að sögn hönnuðarins, Hreins Bern- harðssonar, á því sambandi sem getur myndast milli dauðra hluta og fólks. Stóllinn er festur saman með kaðli sem tengist við strekkjara í bak- inu og þegar bakstykkinu er snúið strekkist stóllinn saman. Ef bakinu er hins vegar snúið og kaðlinum slakað finnur notandinn hvernig stóllinn bregst við og faðmar hann þegar sest er. ● LJÓSAKRÓNAN BLÁÞRÁÐUR er byggð upp af rauðum þræði sem hefur fengið það hlutverk að stjórna samspili ljóss og skugga. Lögun miðju ljósakrónunnar er stjórnað af sérstökum pendúl sem breytir bæði útliti krón- unnar sem og þeim myndum ljóss og skugga sem frá henni stafa. Hönnuður Bláþráðs er Ásdís Jörundsdóttir. ● FENGR er fatahvíla innblásin af bandrúnum. Þegar fötin eru lögð á hvíl- una, draga þau í sig galdur úr Fengr og við það að klæðast þeim aftur færist galdurinn yfir í notandann. Hönnuður er Fanney Long Einarsdóttir. ● ENDURREISN er verkefni þar sem hlutir ganga í endurnýjun líf- daga. Gifs, strappar, snæri og lit- skrúðugir naglar eru meðal þess sem notað er til þess að gera stólana að persónulegum endurreistum hús- gögnum en hönnuðurinn er Auður Ösp Guðmundsdóttir. TRILLA er stigi eftir Emblu Vigfús- dóttur til að klifra upp á háaloft. Þegar stýrinu er snúið lyftist hlemmurinn upp og lokar fyrir gatið í loftinu. Einnig er hægt að nota hlemminn sem vörulyftu fyrir jóla- skrautið og gamlar skólabækur sem færa þarf upp eða niður af háaloftinu. MARGUR er húsgagn sem breytist við leik. Bylgja Rún Svansdóttir segir Margan innblásinn af dúkkulísum, sprellikörlum og pappírsbrotum. Margur getur breyst úr kolli yfir í mottu og borði yfir í leikteppi og allt það sem hugurinn vill að Margur sé. RÓRILL er unninn út frá kistli sem hér áður fyrr var eina hús- gagnið sem fólk átti og geymdi þar allar sínar eigur. Í þróunar- ferlinu var honum snúið á hvolf sem breytti honum í ruggu-kistil. Hægt og rólega fór að týnast af kistlinum, hann tapaði hliðunum og eftir stóð vaggandi „lár“, sem er kistill þar sem burðurinn er í hornstoðunum. Róril má nota sem ruggustól, geymslu og stofu- borð. Steinþór Hannes Gissurarson er hönnuðurinn. AÐ SAFNA SJÁLF- UM SÉR er yfirheiti á skemmtilegu húsgagni eftir Höllu Hannesdótt- ur. Húsgagnið er hugs- að fyrir safnara sem geta verið nálægt hlut- unum sínum og í ná- inni tengingu við þá og sameinast þannig safninu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.