Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 4
4 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR BRETLAND David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar fyrir hönd breska ríkisins á framferði breskra her- manna á blóðuga sunnudeginum svonefnda í Londonderry árið 1972 þegar þrettán manns voru skotnir til bana. Cameron kynnti niðurstöður breskrar rannsóknarnefndar á atburðum þessa dags fyrir breska þinginu í gær. Þar kom meðal ann- ars fram að hermennirnir hefðu ekki gefið fólki neinar viðvaranir áður en þeir hófu skothríð á mann- fjöldann. Enginn þeirra sem létu lífið hefði haft uppi tilburði til að ógna neinum eða gert neitt sem réttlætti skot bresku hermann- anna. Þúsundir kaþólskra höfðu safn- ast saman í borginni Londonderry, eða Derry eins og kaþólskir kjósa heldur að nefna hana, 30. janúar árið 1972 til að mótmæla mann- réttindabrotum stjórnvalda sem höfðu hneppt menn í fangelsi án dóms og laga vegna fyrri átaka á svæðinu. Mannfjöldinn hugðist ganga að Guildhall, ráðhúsi borgarinnar, en stjórnvöld höfðu bannað mótmæla- göngur af þessu tagi. Herdeild breskra fallhlífar- hermanna hafði fengið þær skip- anir að handtaka eins marga og mögulegt væri. Þess í stað hófu hermennirnir skothríð með þeim afleiðingum að fjórtán manns urðu fyrir skotum. Þrettán þeirra létu lífið, allir saklausir samkvæmt skýrslu þingnefndarinnar sem birt var í gær. Atburðirnir þennan dag ollu tíma- mótum í baráttu kaþólskra á Norð- ur-Írlandi fyrir aðskilnaði frá Bret- landi. Átökin hörðnuðu um allan helming og áttu eftir að kosta nærri fjögur þúsund manns lífið áður en samið var um frið árið 1998. Mark Saville, lávarður og hæsta- réttardómari, var fenginn til þess árið 1998 að stjórna rannsóknar- nefnd til að fara ofan í saumana á atburðum þessa dags. Eftir tólf ára rannsókn birti nefndin loks niðurstöður sínar í gær. Þar kemur fram að breskur hermaður hafi skotið fyrsta skot- inu að ástæðulausu. Niðurstöður nefndarinnar voru fyrst kynntar ættingjum hinna látnu í ráðhúsinu í Londonderry í gær. Fjöldi manns hafði safn- ast saman fyrir utan ráðhúsið og brutust út mikil fagnaðaróp þegar ættingjarnir lýstu ánægju sinni með niðurstöðurnar. gudsteinn@frettabladid.is Breski herinn hafði engar málsbætur Breski herinn átti alla sök á atburðum blóðuga sunnudagsins á Norður-Írlandi í janúar 1972 þegar þrettán saklausir menn féllu fyrir skotum breskra hermanna. Niðurstaða breskrar þingnefndar eftir tólf ára rannsókn er afdráttarlaus. FYLGST MEÐ CAMERON Íbúar í Londonderry fagna þegar forsætisráðherra Bretlands biðst afsökunar fyrir hönd stjórnar sinnar. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Freyja Haraldsdóttir hlaut í gær viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björns- sonar fyrir lokaverkefni sitt í BA- námi í þroskaþjálfarafræði. Lokaverkefni Freyju fjallar um fötluð börn fram til þriggja ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Markmið rannsóknar hennar var að öðlast skilning á upplifun og reynslu foreldra ungra fatlaðra barna af þjónustu, viðhorfum og vinnubrögðum fagfólks. Freyja er með meðfæddan beinasjúkdóm sem gerir bein hennar afar brothætt, og gaf, ásamt Ölmu Guðmundsdóttur, út bókina Postulín árið 2007. - bj Viðurkenning fyrir verkefni: Rannsakaði ung fötluð börn VIÐURKENNING Jón Torfi Jónsson afhenti Freyju Haraldsdóttur viðurkenn- ingu og bókagjöf. EFNAHAGSMÁL Breski fjármálaráð- herrann, George Osborne, hefur svarað bréfi Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra um við- ræður vegna Icesave-deilunnar. Steingrímur sendi einnig bréf til hollenskra yfirvalda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þar hefur stjórn ekki enn verið skip- uð eftir kosningar. Engin svör hafa borist þaðan. Þá hafa farið fram bréfaskipti á síðustu dögum milli embættismanna ríkjanna þriggja. Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir að efnisatriði væntanlegs samn- ings hafi ekki verið rædd. Verið sé að fara yfir hvernig og á hvaða for- sendum viðræður geti hafist. „Málið er ekki á því stigi að það sé hægt að ræða um að menn séu að meta einhver möguleg samnings- atriði,“ segir Guðmundur. Þá sé óvíst hvenær af viðræðum verði, nái menn saman um þær. „Umleit- anir hafa miðað að því að koma á samningaviðræðum.“ Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íslendinga, Breta og Hollendinga, síðan upp úr þeim slitnaði í aðdraganda þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 6. mars. - kóp Hreyfing er á Icesave-málinu og hillt gæti undir viðræður ríkjanna þriggja: Ráðherrar skrifast á um Icesave FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað breskum og hollenskum starfsbræðr- um sínum bréf varðandi viðræður um Icesave. Sá breski hefur svarað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 21° 22° 19° 20° 19° 18° 18° 21° 19° 24° 25° 35° XX° 20° 20° 17°Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt. FÖSTUDAGUR Sunnan 3-10 m/s. 14 15 13 13 18 14 10 10 12 12 11 5 7 8 4 2 2 4 3 2 8 5 20 14 1214 16 12 17 20 13 15 BJART 17. JÚNÍ Á morgun 17. júní verður yfi rleitt hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri en líklega þykknar lítillega upp annað kvöld um vestanvert landið. Hitinn verð- ur með ágætum og má búast við allt að 20°C í innsveit- um syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður AKUREYRI Geir Kristinn Aðalsteins- son, oddviti L-listans á Akureyri og forseti nýrrar bæjarstjórnar, tók við embætti í gær. Ellefu fulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar og þar verða átta manns að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólítík. L-listi Geirs er með hreinan meirihluta eða sex manns. Staða bæjarstjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar og renn- ur frestur út næstkomandi sunnu- dag. - sv Ný bæjarstjórn mynduð: Átta nýliðar af ellefu í stjórn GEIR KRISTINN AÐALSTEINSSON VÍSINDI Miklar breytingar hafa orðið á yfirborði Mars, og telja vís- indamenn nú líklegt að stórt haf hafi þakið um þriðjung af yfirborði plánetunnar fyrir um 3,5 milljörð- um ára. Vísindamenn hefur lengi greint á um hvort vatn hafi verið á yfirborði Mars. Nýbirtar niður- stöður vísindamanna við Colorado- háskóla í Bandaríkjunum eru enn ein vísbendingin um að mikið vatn hafi verið á yfirborðinu fyrir millj- örðum ára. Vísbendingar um höf á Mars má meðal annars lesa úr uppþornuðum árfarvegum. - bj Miklar breytingar á Mars: Haf þakti þriðj- ung yfirborðs KÓPAVOGUR Ný bæjarstjórn Kópa- vogs tók við völdum í gær og nýr meirihluti Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylk- ingar og VG kynnti málefna- samning. Samkvæmt honum á meðal annars að skoða hvort það borgi sig að Kópavog- ur komi að uppbyggingu hálfkláraðs húsnæðis í borginni og komi á traust- um leigumarkaði, eins og segir í tilkynningu. Einnig á að koma á frístunda- styrkjum og vinna með mennta- málaráðuneyti að stofnun nýs framhaldsskóla í bænum. Bæjar- stjóri er Guðrún Pálsdóttir. - kóþ Samstarf fjögurra flokka: Ný bæjarstjórn í Kópavoginum GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR PAKISTAN, AP Bandaríkjamað- ur, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestan- verðu Pakistan á sunnudag. Hann sagðist hafa ætlað sér að finna Osama bin Laden og drepa hann. Maðurinn heitir Gary Brooks Faulkner, er 52 ára bygginga- verkamaður, og sagðist hafa heyrt að bin Laden væri í felum í Nurist- an-héraði í Afganistan, og þangað hafi ferðinni verið heitið. - gb Bandaríkjamaður í Pakistan: Ætlaði að leita bin Laden uppi BLÓÐUGI SUNNUDAGURINN Ein frægra fréttamynda frá blóðbaðinu í Derry 1972. Þar voru þrettán saklausir borgarar myrtir af breskum hermönnum. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 15.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,3728 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,83 128,45 188,69 189,61 156,62 157,50 21,056 21,180 19,897 20,015 16,282 16,378 1,3983 1,4065 187,71 188,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.