Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 03.05.2010, Qupperneq 42
22 3. maí 2010 MÁNUDAGUR HANDBOLTI Valsmönnum tókst að halda út á móti Haukum og tryggja sér 22-20 sigur í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta í Vod- afone-höllinni í gær. Haukarnir, sem stálu sigrinum í fyrsta leikn- um, skoruðu fimm mörk í röð á lokasprettinum í gær en Vals- menn tókst að tryggja sér sigur- inn þrátt fyrir að hafa aðeins náð að skora tvö mörk á síðustu fimmt- án mínútum leiksins. Staðan er því 1-1 í einvíginu og næsti leikur er á Ásvöllum á morgun. „Við hleyptum þessu upp í alltof mikla spennu í lokin en við erum búnir að vera betra liðið nán- ast alla leikina og það var algjör óþarfi hjá okkur að hleypa þessu upp í spennu. Ég var næstum því búinn að klúðra þessu fyrir okkur þegar ég fékk á mig heimskulegar tvær mínútur en strákarnir stóð- ust pressuna og kláruðu þetta,“ sagði Fannar Þór Friðgeirsson sem var markahæstur í Valsliðinu ásamt Arnóri Þór Gunnarssyni sem innsiglaði sigurinn í lokin. Arnór skoraði mikilvæg mörk í blálok beggja hálfleikja í gær. Fannar er bjartsýnn á fram- haldið. „Ég held að pústið hafi verið búið hjá flestum í fyrri leikn- um en við náðum að rúlla betur á hópnum í dag. Þetta lítur mjög vel út. Mér finnst við vera betra liðið og við ætlum bara að klára þetta. Í fyrra vantaði fullt af mönnum í liðið sem voru þá meiddir. Núna eru allir heilir og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta,“ sagði Fannar. Sigurbergur Sveinsson var yfirburðamaður í sóknarleik Haukanna í gær en það dugði ekki að hann skoraði 10 mörk því allir aðrir leikmenn liðsins skoruðu jafnmikið. „Við höfum þurft að lenda fimm mörkum undir í þessum tveimur fyrstu leikjum til þess að fara að gera það sem við ætluðum að gera. Ég veit ekki hvað veldur en við vorum bara ekki nógu hungraðir í dag. Þetta kom allt of seint og var bara frekar lélegt hjá okkur,“ sagði Sigurbergur. „Það er alveg á kristaltæru að við þurfum að spila í allar 60 mínúturnar en ekki bara í tíu mínútur eins og við höfum verið að gera. Það reddaðist í síð- asta leik en ekki núna. Við þurf- um aðeins að taka til í hausnum á okkur fyrir næsta leik. Við höfum ekki verið að spila þessa tvo fyrstu leiki að eðlilegri getu og við eigum mikið inni,“ sagði Sigurbergur. Valsmenn byrjuðu leikinn frá- bærlega með þá Hlyn Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson í fararbroddi. Hlynur varði fimm fyrstu skot Haukanna og Fannar skoraði 4 af 5 fyrstu mörkum Valsliðins. Staðan var í framhaldinu orðin 5-0 fyrir Val eftir átta og hálfa mínútu. Haukarnir tóku aðeins við sér og skoruðu 5 af næstu 6 mörkum en misstu Valsmenn síðan aftur frá sér sem voru 14-11 yfir í hálfleik. Haukamaðurinn Elías Már Hall- dórsson gerði stór mistök þegar hann fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna brottrekstur fyrir mót- mæli í stöðunni 17-13 fyrir Val. Haukarnir voru því manni færri næstu fjórar mínútur og Valsmenn nýttu sér þetta vel og komust sex mörkum yfir. Valsmenn gátu þó ekki verið öryggir með neitt eftir þróun mála í fyrsta leiknum. Haukarnir nýttu sér fátið vel og skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í 21-20. Valsmenn höfðu þó lært af fyrsta leiknum og hleyptu Hauk- unum ekki nær. Arnór Þór Gunn- arsson