Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 16
16 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hið besta mál Fréttablaðið greindi frá því í gær að verslunum sem eru opnar allan sólar- hringinn hefur fjölgað og eru nú um 44 um allt land. Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, telur að með þessu sé verið að auka útgjöld neytenda, því lengri opnun- artími hækki vöruverð. Því er Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ekki sammála. Hann segir að ef fyrirtæki sjái sér hag í því að hafa opið allan sólar- hringinn þá sé það „bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu“. Ekki hið besta mál Það eru greinilega skiptar skoðanir á málinu innan Samtaka verslunar og þjón- ustu, því þessu er formaður sam- takanna, Margrét Kristmannsdóttir, ekki sammála. Margrét var einn af leiðarahöf- undum Frétta- blaðsins og skrifaði einmitt um lengdan afgreiðslutíma í október í fyrra. „Þó að neytandinn vilji versla þegar honum hentar er sjaldan talað um kostnaðinn sem felst í þessum langa afgreiðslutíma,“ skrifaði Margrét. Hún bætti við að neytendur væru sveigjanlegir gagnvart styttri afgreiðslutíma ef það leiddi til lægra vöruverðs. Sumir vildu nýta sér afgreiðslu- tímann til fulls „en spurningin er hvort þeir eigi að stýra honum með tilheyrandi kostnaðar- auka fyrir alla?“ bergsteinn@frettabladid.is Að skilja ríki og kirkju Það er liðin tíð á Íslandi að stjórnmál, vísindi og listir lúti kenningarvaldi eða sjónarmiðum kirkjunnar. Aðgrein- ing hins opinbera frá trúarsetningum er óumdeilanlegt fyrirkomulag um vestræn- an heim og einkenni nútímans. Það þýðir hins vegar ekki að ríkisvaldið sé ósnortið af veruleika trúar og trúfélaga eða tengsl kirkju og ríkis séu ekki til staðar í ein- hverri mynd á hverjum tíma. Krafan um „algjöran aðskilnað“ ríkis og kirkju missir að okkar mati marks því hún horfir fram hjá veigamiklum atriðum sem er nauðsynlegt að hafa í huga til að skilja ríki og kirkju. Í fyrsta lagi snúast tengsl ríkis og kirkju um stöðu trúarbragða í menning- unni og hvernig hið opinbera tengist þeim í samfélaginu. Undir þetta fellur hvernig trú, trúfélög og trúarbrögð móta einstakl- inginn í nútímanum, viðhorf hans, lífs- túlkun og mannskilning. Trú er persónu- legs eðlis en samt ekki einkamál hvers og eins. Samspil einstaklings og samfélags er gagnvirkt að þessu leyti og á sér stað í hinu opinbera rými. Í öðru lagi lúta tengsl ríkis og kirkju að því hvernig hið opinbera hefur bein afskipti af starfsemi trúfélaga í gegnum lagasetningar og reglugerðir. Hér ber að horfa til þjónustu sem ríkið innir af hendi í þágu allra trúfélaga, vegna þess að fram- lag þeirra til samfélags og velferðar er metið. Ríkið þjónustar trúfélög m.a. með innheimtu sóknargjalda, sem eru einmitt ekki bein framlög hins opinbera. Í þriðja lagi þarf að huga að sérstakri stöðu þjóðkirkjunnar sem stærsta trú- félags í landinu með auknar skyldur og ábyrgð þess vegna. Um það hefur Hæsti- réttur fjallað og komist að því að núver- andi tengsl ríkis og trúfélagsins þjóðkirkj- unnar brjóti ekki gegn jafnræðisreglu ríkisins eða séu óeðlileg út frá mannrétt- indasjónarmiðum. Annars skiljum við ekki ríki og kirkju. Trúmál Árni Svanur Daníelsson prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Trú er persónu- legs eðlis en samt ekki einkamál hvers og eins. Fækkum þvottum, spörum raforku og vatnið sem er okkur svo kært. Hvítt og litað aldrei saman í þvottavélina? Það er nú liðin tíð! Lita- og óhreinindagildran dregur í sig umframlit og óhreinindi þvottarins. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur lengur af því að blanda saman litum. Allir litir saman í vélina. Prófaðu bara Þvoðu áhyggjulaus Þ ví verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykja- víkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör“. Samstarfsyfirlýsingin er full af góðum hugmyndum, sem margar hverjar myndu bæta borgarlífið ef þeim yrði hrint í framkvæmd. Flestar virðast settar fram í fullri alvöru og mörgum er brýnt að koma í framkvæmd, eins og að útvega útigangskonum skjól fyrir veturinn, taka á niðurníðslu húsa í eldri hverfum og gera átak í atvinnumálum borgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Almennt talað er stefnuskrá meirihluta Bezta flokksins og Samfylkingarinnar þess eðlis, að ágæt sátt ætti að geta ríkt um margt, sem þar er sett fram. Spurningin, sem vaknar við lestur langs loforðalista, er hins vegar: Hvar á að finna peninga í þetta allt saman? Fjármálakafli stefnuyfirlýsingarinnar er fáorð- ur, almennur og lítið á honum að græða. Hann svarar til dæmis ekki þeirri spurningu, hvort ný borgaryfirvöld hyggist hækka útsvarið eða aðra skatta og álögur á borgarana til að fjármagna alla dýrðina. Nú eru erfiðir tímar í fjármálum Reykjavíkurborgar eins og flestra annarra sveitarfélaga. Fráfarandi borgarstjórn tókst vel upp, undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að skera niður í rekstri borgarinnar án þess að hækka skatta eða skerða grunnþjónustuna. En það voru ekki miklir peningar aflögu í sniðugar hugmyndir á borð við norðurhjaragarð (með eða án ísbjarnar?) í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, eins og nýi meirihlutinn stefnir að. Jákvæðnin og lífsgleðin, sem kemur inn í borgarpólitíkina með Bezta flokknum, er fín. En brosið eitt og sér dugar ekki til að taka á fjármálum borgarinnar. Nýr meirihluti verður ekki sízt dæmdur af því hvernig honum tekst upp í því verkefni. Nýi meirihlutinn hefur, í samræmi við það sem Jón Gnarr hafði áður lýst yfir, leitað eftir samstarfi við minnihlutann í anda þess sem tíðkað var á seinnihluta kjörtímabils síðustu borgarstjórn- ar. Minnihlutaflokkarnir taka ekki ábyrgð á stefnu eða verkum meirihlutans, en hafa fallizt á að leggja sitt af mörkum við stjórn borgarinnar og fara með formennsku t.d. í sumum hverfisráðum. Þetta er í anda þess, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lagði til fyrir kosningar og áhugavert að þannig mætist hugmyndir henn- ar og nýja borgarstjórans. Úr verður tilraun til árs, sem óskandi væri að gæfist vel. Gamla minni- og meirihlutakarpið skilaði svo takmörkuðum árangri, fyrir utan að vera leiðinlegt. Nýr andi svífur yfir vötnum í Ráðhúsinu: Nær brosið endum saman?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.