Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 40
20 7. júní 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is 4 DAGAR Í HM HANDBOLTI Kiel varð um helgina þýskur meistari sjötta árið í röð aðeins tæpri viku eftir að liðið tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. Afrek þjálfarans Alfreðs Gísla- sonar er einstakt í sögunni og það var magnað að sjá liðið síðustu tvær vikurnar klára fimm úrslita- leiki, fyrst óopinberan úrslitaleik í deildinni á móti HSV Hamburg 22. maí, þá leiki á móti spænsku stórliðunum Ciudad Real og Bar- celona um úrslitahelgi Meistara- deildarinnar og loks tvo síðustu deildarleikina á næstu sex dögum eftir að Evrópumeistaratitillinn kom í hús. „Þetta var stórkostlegt tíma- bil. Það var frábært að enda þetta svona vel. Við vorum búnir að vinna mánuðum saman við þetta og þetta var stórkostlegur árang- ur hjá liðinu,“ sagði Alfreð í við- tali við Fréttablaðið skömmu eftir leikinn. Kiel vann 27-24 sigur á Gross- wallstadt, liði Sverres Jakobs- sonar og Einars Hólmgeirssonar, í lokaumferðinni á laugardaginn. Kiel lenti 0-4 undir en Alfreð tókst að kveikja í sínum mönnum sem fundu aukaorku til að klára fimmta úrslitaleikinn á fimmtán dögum. Aron Pálmarsson fékk ekki mikið að spila hjá Alfreð en vann engu að síður tvo stærstu titlana strax á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Þetta var hrikalega erfitt tíma- bil hjá okkur en þetta er með því besta sem hefur verið gert. Við náðum að klára stóru tvennuna en ekki eins og í fyrra þegar við unnum minni tvennuna. Liðið er búið að vinna hrikalega vel saman og það eru allir að skila sínu,“ sagði Alfreð en stóra tvennan er þá að vinna þýsku deildina og Meistaradeildina á sama tímabili. Í fyrra vann liðið meistaratitilinn og bikarinn en tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Alfreðs vinnur þessa tvo stærstu titla í boði á sama tímabili. Alfreð Gíslason er jafnframt orðinn einstakur í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir að hann gerði Kiel að þýsk- um meisturum annað árið í röð. Alfreð varð þar með fyrsti mað- urinn til að vinna erfiðustu deild í heimi tvö ár í röð, bæði sem leik- maður og þjálfari. Alfreð Gíslason er þó ekki fyrsti sigursæli þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar en enginn þeirra hefur náð þessu. Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, sem varð sex sinnum meistari sem leikmaður Gummersbach (fjögur ár í röð frá 1973-1976 og tvö ár í röð 1982-83) náði aldrei að gera lið að meisturum tvö ár í röð, en undir hans stjórn vann Gummers- bach titilinn 1988 og 1991 og þá gerði hann SG Wallau/Massen- heim að meisturum 1993. Zvonimir Serdarusic gerði lið 11 sinnum að þýskum meisturum en vann titil- inn aldrei sem leikmaður og sömu sögu er að segja af Rúmenanum Petre Ivanescu. Alfreð varð þýskur meistari sem leikmaður TUSEM Essen árin 1986 og 1987 og var þá algjör lykilmað- ur í leik liðsins. Hann hefur þjálf- að í Þýskalandi undanfarin þrettán ár og gerði Magdeburg að meistur- um árið 2001 en fékk haustið 2008 tækifæri til að taka við sigursæl- asta liði þýska handboltans undan- farna tvo áratugi. Honum tókst að viðhalda sigurhefð félagsins þrátt fyrir brottfall margra lykilmanna og afrek liðsins á þessu tímabili er magnað ekki síst þar sem að liðið missti leiðtogana