Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 40
20 3. maí 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is N1 Deildin KARLAR Mánudagur Varmá Afturelding - Grótta 19:30 2009 - 2010 UMSPIL - LEIKUR 2 FÓTBOLTI Valskonur tryggðu sér sigur í Lengjubikar kvenna í gær með því að leggja Fylki 2-0 í úrslita- leik í Kórnum. Á sama stað sólarhring áður vann KR mótið í karlaflokki með því að leggja Breiðablik 2-1 í úrslitaleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Valsliðsins en það síðara kom í viðbót- artíma. Kristín misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum en það kom ekki að sök. Hlíðarenda konur halda því áfram að safna bikurum. Björgólfur Takefusa og Mark Rutgers komu KR í lykilstöðu gegn Blikum með mörkum undir lok fyrri hálfleiksins. Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, náði að minnka muninn en lengra komust þeir grænu ekki. Þeir luku leiknum tíu eftir að Elfar Freyr Helgason fékk að líta rauða spjaldið. „Við sofnuðum í fimm mínútur í fyrri hálfleik og það reyndist okkur dýrkeypt. Við fengum fín færi til að klára þetta en þetta gekk ekki upp í dag,“ sagði Kári. „Það er gott að vinna mót og það er kannski það eina sem var jákvætt við þennan leik hjá okkur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, við blaðamann eftir leik. „Ég held að við höfum ekki sýnt góðan fótbolta í dag, Breiðablik var betri aðilinn allan leikinn og meira að segja þegar liðið missti mann af velli.“ - egm Úrslitaleikir Lengjubikarsins í kvenna- og karlaflokki fóru fram um helgina: Bikarar á loft hjá Val og KR GLEÐI Í KÓRNUM Valskonur eru vanari því að lyfta bikurum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Enska úrvalsdeildin Birmingham-Burnley 2-1 1-0 Sjálfsmark (29.), 2-0 Cristian Benítez (41.), 2-1 Steven Thompson (87.) Manchester City-Aston Villa 3-1 0-1 John Carew (16.), 1-1 Carlos Tévez, víti (41.), 2-1 Emmanuel Adebayor (43.), 3-1 Craig Bellamy (89.) Portsmouth-Wolverhampton 3-1 1-0 Aruna Dindane (20.), 1-1 Kevin Doyle (34.), 2-1 John Utaka (40.), 3-1 Michael Brown (66.) Stoke-Everton 0-0 Tottenham-Bolton 1-0 1-0 Tom Huddlestone (38.) Liverpool-Chelsea 0-2 0-1 Didier Drogba (33.), 0-2 Frank Lampard (54.) Fulham-West Ham 3-2 1-0 Clint Dempsey (45.), 2-0 Sjálfsmark (58.), 2-1 Carlton Cole (61.), 3-1 Stefano Okaka Chuka (79.), 3-2 Guillermo Franco (90.+1). Sunderland-Manchester United 0-1 0-1 Nani (28.). STAÐAN Í DEILDINNI Chelsea 37 26 5 6 95-32 83 Man. United 37 26 4 7 82-28 82 Arsenal 36 22 6 8 78-39 72 Tottenham 36 20 7 9 64-37 67 Man. City 36 18 12 6 72-43 66 Aston Villa 37 17 13 7 52-38 64 Liverpool 37 18 8 11 61-35 62 Everton 37 15 13 9 59-49 58 Birmingham 37 13 11 13 37-45 50 Fulham 36 12 10 14 39-41 46 Sunderland 37 11 11 15 47-54 44 Stoke City 36 10 14 12 33-44 44 Blackburn 36 11 11 14 38-54 44 Bolton 37 9 9 19 40-66 36 MARKAHÆSTIR Wayne Rooney, Manchester United 26 Didier Drogba, Chelsea 26 Darren Bent, Sunderland 24 Carlos Tévez, Manchester City 22 Frank Lampard, Chelsea 21 Jermain Defoe, Tottenham 18 Fernando Torres, Liverpool 18 Enska b-deildin Coventry-Watford 0-4 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry en Heiðar Helguson var ekki með Watford. Plymouth Argyle-Peterborough 1-2 Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth Reading-Preston 4-1 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði og lék allan leikinn en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu. ENSKI BOLTINN HANDBOLTI Fjögur Íslendingalið komust áfram í Evrópukeppnun- um um handbolta um helgina, þar af fóru lið Róberts Gunnarsson- ar (Gummersbach), lið Björgvins Páls Gústavssonar (Kadetten) og lið Vignis Svavarssonar (Lemgo) í úrslitaleikina í sínum keppnum. Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten mæta öðru Íslendingaliði í úrslitaleik EHF- bikarsins því Vignir Svavarsson og félagar í Lemgo unnu glæsi- legan sigur í gær. Lemgo tapaði fyrri leiknum á móti Naturhouse La Rioja með fimm marka mun á Spáni en vann seinni leikinn með átta mörkum í gær, 34-26. Sigurgöngu Ólafs Stefánsson- ar í Meistaradeildinni er lokið en hann og félagar hans í liði Rhein-Neckar Löwen töpuðu 30- 31 í seinni leiknum á móti Kiel og þar með 58-60 samanlagt. Alfreð Gíslason þjálfar eins og kunnugt er lið Kiel og Aron Pálmarsson leikur með því. Ólafur var búinn að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð með spænska liðinu Ciudad Real. Róbert Gunnarsson og félagar í VfL Gummersbach tryggðu sæti í úrslitaleiknum í Evrópu- keppni bikarhafa með 31-28 sigri á Portland San Antonio á Spáni. Þetta er annað árið í röð sem Gummersbach kemst í úrslita- leik í Evrópukeppni en liðið er núverandi EHF-meistari. - óój Evrópukeppnir í handbolta: Fjögur Íslend- ingalið áfram ÓLAFUR STEFÁNSSON Var búinn að vinna Meistaradeildina tvö ár í röð. MYND/GETTY IMAGES > Gylfi sá þriðji sem nær 20 mörkum Gylfi Þór Sigurðsson varð í gær fjórði íslenski leikmaður- inn sem nær því að skora tuttugu mörk á einu tímabili í enska boltanum. Gylfi skoraði eitt marka Reading í4-1 sigri á Preston og er því kominn með 20 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Eiður Smári Guðjohnsen (21 mörk fyrir Bolton 1999-200 og 20 mörk fyrir Chelsea 2001-02) og Heiðar Helguson (20 fyrir Watford 2004-05) voru einu íslensku leikmennirnir sem höfðu náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten eru komnir í úrslitaleik EHF-bikarsins eftir sigur á Flensburg. Björgvin Páll lokaði markinu á hárréttum tíma en Kadetten breytti stöðunni úr 13-18 í 24-21 á síðustu 20 mínútum leiksins. „Þegar við vorum komnir fimm mörkum undir þá leit þetta ekki vel út. Það að vera fimm mörkum undir, koma til baka og vinna með þremur á móti heimsklassa liði eins og Flensbourg, það er bara fáránlegt í rauninni. Það var rosaleg stemmning í höllinni og þetta var einn skemmtilegasti leik- ur sem ég hef spilað á ævinni,” sagði Björgvin Páll. „Ég var alltaf í smá vandræðum með að koma mér inn í leikinn en það má samt segja að það hafi gerst á hárréttum tíma. Þegar það byrjaði að ganga svona vel eins og gerði í lokin þá kemur höllin með manni og tilfinningarnar fara að bera mann ofurliði,“ sagði Björgvin sem fékk aðeins þrjú mörk á sig síðustu 20 mínúturnar. „Við slógum út Göppingen í síðustu umferð sem var talinn vera stærsti sigurinn í handboltasögunni í Sviss þannig að menn geta rétt ímyndað sér hvað þetta er þá stórt skref að slá út eins gott og fornfrægt félag eins og Flensburg og komast í úrslitaleikinn. Sigurinn á móti Göppingen var sætur en það sprengir allar væntingar að hafa unnið Flensburg,” segir Björgvin. „Við erum búnir að sýna það í Evrópukeppninni að það skiptir ekki máli hversu mikið þú ert með í laun, hversu flott rútan er hjá liðinu eða hversu flottan heimavöll liðin eru með því það skiptir máli hvernig úrslitin eru í leikjunum. Við sýndum það á móti Göppingen og Flensburg að við erum með frábært handboltalið. Það eru kannski ekki margir heimsklassa leikmenn í þessu liði en við erum með frábært lið og það gerir enginn grín að svona liði sem er að berjast mann fyrir mann allan leikinn.