Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 6
6 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR T ilb o ð in g ild a til 3 1. a p ril e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a s t, a u g lýs t ve rð e r tilb o ð s ve rð . Kostur Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við OPIÐ ALLA DAGA 10-20 ð ð 35.980 kr WEBER Nett gasgrill Kostur Kryddað lambalæri ðu 998 kr/kg 48 afsláttur % Tilboð Frábært 20 afsláttur % 30 afsláttur % Jón Gnarr er nýr borgar- stjóri í Reykjavík, í sam- starfi Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson er staðgeng- ill borgarstjóra. Í fyrsta sinn var borinn fram sam- eiginlegur listi allra flokka við kjör í ráð og nefndir borgarinnar. Jón Gnarr, oddviti Besta flokks- ins, tók við lyklunum að Ráðhúsi Reykjavíkur úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, á skrifstofu borgar- stjóra síðdegis í gær, að aflokn- um borgarstjórnarfundi þar sem kosið var í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Á fundinum tók Jón formlega við sem borgar- stjóri í Reykjavík. Sú nýbreytni var að borinn var fram sameiginlegur listi allra flokka í kjöri í ráð og nefndir á vegum borgarinnar, þó svo að Besti flokkurinn og Samfylkingin myndi saman meirihluta og hafi á fundi borgarstjórnar í gær kynnt ítarlega samstarfsyfirlýsingu. Samkomulag um þessa tilhög- un náðist fyrir fyrsta fund borg- arstjórnar og er þetta nýbreytni sem ekki hefur þekkst áður við skipan í embætti hjá borginni. „Málin æxluðust svona og þetta hefur svo bara haft sinn gang,“ sagði Jón Gnarr við fjölmiðlafólk eftir að hafa tekið við lyklavöld- um í Ráðhúsinu. Hann sagðist ekki óttast flækj- ur þegar að því kæmi að for- gangsraða og stýra fundum þótt nýju fyrirkomulagi væri komið á. „Og um að gera að vera ekki með áhyggjur heldur leysa bara vandamál með jákvæðni þegar þau koma upp, en ekki hafa af þeim áhyggjur löngu, löngu áður en þau koma upp, sem þau kannski gera svo aldrei.“ Samkomulag flokkanna fól í sér að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borg- inni, var kjörin forseti borgar- stjórnar og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, var kjör- in fyrsti varaforseti. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn formaður borgarráðs, en jafnframt var samþykkt tillaga Samfylking- arinnar og Besta flokksins um að hann yrði í því embætti staðgeng- ill borgarstjóra í forföllum. Í sinni fyrstu ræðu í borgar- stjórn eftir að hafa verið kjörinn borgarstjóri kvaðst Jón Gnarr þakka það traust sem honum og Besta flokknum hefði verið sýnt. Hann hefði gert margt skemmti- legt um ævina, en ekkert af því kæmist í hálfkvisti við Besta flokkinn. „Hann er líklega það merkilegasta og gagnlegasta sem ég hef búið til, fyrir utan börnin mín,“ sagði Jón. Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar er með fyrstu verkum sagt að búa eigi útigangskonum húsaskjól fyrir fyrstu snjóa í haust og að taka eigi upp systkinaforgang í leikskólum. Nýta á vefinn www.betrireykja- vik.is til stuðnings við ákvarðan- ir og stefnumótun og gera á fag- lega rekstrarúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur. Nefndum borgarinn- ar er fækkað „til að auka skilvirkni og spara nefndarlaun“ og langtíma- áætlun um fjármál og framkvæmd- ir á vegum borgarinnar á að liggja fyrir í lok árs. olikr@frettabladid.is FYRSTA KOSNINGIN Jón Gnarr kýs hér Hönnu Birnu Kristjánsdóttur forseta borgar- stjórnar í Reykjavík. Jón var svo kjörinn borgarstjóri, en í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar er líka gert ráð fyrir að hann verði stjórnarforaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um að gera að vera ekki með áhyggjur Borgarstjóri Jón Gnarr Kristinsson (Æ) Formaður borgarráðs Dagur B. Eggertsson (S) Forseti borgarstjórnar Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) Formaður skipulags- og samgönguráðs Páll Hjaltason (Æ) Formaður mennta- og leikskólaráðs