Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 2
2 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Hans, er mikið í kortunum? „Í kortunum eru upplýsingar um allt nema hvernig á að brjóta þau saman.“ Kortagerðarmaðurinn Hans H. Hansen hefur gert nýjan Íslandsatlas í kvarðanum 1:100.000. HESTAMENNSKA „Það eru vísbend- ingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfið- ari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Stein- björnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hest- alækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Mat- vælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýk- ingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu átt- ina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbending- ar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenn- ingu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftr- arkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rann- saka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvæla- stofnunar og rannsóknastofunn- ar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauð- ir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keld- um. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is Grunur um herpes- sýkingar í hestum Tveir dýralæknar telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossum sem veikst hafa af hestapestinni, að sögn yfirdýralæknis. Hann segir rannsóknum hraðað. 20 milljón króna rannsóknarstyrkur var veittur í gær. HESTAPESTIN Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis. FRETTABLADLD/GVA ÞÝSKALAND, AP Maður vopnaður skotvopni, líklega skammbyssu, hélt viðskiptavinum og starfs- mönnum H&M fataverslunar í Leipzig í Þýskalandi í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gær. Maðurinn gafst upp eftir umsátur lögreglu og var hand- tekinn. Talsmaður lögreglu sagði manninn líklega þjást af einhvers konar geðröskun. Ekki var upp- lýst í gær hversu mörgum maður- inn hélt í gíslingu, en engan sak- aði við gíslatökuna. Lögregla var með mikinn við- búnað vegna gíslatökunnar, og lokaði af stórum hluta miðborgar Leipzig meðan á umsátrinu stóð. - bj Tók gísla í H&M verslun: Gafst upp og sleppti gíslum GÍSLAR Þungvopnaðir sérsveitarmenn sátu um gíslatökumanninn, en hann gafst upp án þess að nota vopn sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Forsætisráðherra seg- ist mjög ánægð með samkomulag formanna flokkanna, um þinglok, sem náðist í gær. Samkvæmt því er stefnt að þinglokum í dag. „Það náðist niðurstaða í þessum stærstu deilumálum. Komið var í veg fyrir að vatnalögin taki gildi, sem hefði styrkt stöðu landeigenda á kostnað almennings,“ segir hún. Jóhanna vonaðist í gær að til- laga um stjórnlagaþing yrði sam- þykkt í nótt. Það væri ekki útþynnt frumvarp, eins og haldið hefur verið fram. „Það hefur frekar verið styrkt en hitt. Ég held að þetta feli í sér að fólkið fái nýja stjórnarskrá, sem lengi hefur verið beðið eftir,“ segir hún. Jóhanna fagnar mjög sátt um aðgerðir vegna skuldavanda heimil- anna, en sérstakur þingfundur verð- ur um þau mál á fimmtudag í næstu viku. Þá verður til að mynda rætt um stofnun umboðsmanns skuldara og nánari útfærslu á greiðsluaðlög- un ásamt frumvarpi um bílalán. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar, segir tvær ástæður fyrir því að heimilispakkinn sé ekki afgreidd- ur strax. „Það hefur þurft að fá yfirlestur frá réttar- fars nefnd og svo er að falla hæstaréttardómur sem hefur áhrif á þessi mál,“ segir hún og vísar til væntanlegs dóms þar sem skorið verður úr um lög- mæti lána í erlendum gjaldeyri. Á yfirstandandi þingi skal einnig afgreiða frumvarp um varnar- málalög, með breyting- um. Rammaáætlun fer í nefnd og frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu einn- ig. Forsætisráðherra minnir á að rannsóknarnefnd Alþingis hafi lagt mikla áherslu á fækkun og styrkingu ráðuneyta í rannsókn- arskýrslunni. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir segir að væntanlega náist að ljúka málum um miðjan daginn í dag. „Við verðum hér fram á nótt ef með þarf,“ sagði hún í gærkvöldi. - kóþ Aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum eru háðar niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti gengislána: Ný stjórnarskrá í vændum og vatnalög bíða VIÐSKIPTI Slitastjórn Straums telur að samn- ingur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjár- festingarbankann eftir fall bankanna í okt- óber 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamn- ingum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóð- ur gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi,“ segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfest- ingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoð- endafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bank- ans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrver- andi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman,“ segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. - jab SÍÐASTI FUNDURINN William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók hann yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slitastjórn Straums telur lánveitingar til félaga sem tengjast Björgólfsfeðgum í lagi: Vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð héraðsdóms og úrskurðað að þýski bankinn Dekabank eigi að fá efnismeð- ferð í héraðsdómi í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hafði vísað mál- inu frá. Dekabank var einn af stærstu lánardrottnum Glitnis og er meðal helstu kröfuhafa. Bank- inn telur fjölmörg mistök hafa verið gerð af hálfu stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins og höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. Krafa hans hljóð- ar upp á 338 milljónir evra, um 53 milljarða króna. - jab Dekabank í mál við ríkið: Krefst 53 millj- arða króna JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR NEYTENDUR N1 lækkaði listaverð á 95 oktana bensíni um ellefu krón- ur í gær. Algengasta hæsta verðið hjá olíuversluninni fór við það úr 201 krónu í fyrradag niður í 188,8 krónur. Hæsta verðið var hjá Skeljungi á höf- uðborgarsvæð- inu í gær, 192,5 krónur á lítr- ann. „Við höfum breytt um stefnu og ætlum að bjóða sama verð á mönnuðum stöðvum og ómönnuðum,“ segir Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1. Hann segir þetta nýj- ung hjá félaginu. Erfitt sé að spá því hvort verðið haldist lengi á þessu róli. „Það fer allt eftir því hvað þetta verðstríð stend- ur lengi yfir. Verðið gæti verið svona í allt sumar,“ segir hann en ítrekar að það þyrfti að vera hærra. - jab N1 lækkar listaverð á bensíni: Fer niður um ellefu krónur HERMANN GUÐMUNDSSON NÁTTÚRA Aldrei hafa fleiri frjó- korn mælst í Reykjavík en í apríl og maí síðastliðnum. Þá mældust 2000 frjókorn á rúmmetra á sól- arhring. Þetta kemur fram í frjó- mælingum Náttúrufræðistofnun- ar Íslands. Mestu munar um birkifrjó, sem hafa ekki verið fleiri síðan árið 2006. Asparfrjó voru líka yfir meðallagi, en þau voru þó færri en verið hefur undanfarin ár. Frjótalan var um og yfir 300 fjóra daga í röð í lok maí. Það er afar óvanalegt. Það er vegna þess að tíðarfar var einstaklega hagstætt fyrir frjódreifingu í lok maí, en þá var þurrviðri og hlýtt. - þeb Náttúrufræðistofnun Íslands: Metfjöldi frjó- korna í loftinu SJÁVARÚTVEGUR Línu- og hand- færabáturinn, Eyjólfur Ólafsson GK-38 sem leit hófst að klukkan hálf níu í gærkvöldi fannst rúmri klukkustund síðar um fjörutíu sjómílur suðvestur af Reykjanesi, eða á svipuðum slóðum og þegar síðast heyrðist til hans. Varðstjórar Landhelgisgæsl- unnar höfðu ítrekað reynt að ná sambandi við bátinn en þyrla Landhelgisgæslunnar og varð- skipið Týr, auk báta á Reykjanesi, tóku þátt í leit að honum. Bátnum var vísað til hafnar þar sem hann gerðist brotlegur við þrenn lög. Báturinn er gerð- ur út frá Sandgerði. Fimm ár eru síðan hans var leitað á svipuðum slóðum. - jab Handfærabátur fundinn: Síðast leitað að bátnum fyrir fimm árum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.