Stefan Lövgren og Nikola Karabatic fyrir tímabil- ið og sænski landsliðsfyrirliðinn Kim Andersson var nánast ekkert með vegna meiðsla. Kiel hikstaði aðeins um mitt tímabil þegar meiðslin voru hvað mest en frá tapinu á móti Lemgo 14. mars þá hefur liðið ekki stigið feilspor. Kiel vann 17 síðustu leiki tímabilsins, ellefu þeirra voru í deildinni og hinir sex í Meistara- deildinni. „Það er búið að ganga rosalega vel hérna hjá mér í Kiel og þetta er alveg dásamlegt. Þetta var frábært tímabil í heildina og liðið stóð sig alveg stórkostlega og vann alveg hrikalega vel saman,“ sagði Alfreð áður en hann hélt áfram för sinni með Kielar-mönnum sem fögn- uðu meðal annars titlunum tveim- ur fyrir tuttugu þúsund manns á Ráðhústorginu í Kiel. ooj@frettabladid Stóra tvennan í húsi hjá Alfreð Alfreð Gíslason varð um helgina fyrstur í sögu þýsku deildarinnar til að vinna meistaratitilinn tvö ár í röð, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alfreð kom með Kiel upp á réttum tíma en liðið vann 17 síðustu leikina. SIGUR-STURTAN Tékkinn Filip Jicha átti frábært tímabil með Kiel en Alfreð setti meir ábyrgð á hann þegar Nikola Karabatic fór. Hér fær Alfreð gusuna í leikslok. MYND/AP Ronaldo er sá sem hefur skorað mest fyrir heimsmeist- aralið í úrslitakeppni HM. Hann skoraði 8 mörk í 7 leikj- um þegar Brasilía tryggði sér titilinn 2002. Pele er aftur á móti sá sem hefur skorað flest mörk fyrir heimsmeistara í undan- og úrslitaleik á leið sinni að titlinum. Pele, þá aðeins 17 ára, skoraði 5 mörk í síðustu 2 leikjum Brasilíumanna þegar þeir tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeist- aratitil 1958. Pele skoraði líka sigur- markið í átta liða úrslitunum. 5 sinnum þýskur meistari Alfreð Gíslason hefur nú orðið þýskur meistari fimm sinnum á ferlinum, tvisv- ar sem leikmaður og nú í þriðja sinn sem þjálfari. Enginn annar Íslendingur hefur unnið titilinn oftar en einu sinni. Meistaratitlar Alfreðs í Þýskalandi 1986 Leikmaður TUSEM Essen 1987 Leikmaður TUSEM Essen 2001 Þjálfari SC Magdeburg 2009 Þjálfari THW Kiel 2010 Þjálfari THW Kiel Aðrir íslenskir meistarar í Þýskalandi Axel Axelsson, Dankersen 1977 Ólafur H. Jónsson Dankersen 1977 Kristján Arason, Gummersbach 1988 Ólafur Stefánsson, Magdeburg 2001 Aron Pálmarsson, THW Kiel 2010 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk að vita á laugardaginn hverjir verða mótherjar liðsins á EM í handbolta í desember en þetta er fyrsta stórmót kvennalandsliðsins. Ísland dróst í riðil með Rúss- landi, Svartfjallalandi og Króatíu og var landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir bara sátt við niðurstöðuna. „Ég var á Þingvöllum en ég fylgdist með netinu í gegnum símann og var alveg á tánum yfir þessu. Ég hlakka bara til að fá að taka á þessum stóru liðum frá Austur-Evrópu. Ég held að það sé mjög gott fyrir Ísland að spila leikina í Árósum því þar eru fullt af Íslending- um,“ segir Anna. „Rússland er hrikalegur risi og þá meina ég bókstaf- lega. Ég er bara písl við hliðina á þeim. Ég veit voða lítið um Króatíu og Svartfjallaland. Ef ég þekki Júlla rétt þá verður hann tilbúinn með fullt af klippum af þeim strax svo að við getum farið að undirbúa okkur sem fyrst. Þetta eru lið sem gætu strítt hvaða liði sem er en gætu líka misst dampinn. Það er kannski annað að segja um Rússland