“ FÓTBOLTI Lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar fer fram næsta sunnu- dag og þá ræðst hvort Chelsea eða Manchester United hampar meist- aratitlinum. Chelsea er með málin í sínum höndum en liðið hefur eins stigs forystu fyrir lokaumferð- ina. Chelsea á eftir heimaleik gegn Wigan á meðan United tekur á móti Stoke. Liverpool gerði United engan greiða í gær en liðið tapaði fyrir Chelsea 2-0. Vendipunktur leiks- ins var hjá Steven Gerrard, fyrir- liða Liverpool, sem lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Didier Drog- ba með misheppnaðri sendingu til baka. „Þetta var mikilvægt mark því það breytti leiknum,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea. „Ég er ánægður með sigurinn því þetta var lykilleikur fyrir okkur í þessari titilbaráttu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en síðan náðum við undirtökunum og unnum verðskuld- aðan sigur. Við vorum með meira sjálfstraust eftir að hafa komist yfir og Liverpool missti kraftinn sem það hafði fyrsta hálftímann.“ Drogba var ánægður með gjöf- ina frá Gerrard. „Þetta voru stór mistök hjá honum. Ég var hepp- inn að vera svona staðsettur og ná að skora. Markið hjálpaði okkur að finna taktinn,“ sagði Fílabeins- strendingurinn. Framtíð Rafaels Benítez, knatt- spyrnustjóra Liverpool, er í mik- illi óvissu og vildi hann ekki tjá sig um hana eftir leikinn. „Ég á fjögur ár eftir af samningi mínum svo við skulum bíða og sjá. Stuðningsmenn vilja vita hvort ég verði áfram á næsta tímabili en ég vil bara hugsa um næsta leik sem er gegn Hull,“ sagði Benítez sem orðaður er við ítalska liðið Juventus. Nani hélt titilvonum United á lífi með því að skora eina markið í leiknum gegn Sunderland. „Það eina sem við getum gert er bara að einbeita okkur að því að vinna næsta leik og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Sir Alex Fergu- son, stjóri United, en liðið þarf að treysta á að Wigan taki stig af Chelsea. „Mér finnst Wigan hafa sterkt lið og allt getur gerst í fótboltanum,“ sagði Ferguson. Það er einnig mikil spenna í bar- áttunni um fjórða sæti deildarinn- ar sem gefur Meistaradeildarsæti. Tottenham og Manchester City unnu bæði leiki sína um helgina. Tottenham hefur eins stigs for- skot á City fyrir innbyrðisleik lið- anna á miðvikudaginn. „Þetta verð- ur rosalegur leikur og þeir eru með frábært lið sem spilar vel,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham. elvargeir@frettabladid.is Gerrard gaf Chelsea gjöf Chelsea og Manchester United unnu bæði leiki sína í enska boltanum í gær og því ljóst að baráttan um meistaratitillinn mun ráðast í síðustu umferðinni. STÓR MISTÖK Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa hreinlega lagt upp fyrsta mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Leikmenn Chelsea fagna í bakgrunninum. MYND/AP BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: MAÐUR LEIKSINS ÞEGAR KADETTEN FÓR Í ÚRSLITALEIKINN Í EHF-BIKARNUM Einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað á ævinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.