tryggði Valsmönnum sigur- inn með því að koma liðinu í 22-20 tólf sekúndum fyrir leikslok. Hlynur varði of mikið frá okkur „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstir í þessum leik og því miður fór þetta svona. Valsararnir voru með frumkvæðið allan leikinn og lönduðu verðskulduðum sigri. Mér fannst við finna ýmsar lausnir á þeirra varnarleik sem var að virka hjá okkur en við vorum að skjóta mjög illa á markið. Við þurfum að skjóta miklu betur á Hlyn í mark- inu. Hann er að verja alltof mikið frá okkur,“sagði Aron Kristjáns- son, þjálfari Hauka, en Hlynur Morthens varði 23 skot í gær eða 58 prósent skota sem á hann komu. ooj@frettabladid.is Sumartilboð Tilboðið gildir frá 1.6.10 til 15.8.10 Verð 12.500 kr FÓTBOLTI Björn Bergmann Sigurð- arson og Birkir Bjarnason skor- uðu báðir í norska boltanum í gær. Björn var í byrjunarliði Lille- ström og skoraði annað mark leiksins þegar liðið sigraði Sande- fjord 4-0. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar. Birkir hefur jafnað sig af meiðslum og kom inn á sem vara- maður hjá Viking. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafn- tefli gegn Kongsvinger á úti- velli. Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Viking sem er í níunda sæti. - egm Norski boltinn í gær: Björn og Birkir á skotskónum Létu Haukana ekki stela öðrum sigri Valsmenn jöfnuðu úrslitaeinvígið á móti Haukum með 22-20 sigri á heimavelli í gær en lengi leit út fyrir að Haukum tækist að stela sigrinum annan leikinn í röð. Hlynur Morthens varði 58 prósent skota Hauka. KLÁRAÐI LEIKINN OG FAGNAÐI MEÐ „DÓLGUNUM“ Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði sigur Valsmanna í gær og hér fagnar hann með stuðningsmannasveitinni hjá Val sem hefur tekið sér nafnið Dólgarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Valur-Haukar 22-10 (14-11) Mörk Vals (Skot): Fannar Þór Friðgeirsson 6/1 (13/2), Arnór Þór Gunnarsson 6/3 (7/3), Sigurð- ur Eggertsson 3 (8), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Elvar Friðriksson 2 (3), Sigfús Páll Sigfússon 1 (3) Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Ingvar Árnason 1(1), Jón Björgvin Pétursson (2), Baldvin Þor- steinsson (4). Varin skot: Hlynur Morthens 23 (40/3, 58%), Ingvar Guðmundsson 1/1 (4/4, 25%) Hraðaupphlaup: 4 (Fannar 2, Sigfús, Gunnar) Fiskuð víti: 5 (Sigfús 2, Ingvar, Arnór, Baldvin) Brottvísanir: 10 mínútur Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 10/4 (16/5), Pétur Pálsson 2 (3), Einar Örn Jónsson 2 (3), Guðmundur Árni Ólafsson 2/2 (5/3), Freyr Brynjarsson 1 (2), Elías Már Halldórsson 1 (4), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Björgvin Þór Hólmgeirsson 1 (5), Gísli Jón Þórisson (3), Stefán Rafn Sigurmannsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (20/4, 30%), Aron Rafn Eðvarðsson 8 (16/1, 50%) Hraðaupphlaup: 2 (Einar Örn 2) Fiskuð víti: 8 (Sigurbergur 3, Pétur 2, Freyr, Stefán, Tjörvi Þorgeirsson) Brottvísanir: 10 mínútur Tölfræðin úr leiknum KÖRFUBOLTI Miðherjar Íslandsmeistaraliðanna, Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Signý Her- mannsdóttir í KR, voru valin leikmenn ársins á Lokahófi KKÍ. Þau náðu bæði langþráðu tak- marki á þessu tímabili þegar þau urðu Íslands- meistarar í fyrsta sinn á sínum frábæra ferli. Hlynur og Signý