Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 37

Fréttablaðið - 03.05.2010, Page 37
MÁNUDAGUR 3. maí 2010 17 Bandaríski trommarinn Scott McLemore hefur sett saman íslenskt band til að spila hans eigin tónlist í fyrsta skipti síðan hann flutti til Íslands fyrir fimm árum frá New York. Hljómsveitin mun spila nýtt efni í bland við lög af disknum Found Music, fyrstu plötu Scotts sem var gefin út af spænska útgáfufyrirtækinu Fresh Sound New Talent. Með Scott verða Óskar Guð- jónsson á saxófón, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Sunna Gunnlaugs á píanó og Wurlitzer og Róbert Þórhallsson á bassa. Tónlist Scotts er grípandi á bæði lýrískan og riþmískan máta og sækir efnivið jafnt í bebop, frjálsan djass og dægurtónlist. Hljómsveitin mun leika fjög- ur kvöld í röð á Café Kultura og byrjar í kvöld en þá verður glímt við bebop-tónlist og svo opnað fyrir djammsession. Næstu þrjú kvöld taka tónsmíð- ar Scotts völdin og er þetta ein- stakt tækifæri til að heyra hljóm- sveit móta og þroska efnisskrá frá kvöldi til kvölds. Tónleikar hefjast kl 21 öll kvöldin. - pbb Fjögurra kvölda tónleikaröð Justin Timberlake og kærasta hans, Jessica Biel, sáust skemmta sér saman á bar í Hollywood í vik- unni þar sem þau sátu við borð og drukku hanastél, pískruðu og létu vel að hvort öðru. Eftir nokkra drykki fór parið á tónleika með tónlistarmanninum Timbaland og sást Timberlake dansa uppi á stól og syngja með. Parið yfirgaf svo tónleikastaðinn hönd í hönd stuttu áður en tónleikunum lauk. Undan- farið hafa fjölmiðlar hið vestra verið duglegir við að flytja frétt- ir af mögulegum sambandsslitum parsins, en svo virðist sem ekkert sé hæft í þeim sögusögnum. Ástfangin á tónleikum HAMINGJUSÖM Justin Timberlake og Jessica Biel virtust ástfangin á Timba- land tónleikum. Á baráttudag verkalýðsins voru veitt verðlaun í hönnunarsam- keppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar, sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmið- stöð Íslands standa að. Verðlaun- uð var tillaga hönnunarstofunnar Björg í Bú sem er þrívíddar- púsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bund- inn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátt- takandinn getur raðað saman í þrívídd og með því skapað sinn eigin skúlptúr. Hluturinn hvetur til leiks og sköpunar þar sem við- fangsefnið er myndbygging og jafnvægissamspil forma í þrívídd eða þau listrænu grunnatriði sem Ásmundur glímdi alla tíð við í verkum sínum. Björg í bú eru hönnuðirnir Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjör- leifsdóttir og Helga Björg Jónas- ardóttir. Hljóta þær verðlauna- fé að upphæð 500.000 krónur auk þess sem varan verður þróuð áfram til framleiðslu og seld í verslunum Kraums í Aðal- stræti og á Kjarvalsstöðum og í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og Ásmundarsafni. Verðlaunaféð er sameiginlegt framlag frá Kraumi, Listasafni Reykjavíkur, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Vinningstillögurnar ásamt þrettán öðrum sem þóttu skara fram úr verða til sýnis í Ásmund- arsafni fram til 16. maí. Þetta er í annað sinn sem þessir sömu aðilar standa fyrir hönnunarsam- keppni þar sem skírskotað er til einstaks listamanns. Í fyrra var það Erró, og væntingar standa til að framhald verði á samstarfinu í framtíðinni. Samkeppnin, hönnun í anda Ásmundar, var opin öllum. Í sam- keppnislýsingu var óskað eftir tillögum að nytjahlut sem endur- spegla skyldi hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Innsendar tillögur í keppnina voru 68 og voru þær allar teknar til dóms. Af þeim voru 15 tillögur valdar til að keppa um verðlaunasæti og til sýningar í Ásmundarsafni næstu tvær vikurnar. - pbb Verðlaun veitt 1. maí Robert Downey Jr. langar að eignast barn með eiginkonu sinni, Susan, innan skamms. Leik- arinn á fyrir sextán ára gaml- an son, Idio, sem hann átti með fyrstu eiginkonu sinni. Downey og Susan hafa verið gift í fimm ár og hefur hann margoft þakkað henni opinberlega fyrir að halda honum á beinu brautinni. „Robert hefur verið edrú í níu ár og gengur að auki vel í leik- listinni. Susan hefur aldrei þrýst á hann með barneignir heldur stakk hann upp á því fyrst. Hún varð himinlifandi,“ var haft eftir vini hjónanna. Tilbúinn í barneignir VERÐANDI FAÐIR Robert Downey Jr. vill verða faðir á ný.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.