Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 36
16 3. maí 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Afsakið, hinn almáttugi vill fá að ræða við yður. Jæja, svo þú ætlar að afþakka þetta allt saman? Án frekari umhugs- unar! Ég á konu, barn, hund og brauðgerðarvél! Þú veist ekki af hverju þú ert að missa! Ég verð bara að lifa með því. Hmm. Ég á myndir! NEI TAKK! Já takk! Komdu með þær! Er mikið heimanám? Ertu með mikið hár? Þegar ég fæ svona spurningar er reglan „auga fyrir auga“. Þú verður svona á endanum vinur minn! Afsakið, og..., ég gerði þetta ekki! Nei! Nei! Nei! Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Fyrst neitun og svo afsökunarbeiðni! Sorrí, ég ruglað- ist. Ég skal taka við núna „þjálfari“. Prófaðu aftur, kannski var hann ekki að hlusta. Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er e ir skemm - og sýningaratriðum fyrir þjóðhá ðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni l kvölds. Gert er ráð fyrir barna og ölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um fl utning atriða, uppákomur og viðburði á vef þjóðhá ðarnefndar www.17juni.is. Umsóknum er einnig hægt að skila í Hi Húsið, Pósthússtræ 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út þann 12. maí n.k. 17. júní í Reykjavík Fagor hitakútar TB W A \P IP A R • S ÍA • 1 00 81 4 45.900 49.900 56.900 65.900 73.900 82.900 97.900 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hugsanlegt hjálpræði Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér stjórnmálaflokk til að kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Ég er þetta „óákveðna“ atkvæði, allt fram á síðustu stundu. Það er nóg fyrir mig að hitta stjórnmálamann með ljóta nælu á kjörstað til að snúast hugur. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur stund- um heillað. Jafnfljótt og ég hef verið komin á þá skoðun að kjósa flokkinn hefur ein- hver, yfirleitt kona, úr þeirra röðum, fælt mig aftur í burtu. Ung kona í óþægileg- um skyrtum og jökkum svo hún líkist sem mest karlmanni í Kastljósinu er jafn sorg- leg sjón og Siggi Sigurjóns með hárkollu og handtösku í Spaugstofunni. Og auðvitað enn sorglegra þegar hún hefur upp raust sína og ver launamun kynjanna. ÉG hef ekki náð að bindast Samfylking- unni. Einfaldlega vegna þess að ég skil stundum ekki það sem framboðsefnin segja. Á vondum dögum hljómar orðræða þeirra eins og ársskýrsla félagsmið- stöðvar í úthverfi og tungumál sem er flokksfélögum tamt; „stefnumótun“ og „stoðir í velferðarbrúna“, hljómar engu betur í mínum eyrum en „nei- kvætt eigið fé“ og „skuldsett yfir- taka“ útrásaráranna. Þannig næ ég ekki að tengja, þrátt fyrir einlægan ásetning flokksins um að tala til almenn- ings. Þeir ná allavega fyrri hluta mark- miðsins: Að tala. FRAMSÓKNARFLOKKINN hefur mér eiginlega aldrei dottið í hug að kjósa, það hefur svolítið verið eins og að byrja með pabba bestu vinkonu sinnar eða fara á fyll- erí með rótarýklúbbnum í hverfinu. Ég varð þó pínu hugsi með atkvæðaseðilinn í höndunum síðast þar sem Sigmundur Davíð hafði stuttu áður hrifið mig með borgar- skipulagshugmyndum. Einn álitlegur haus á móti hjörðinni dugði þó ekki. VINSTRI GRÆN hafa átt auðvelt með að ná mér. Því þakka ég mikið til Katrínu Jak- obsdóttur sem mér finnst blátt áfram, dug- leg og óspillt. Ég hef stundum hugsað mér hvernig hinn fullkomni stjórnmálamaður væri og séð hana fyrir mér. Ef ég væri jafn hrifin af stefnumálum flokksins og Katrínu væri valið auðvelt. BESTI FLOKKURINN hljómaði í fyrstu sem Ástþór Magnús eða Snorri Ásmunds borgarstjórnarkosninganna í vor. Mér og þeim, sem hingað til hafa verið óáreiðan- legir kjósendur og oft hrifist af hugmynd- inni að skila auðu þegar allt annað virðist bregðast, líður eins og flokkur Jóns Gnarr sé upplagt tækifæri til að lýsa yfir frati á úrsérgengnu flokkakerfi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.