Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.06.2010, Blaðsíða 16
Garðhúsgögn og grill er að verða að staðalbúnaði garðeigenda yfir sumartímann enda sumrin verið hlý. Mikið er til af fínum garðhúsgögnum í búðunum og síðustu misserin er nokkuð um að þau séu máluð í sterkum litum eða mjallahvítu. Það eina sem þarf að hafa hugfast er að koma þeim fyrir í öruggt skjól í haust svo ekki þurfi að fjárfesta í nýjum á hverju sumri. En þangað til er um að gera að skreyta þau með púðum, pullum og blómum einhvers staðar úr villtu nágrenni. juliam@frettabladid.is Heimilisfólk í garðinum Veðurblíðan hefur verið einstök undanfarið og ekki að undra þótt margir vilji helst færa sófann og eldavélina út í garð. Fréttablaðið renndi stuttlega yfir nokkra forláta muni fyrir garðbúa. Sængurfatnað þarf að viðra og þvo eftir veturinn enda jafnast ekk- ert á við að leggjast til svefns undir brakandi hreinum sængum. Góð regla er að skipta um sængurföt á tveggja vikna fresti og þvo á 60 gráðum en við það drepast rykmaurar. Á heimasíðu Astma og ofnæmisfélagsins er mælt með að þvo rúmföt vikulega til að minnka magn rykmaura en þeir geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Sængurnar sjálfar má einnig þvo reglulega og fylgja leiðbeiningum á þvottamiða eða láta hreinsa. Dúnsængur skal ekki setja í hreins- un heldur þvo í vél þar sem dúnninn getur tekið til sín kemísk efni sem notuð eru í hreinsun. Á vefsíðu LínDe- sign segir að dúnsængur skuli þvo við 50 gráður og þurrka síðan vel í þurrk- ara. Betra er að þurrka sængurnar lengur við lægra hitastig og setja tennisbolta með í þurrkarann en hann slær lofti aftur í sængina. -rat Viðrað eftir veturinn Þeir sem líta á bækurnar sínar meira sem stofustáss brjóta þess- ar reglur hikstalaust. Enda auðvitað miklu skemmti- legra að lífga upp á stofuna með því að raða bókunum eftir lit, láta þær mynda munstur í hillunum eða snúa kjölum bókanna jafnvel að veggnum svo engin leið sé að sjá hvert innihaldið er. -rat Uppreisn í hillunni Bókum er gjarnan raðað í hillur eftir ströngustu reglum bókasafnsfræð- innar og flokkaðar niður eftir efni, höfundi og þar fram eftir götunum. Sumum finnst miklu skemmtilegra að raða bókum efitr lit í hillurnar til að lífga upp á stofuna. MYND/FAMILYLIVING.SE BLÓM í pottum gera mikið fyrir sólpallinn. Einnig getur komið mjög vel út að hengja potta með marglitum blómum í trén í garðinum. Sængurnar þarf að þvo og viðra reglulega. Smart svart borð út á verönd. 160 x 90 cm. ILVA, Korputorgi. Verð: 39.994 krónur. Það er ekki oft sem grill eru mikið fyrir augað en Weber kolagrillið er eitt þeirra. Húsasmiðjan, Skútuvogur 16. Verð: 42.995 krónur. Rolf Svensson hannaði hinn gullfallega BROMMÖ-legubekk fyrir IKEA. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 11.990 krónur. Nett og þægilegt brúnt BOLLÖ-felli- borð úr aksaíuvið. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 4.990 krónur. Limegrænn stóll sem hægt er að fella saman. ILVA, Korputorgi. Verð: 2.995 krónur Phuket-sólbekkurinn kemur mjög vel út á pöllum - með hjólum og gráum púðum. Húsasmiðj- an, Skútuvogur 16. Verð: 19.895 krónur. Svart og hvítt stílhreint teppi út á svalir. ILVA, Korputorgi. Verð: 2.495 krónur. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 13-16 Sumaropnun mán.- fös. kl. 13-16 Mánudagur 7. júní Miðvikudagur 9. júní - Opið frá 9 til 16 Fimmtudagur 10. júní Láttu viðskiptahugmyndina verða að veruleika Birgir Grímsson frá V6 Sprotahúsi fjallar um hvernig má stofna fyrirtæki, auka árangur og minnka líkur á mistökum án þess að kosta miklu til. Tími: 13-14 Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13-14 Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa þig í að tala? Tími: 13 -14 Lífskraftur og tilfinningar - Lærðu að þekkja tilfinn- ingar þínar, þjálfa þig í að stjórna þeim og styrkja þig. Fyrsti hluti af sex. Skráning nauðsynleg. Tími: 13-15 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14 -16 Fantasiupasta - Lærðu að gera ljúffenga pastasósu og fáðu gott smakk í lokin. Tími: 13 -14 Saumasmiðjan - Síðasta skipti fyrir sumarfrí. Tími: 13-15 Tölvuaðstoð - Breyttur tími - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 14 - 15 Safaríkt sumar með heilsuhópnum - Lærðu að gera alvöru grænmetis- og ávaxtasafa og fáðu smakk. Hollt og gott og tækifæri til að kynnast heilsuhópnum. Tími: 14-15 Art of living - Í þessari viku fjallar Lilja sérstaklega um brosið og lífið ásamt því að teygja vel. Tími: 15-16 Japanskur hversdagsmatur - Fáðu að smakka og lærðu að búa til bragðgóðan mat með Tosiki Toma. Tími: 13-14 Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Lífskraftur og tilfinningar - Annar hluti af sex skipta hópvinnu sem hófst á þriðjudaginn. Lokað eftir fyrsta tímann. Tími: 13 -15 Hvers vegna verðum við meðvirk? - Ráðgjafar Lausnar- innar verða með fyrirlestur um vandamálið. Tími: 14-15 Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15-16 Föstudagur 11. júní Dagskrá vikunnar Þriðjudagur 8. júní Rauðakrosshúsið Athugið breytingar á föstum dagskrárliðum Qi Gong verður í Grasagarðinum við Kaffi Flóru á þriðjudögum kl. 11:15 Möguleikar internetsins og óhefðbundin atvinna Innsýn inn í markaðssetningu á netinu. Tími: 13-14 Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13-15 EFT og djúpslökun - Lærðu að nota tækni sem getur bætt líf þitt. Tími: 14-16 Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14 -16 Briddsklúbbur - Viltu spila bridds? Tími: 14-16 Ungi sjálfboðaliðinn - Það er ekki hundleiðinlegt að vera sjálfboðaliði. Prófaðu eitthvað nýtt og gefðu af þér í leiðinni. Tími: 14 - 15. Jóga - Breyttur tími - Viltu prófa jóga? Tími: 15 - 16 Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu. Fólk á aldrinum 16 - 24 ára er sérstaklega hvatt til að mæta. Taktur - Hönnunar-, prjóna-, heilsu- og íslenskuhópar, fréttasmiðja, atvinnuleit og ferilskrá. Tími: 9-13 teg. 42026 - mjög mikið fylltur í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- OG BUXUR Í STÍL !! Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.