Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI7. júní 2010 — 131. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS 7. JÚNÍ 2010 23. TBL. Fasteignakaup kynnir vel staðsett 247 fm einbýlishús við Skjólbraut 20 í Kópavogi. H úsið er á tveimur hæðum með fjórum til fimm svefnherbergjum og inn-byggðum bílskúr, gengið er inn í húsið á neðri hæð. Á neðri hæð er forstofa með Höganes flísum á gólfi, stórt svefnherbergi með fataherbergi og snyrtingu inn af herbergi. Þar er vinnuherbergi, gestasnyrting og saunaklefi er inn af þvotta-húsi Stigi upp á efri hæð er léttur með tréþrepum. Á stofugólfi er gegnheilt beykiparket, á svefn-herbergjum er parket, skápar eru í tveimur. Á efri hæðinni er rúm-gott baðherbergi og stórt eldhús með upprunarlegri innréttingu í „seventies“ stíl. Vínyl-flísar á gólfi. Húsið er hitað upp með loft-ræstingu og ofnum. Gengið er út á svalir til suðurs og vesturs. Efri hæðin er 124 fm og íbúðarrými á neðri hæð er 86 fm. Bílskúr er 39 fm með hita og rafmagni. Mikið útsýni er af efri hæð og svölum. Lóðin er falleg og hefur verið endurgerð að hluta. Hér er um að ræða vel staðsett hús á eftirsóttum stað í vestur-bæ Kópavogs með góðu útsýni þar sem stutt er út á stofnbraut og í miðbæinn, skóla, sundlaug og alla aðra þjónustu.Ásett verð hússins er 57,5 milljónir. Á góðum stað í Kópavogi Húsið er á tveimur hæðum með fjórum til fimm svefnherbergjum og innbyggðum bílskúr. Þórðarsveigur 6, íbúð 501 - 4ra herbergja KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Lækjarmelur 8 - 116 Reykjavík125 til 135 m2 atvinnuhúsnæði með millilofti við Lækjarmel 8 í Reykjavík Cð Dælisárvegur - Meðalfellsvatn60,8 m2 sumarbústaður við D liMeð lf ll Hjarðarholt - Með lf l OPIÐ HÚS heimili@heimili.is Sími 530 6500 Dreymir þig um nýja nágranna? Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Lét fhenda sér lykil að New York og frelsisstyttu Dýrgripirnir hans Snorra Ásmundssonar m d New York-borg og m d „Það sem ég geri í verkum mínum er að bjóða mig velkominn á svæði sem ég er ekkert endilega velkominn á,“ segir Snorri grallaralegur með sögulega gripi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍKON geta verið mjög skemmtilegar vegg- skreytingar. Oft kemur líka virkilega vel út að vera með nokkrar ólíkar helgimyndir í mismunandi stærðum saman á vegg. Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Útsalan er hafi n á vor og sumarlista friendtex Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Laugard. frá kl 11 – 16 híbýli&viðhaldMÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2010 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald MÁNUDAGUR skoðun 12 veðrið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Borðhandlaug Lugano 57x43 5000.- Tilboðsverð Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að mánudags- fisknum er á gottimatinn.is FÓLK Blaðamaður eins stærsta hommablaðs heims, Gaytimes, fullyrðir á bloggi blaðsins að Hera Björk hafi verið rænd sigrinum í Eurovision. Íslenska söngkonan sé þar að auki eitt það besta sem hafi komið fyrir samkynhneigða menningu og tónlist. Íslenska framlagið, Je Ne Sais Quoi, hafnaði í nítj- ánda sæti í Eurovision og sú niðurstaða olli nokkrum vonbrigðum enda hafði laginu verið spáð góðu gengi. Bob Henderson hjá Gay Times segir að Ísland hafi liðið fyrir kunningsskap og fólk hafi frekar hlustað á lélega brandara um landið en lagið sjálft. Hera Björk sjálf segir mikið líf eftir 19. sætið. Hún hafi fengið feikileg viðbrögð í gegnum heima- síðu sína, ekki bara frá samkynhneigðum karlmönn- um, heldur líka heimavinnandi húsmæðrum sem hafi séð ný tækifæri vegna framgöngu hennar. Hera mun troða upp á risastórri tónlistarhátíð í Holland um næstu helgi en hefur þar að auki verið boðið að troða upp í Gay Pride-göngum í Berlín, Munchen, Svíþjóð og New York. - fgg / sjá síðu 26 Víðlesið hommablað segir Heru Björk hafa verið rænda sigri í Eurovison: Boðið á Gay