voru bæði að fá þessi verð- laun í annað skiptið, Signý var einnig valin best í fyrra og Hlynur hlaut þessi verðlaun fyrir tveimur árum. Með því að vera kosinn besti leikmaðurinn náði Hlynur Bæringsson gullnu þrennunni en hann varð þar með sá fyrsti í 34 ár til að lyfta bæði Íslandsbikarnum og bikarnum sem og vera valinn leikmaður ársins. Jón Sigurðsson náði því einnig með Ármanni vorið 1976. Guðbjörg Sverrisdóttir úr Hamri og Ægir Þór Steinarsson úr Fjölni voru valin bestu ungu leikmennirnir og bestu erlendu leikmennirnir voru valin Heather Ezell úr Haukum og Justin Shouse í Stjörnunni. Þjálfarar ársins voru þjálf- arar Íslandsmeistaraliðanna, Benedikt Guðmundsson hjá kvennaliði KR og Ingi Þór Steinþórsson hjá karlaliði Snæfells. Hlynur Bærings- son raðaði að sér verðlaunum á hóf- inu en hann var einnig valinn besti varnarmaður ársins og besti leikmaður úrslitakeppn- innar. Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir úr KR var valin besti varn- armaðurinn hjá konunum annað árið í röð og Unnur Tara Jóns- dóttir var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sigmundur Már Herberts- son var valinn besti dómarinn sjötta árið í röð en hann jafn- aði þar með met Leifs Garð- arssonar frá 1999 til 2004. Listi yfir öll verðlaunin er inni á visir.is. - óój BEST Hlynur Bæringsson og Signý Hermannsdóttir.HANDBOLTI Gunnar Steinn Jóns- son hefur verið að spila frábær- lega með Drott og hann átti enn á ný góðan leik þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleikn- um um sænska meistaratitil- inn á móti Sävehof eftir 34-27 útisigur á Ystad í oddaleik í undanúrslitunum. Gunnar skoraði 7 mörk í odda- leiknum og samtals 32 mörk í 5 leikjum einvígisins en enginn leikmaður liðanna skoraði fleiri mörk en íslenski leikstjórn- andinn. Drott byrjaði leikinn samt mjög illa, lenti 1-7 undir en minnkaði muninn í tvö mörk fyrir hálfleik og vann seinni hálfleikinn með 9 marka mun. Drott vann undanúrslitaeinvígið 3-2 og mætir Sävehof í einum úrslitaleik næsta laugardag. - óój Drott komið í úrslitaleikinn: Gunnar Steinn áfram í stuði GUNNAR STEINN Stjórnaði sóknarleik Drott vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Kristianstad er að gera frábæra hluti undir stjórn Elísa- betar Gunnarsdóttur í sænska kvennafótboltanum. Kristianstad var í fallbaráttu í fyrra en er í 3. sæti eftir 3-1 sigur á Umeå í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp annað mark fyrir Kristianstad í leiknum og Erla Steina Arnar- dóttir spilaði sem markvörður í þessum leik í forföllum aðalmar- kvarðarins Söndru Wahldén. Edda Garðarsdóttir og félagar í Örebro eru í 4. sætinu eftir 1-0 sigur á Jitex. Edda spilaði allan leikinn en Ólína Viðarsdóttir er enn frá vegna meiðsla. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar í Djurgården náðu loksins að skora sitt fyrsta mark þegar þær komust af botninum með 2-1 sigri á AIK. - óój Frábær byrjun Kristianstad: Erla í marki og Margrét skoraði ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR Er á góðri leið með Kristianstad í sænsku kvenna- deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson varð fyrsti maðurinn í 34 ár til að ná gullnu þrennunni á einu tímabili: Gullið tímabil hjá bæði Hlyn og Signýju

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.