Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 12
12 7. júní 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Má tala um trúmál og peninga í sama andartakinu? Á kirkjan nokkuð að ræða hluti eins og skuldavanda heimil- anna, skuldir landsins og álitamál þeim tengd? Jesús notaði líkingar um skuldir og lánar- drottna í dæmisögum sínum og hann byggði þar á hinum gyðinglega arfi sem viður- kenndi hvernig skuldir geta lamað allt og komið í veg fyrir að manneskjan haldi þeirri reisn sem henni ber. Í Gamla testa- mentinu sem inniheldur meðal annars lög Gyðinga, eru þau tilmæli að sjöunda hvert ár skuli gefa upp skuldir og leysa menn úr ánauð. Fimmtugasta hvert ár var landi skil- að er menn höfðu áður misst vegna skulda. Af þessum brunni jós kirkjan þegar hún hvatti til þess að skuldir þriðja heimsins yrðu gefnar eftir árið 2000. Frá sjónarmiði kirkjunnar er mikilvægt að muna að tilgangur efnahagskerfis er að stuðla að lífsgæðum fyrir samfélag- ið. Tilgangurinn á ekki að vera hagnaður eða hagvöxtur sá sem gerir örfáa ríka rík- ari. Reynslan af hruninu hér sýnir okkur að hlutverkum var snúið við, í stað þess að samfélagið gætti að markaðinum, gildum hans og verkum, þá setti markaðurinn regl- urnar með hrapallegum afleiðingum. Þegar skuldastaða heimila og þjóðar er rædd eigum við að líta á þær siðfræði- hugmyndir sem réðu ferðinni, afsprengi hnattvæðingar og ofurtrúar á markaðinn og spyrja um réttmæti þess hvernig komið er. Þjóðkirkjan tilheyrir samfélagi kirkna um allan heim sem kallast Lúterska heims- sambandið. Aðild að því eiga 140 kirkjur í 79 löndum um allan heim, alls um 70 millj- ón manns. Lúterska heimssambandið hefur verið ötult að styðja kirkjur í Suður Amer- íku og Afríku í baráttu gegn því sem kalla má óréttmætar skuldir. Lúterska heims- sambandið hefur einnig bent á að margt sé líkt með Icesave skuldunum og óréttmætum skuldum landa í Afríku og Suður Ameríku. Undir þetta hafa lúterskar kirkjur í Hol- landi og Bretlandi tekið. Það kann að vera erfitt fyrir þjóðarstolt- ið að kyngja slíkri samlíkingu en líkind- in eru til staðar. Þess vegna er áskorunin sú að um leið og við glímum við ábyrgð og afleiðingar hrunsins, þar á meðal Icesa- ve skuldirnar, þá þurfum við að skoða þá alþjóðlegu hugmyndafræði sem leiðir til þessarar stöðu, spyrja um gildi hennar og siðfræði og þora að taka á þar sem breyt- inga er þörf. Vorar skuldir ... Trúmál Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Prestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins 167 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 24.415.000 kr. Dregið 17. júní 2010 H afrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í sept- ember. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðast- liðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekk- ert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til. Nú leggur Hafró til, á grundvelli rannsóknarniðurstaðna, að þorskkvótinn verði aukinn um tíu þúsund tonn, úr 150 þúsundum í 160 þúsund, á næsta fiskveiðiári. Þessi ráðgjöf er í samræmi við markaða nýtingarstefnu stjórn- valda og aflaregluna, sem kveður á um að ekki skuli veitt umfram ákveðið hámark af viðmiðunar- stofninum svokallaða. Hafró bendir á að löngum hafi bæði kvótinn og raunverulegur afli verið langt umfram ráðgjöf stofnunarinnar, en mikil breyting hafi orðið til batnaðar síðustu árin, með tilkomu nýtingarstefnu og setningu aflareglu. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, tók rétta en erfiða ákvörðun árið 2007 um að skera þorskaflann niður úr tæplega 200 þúsund tonnum í 150 þúsund til þriggja ára. Einar sagði í Fréttablaðinu á laugardag að hefði ekki verið brugðizt við þá, hefði áralangur niðurskurður blasað við. Þetta er rétt mat. Við sjáum það nú að viturlegar ákvarðanir um að veiða ekki meira en stofnarnir bera, skila sér síðar í eflingu þeirra. Því miður kemur það ekki á óvart að Örn Pálsson, talsmaður smá- bátasjómanna, leggur til í blaðinu á laugardag að ekkert verði gert með ráðgjöf Hafró, heldur veidd 200 þúsund tonn af þorski. Smá- bátasjómenn eru líka óhressir með tillögur um að minnka á ný veiði á tegundum á borð við steinbít og ýsu, en hún var aukin tímabundið umfram ráðgjöf Hafró til að mæta niðurskurðinum í þorskinum. Sjómenn og aðrir hagsmunaaðilar virðast stundum halda að af því að þeir sjá nógan fisk í sjónum, megi veiða langt umfram það sem vísindamennirnir leggja til. Þá gleymist að forsenda þess að áfram verði nógur fiskur í sjónum er að farið sé eftir vísindalegri ráðgjöf og gætt fyllstu varúðar við nýtingu auðlindanna. Í löndum allt í kringum okkur sjáum við dæmi um hörmulegar afleiðingar þess að stjórnmálamenn létu undan þrýstingi hagsmuna- aðila, sem töldu allt í lagi að hunza tillögur vísindamanna og veiða meira í þágu skammtímahagsmuna. Óvíst er að fiskistofnar margra nágrannalanda okkar nái sér nokkurn tímann á strik aftur eftir svo óskynsamlega veiðistjórnun. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og aðrir, sem koma að ákvörðunum um kvótann á næsta fiskveiðiári, eiga ekki að láta undan þrýstingnum. Þeir eiga að hafa langtímahag sjávarútvegsins og þar með íslenzks efnahagslífs að leiðarljósi. Stjórnmálamennirnir eiga að fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar um afla á næsta ári. Viturlegar ákvarð- anir skila sér Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Breytt viðhorf? Það verður athyglisvert að sjá hvernig sjálfstæðismenn í Reykjavík bregðast við upplýsingum um útstrikanir á Gísla Marteini Baldurssyni í borgar- stjórnarkosningunum. Um 19 prósent kjósenda strikuðu yfir hann, eða færðu hann niður á lista. Hann þarf þó ekki að víkja, frekar en hann vill. Það leiðir þó hugann að málum Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar árið 1998. Alls strikuðu 5,5 prósent Helga út, en 22,4 Hrannar. Sjálfstæðismenn í borginni fóru þá mikinn og heimtuðu afsögn þeirra beggja. Ætli viðhorf þeirra hafi breyst? Aðskilnaðurinn „Það er ekkert til sem heitir algjör aðskilnaður ríkis og kirkju,“ sagði biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigur- björnsson, um helgina. Nú má vel vera að með rökfræðitrixum megi halda þessu fram, það skiptir í raun voðalega litlu. Á meðan eitt trúfélag nýtur réttinda umfram önnur er verið að mismuna. Það er ekki flókið. Traustsmælingin „Þetta er á endanum mat kjósenda í Reykjavík,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að þrýsta á um afsögn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, sem þáði 25 milljónir í styrki fyrir prófkjör vegna kosninganna árið 2007. Vissulega rétt, en gallinn við þetta er sá að þegar kjósendur mátu Guðlaug Þór, í síðustu kosn- ingum, lágu þessar upplýsingar ekki fyrir. Það skiptir ansi miklu. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.