Pride í fjórum borgum BJARTAST Í INNSVEITUM Í dag verður austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en hvassara allra syðst. Búast má við lítilsháttar vætu sunnanlands en annars verður fremur þurrt í veðri. veður 4 13 1615 10 Heiðmörk 60 ára Vígð sem friðland og skemmtigarður Reykvíkinga. tímamót 14 Með tvo í takinu Cheryl Cole hefur ekki gefi ð ástalífi ð upp á bátinn. fólk 18 VIÐSKIPTI Skattaafsláttur ein- staklinga vegna kaupa á hluta- fé í nýsköpunar- og sprotafyrir- tækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað,“ segir Eggert Cla- essen, framkvæmdastjóri fjár- festingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæð- ir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. Helga Valfells, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins, segir mikla áhættu felast í kaupum á hlutafé sprotafyrirtækja og því hefði verið farsælla að veita fólki afslátt vegna fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrir- tækjum. Slíkt var í gildi fyrir rúmum áratug og hleypt lífi í hluta- bréfamarkaðinn. Hún bendir á að þegar frumvarpið var til umræðu í nefnd hafi margir lagt slíkt til. „Ég sá fyrir mér sjóð sem fjárfestir í nokkrum fyrirtækjum en er lokað- ur í nokkur ár,“ segir Helga. Lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tóku gildi á nýársdag. Þau fela í sér að einstakl- ingar geta fengið að hámarki þrjú hundruð þúsund króna skattaaf- slátt vegna kaupa á hlutafé nýsköp- unarfyrirtækja og hjón tvöfalt meira. Fjárfestingin þarf að vera bundin í þrjú ár. Aðeins er um að ræða þátttöku í hlutafjáraukningu nýsköpunarfyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu hjá Rannís. Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er sérfræðingur hjá Rannís og vinn- ur að innleiðingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Hann segir flesta umsagnaraðila hafa bent á sjóðaleiðina en kann ekki skýringu á því hvers vegna sú leið var ekki farin. Magnús hefur eftir stjórnend- um sprotafyrirtækja að núverandi fyrirkomulag geti flækt rekst- ur fyrirtækjanna, það dragi úr flækjustiginu að hafa einn sjóð í hluthafahópnum heldur en allt upp undir hundrað manns sem tekið hafi þátt í hlutafjáraukn- ingu fyrirtækisins. „Ég held að það skili meiri árangri að hafa sjóðafyrirkomulag. Það er betra að hafa einn sjóð í hluthafahópn- um í stað fimmtíu til hundrað ein- staklinga.“ Lög um stuðning við nýsköpunar- fyrirtæki verða endurskoðuð undir lok næsta árs. - jab Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið Fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum er áhættufjárfesting. Draga má úr henni með kaupum í fjárfestingar- sjóði. Margir hluthafar geta flækt rekstur lítilla sprotafyrirtækja, segir sérfræðingur Rannís. Sigrar hjá Fram og ÍBV Fram og ÍBV eru í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinn- ar eftir útisigra í gær. íþróttir 22 UMHVERFISMÁL Öskulag eftir gosið í Eyjafjallajökli er yfir öllu í Þórsmörkinni. Ferðamenn sem voru þar í gær þurftu að moka af borðum til að setjast og fá sér bita. Búast má við að aska fjúki af gríðarstóru svæði næstu tvö til þrjú árin, eða allt að fjórum pró- sentum af flatarmáli landsins. Þetta segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Hann setur þó fyrirvara við það hvenær foki ljúki, því engin reynsla sé af öðru eins. „Enginn mannlegur máttur getur stöðvað fokið frá þessum svæðum, heiðunum og í afréttum, en ég legg áherslu á að við drög- um úr vanda íbúanna á svæðun- um sem hafa orðið verst úti og styrkjum gróður í byggð,“ segir Sveinn. - kóþ / sjá síðu 6 Búist við öskufoki næstu árin: Þórsmörk er víða öskugrá NÖTURLEGT YFIR AÐ LÍTA Askan liggur yfir öllu í Þórsmörk og sums staðar hvergi grænan blett að sjá. Óvíst er hversu lengi gróður verður að jafna sig og ljóst að mikið hreinsunarstarf er framundan í þessari ferðamannaparadís. MYND/HELEN MARÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.