því þær eru svolítið afl sem er erfitt að stöðva. Það kemur bara í ljós en maður er alltaf tilbúinn að stríða risanum eins og Davíð á móti Golíat,“ segir Anna bjartsýn. „Þetta er hrikaleg upplifun fyrir okkur stelpurnar í liðinu,” segir Anna og bætir við: „Það er fullt af Íslendingum þarna og ég held að allur vinahópurinn minn búi þarna. Ég held að þetta sé hrikalega gott fyrir okkur. Ég var á Þingvöllum með henni Evu Margréti sem var einu sinni með mér í Gróttu og landsliðinu. Hún hoppaði hæð sína af gleði því hún er að flytja út til Árósa. Það var hrikalega gaman,“ segir Anna. „Ég hafði engan sérstakan áfangastað í huga en svo þegar við pælum í þessu þá eru Árósar mjög góður staður fyrir Íslendinga. Þegar það er nóg af bláu í stúkunni þá getur ekkert klikkað,“ sagði Anna að lokum. LANDLIÐSKONAN ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR: FYLGIST MEÐ EM-DRÆTTINUM Í SÍMANNUM Á ÞINGVÖLLUM Þetta getur ekki klikkað með nógu af bláu í stúkunni HANDBOLTI Hreiðar Leví Guðmundsson og félagar í þýska lið- inu TV Emsdetten eru komnir í úrslitaleikina um sæti í þýsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir 36-37 tap í seinni leiknum á móti Bergischer HC. TV Emsdetten vann heimaleikinn með sex marka mun og komst því áfram. TV Emsdetten mætir liði Dorma- gen í tveimur úrslitaleikjum um laust sæti í þýsku deildinni en Dormagen endaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur. Leikirnir fara fram 13. og 19. júní og er seinni leikurinn á heimavelli Emsdetten. Hreiðar Levý er ekki eini Íslend- ingurinn sem bíður spenntur eftir gengi Ems- detten á móti Dormagen því Patrekur Jóhann- esson mun þjálfa liðið næsta vetur og Valsmaðurinn Fannar Þór Frið- geirsson hefur samið um að spila með liðinu. - óój Baráttan um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni: Hreiðar og félagar komnir í úrslitin HREIÐAR LEVÝ GUÐMUNDSSON Er mjög mikilvægur hlekkur í liði TV Emsdetten. MYND/DIENER FÓTBOLTI Það hefur verið mikil dramatík í kringum meiðsli lykilleikmanna á lokasprettinum fyrir HM í Suður-Afríku og nú síðast meiddist Hollendingurinn Arjen Robben aftan í læri eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 6-1 sigri Hollendinga á Ungverj- um á laugardaginn. Bert van Marwijk, þjálfari Hol- lendinga, ætlar ekki að kalla á varamann fyrir Robben. „Ég mun gefa honum öll tækifæri til að ná HM,“ sagði Marwijk í gær. Það kemur betur í ljós í dag hversu alvarleg meiðslin eru og hvort Robben bætist í hóp þeirra David Beckham, Rio Ferdinand, Michael Ballack, Michael Essien og John Obi Mikel sem missa af HM. Didier Drogba lifir enn í voninni eins og Robben eftir að hann fór í vel heppnaða aðgerð á hendi á föstudagskvöldið. - óój Meiðsli á lokaspretti fyrir HM: Vita meira um Robben í dag ÁFALL FYRIR ROBBEN Arjen Robben liggur hér í grasinu. MYND/AP FÓTBOLTI Franski íþróttamálaráð- herrann hefur gagnrýnt gistiað- stöðu franska fótboltalandsliðs- ins á meðan á HM í Suður-Afríku stendur. Franska liðið hefur aðsetur á Pezula Resort hótel- inu í Knysna þar sem hvert her- bergi kostar 78 þúsund krónur nóttin. „Það eru greinilega marg- ir öfundsjúkir út í þetta hótel okkar,” sagði Alou Diarra, miðju- maður franska landsliðsins. - óój Franska landsliðið á HM: Á of fínu hóteli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.