Oddný Sturludóttir (S) Formaður umhverfis- og auðlindaráðs Karl Sigurðsson (Æ) Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Diljá Ámundadóttir (Æ) Formaður mannréttindaráðs Margrét K. Sverrisdóttir (S) Formaður menningar- og ferðamálaráðs Einar Örn Benediktsson (Æ) Formaður velferðarráðs Björk Vilhelmsdóttir (S) Formaður Strætós bs. Gunnar Lárus Hjálmarsson (Æ) Formaður Orkuveitunnar Haraldur Flosi Tryggvason (Æ) Formaður Sorpu Einar Örn Benediktsson (Æ) Formaður Faxaflóahafna Hjálmar Sveinsson (S) (Framkvæmda- og eignarráð er fært undir borgarráð. Umhverfis- og samgönguráð breytist þannig að samgöngumálin fara í skipulagsráð, en umhverfisráð hugar nú einnig að auðlindum). „Ég hef alltaf sagt að við ættum að reyna nýjar leiðir í pólitík og vinna þvert á meirihluta og minnihluta. Það er ekkert nýtt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borg- arstjóri og nýr forseti borgar- stjórnar, um þær breytingar sem nú hafa átt sér stað á vettvangi borgarinnar. „Fyrst og síðast höfum við það að markmiði að vinna vel fyrir borgarbúa. Ég sagði þegar ég var í meirihluta að ég vildi vinna með borgarfulltrúum annarra flokka. Það hefur ekkert breyst þó svo að ég sé komin í minnihluta. Ég lagði hins vegar alla áherslu á það í samræðum mínum við fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar að þetta snerist ekki um embætti mér til handa,“ segir hún. Hanna Birna telur jafnframt að innan Sjálfstæðisflokksins sé góð sátt um þessa leið. „Við höfum í gegnum þetta fyrirkomulag tryggt að Sjálfstæð- isflokkurinn kemur að nefndarstörfum og stjórnun á vettvangi borgarinnar þar sem honum ber. Það skiptir miklu máli. Við höfum þarna einnig sterka aðkomu að fjármálum, atvinnumálum og öðrum mikilvægum málum.“ - óká HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Dagur B. Eggertsson, nýr formaður borgarráðs Reykjavíkur, segir sér hafa hugnast afar vel sú leið sem farin var í að bjóða sameig- inlegan lista allra flokka við kjör í ráð og nefndir borgarinnar. „Annars hefðum við ekki boðið þetta,“ segir hann. Dagur segist hins vegar gera ráð fyrir því að einhvern tíma taki fyrir borgarfull- trúa að fóta sig í nýju umhverfi. „Það eru allir að læra og þarf að gefa því svigrúm og tíma. Þetta þarf að vera blanda af skýrri sýn og að ljóst sé hvert borgin stefnir um leið og að hlustað er á önnur sjónarmið og sannarlega ekki bara innan borgar- stjórnarinnar.“ Dagur kveðst þeirrar skoðunar að ný nálgun í stjórn borg- arinnar snúist fyrst og fremst um að opna borgarmálin og pólitíkina fyrir íbúum og öðrum sem taka vilja þátt í umræðunni og ákvörðunum. „Við megum ekki loka þessa umræðu inni í einhverju hólfi þar sem þetta snýst bara um hvernig flokkarnir tala saman og fólkið í borgarstjórn. Í mínum huga er þetta miklu stærra mál en svo,“ segir hann og kveður góð skref hafa verið stigin í borgarstjórn í gær sem hann vonast til að reynist vel. „Þetta hefur ekki verið gert áður.“ - óká DAGUR B. EGGERTSSON Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og fyrsti varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segist til- tölulega jákvæð í garð þeirra breyt- inga sem orðið hafa í borginni. „Ég hef ákveðið að vera bjartsýn fyrir hönd borgarinn- ar. Það er margt gott í þessum málefnasamningi, þótt þar sé líka ýmislegt sem ég hef út á að setja, en á honum tökum við enga ábyrgð,“ segir Sóley. Með því að bjóða fram sameiginlegan lista við kjör í ráð og nefndir hafi hins vegar næsta skref verið stigið í óhefð- bundnum vinnubrögðum. Hún segir þá leið hafa skipt sig miklu máli, því ella hefði hún staðið frammi fyrir því vali að ákveða hvort hún myndi fara fram með meirihluta eða minnihluta. „Þessi hefðbundna bandalaganálgun í pólitík var brotin. Mér finnst það ákveðið skref fram á við og sú stað- reynd að allir voru tilbúnir til að gera þetta finnst mér til marks um að við ætlum að fara inn í kjörtímabilið sem ein heild,“ segir Sóley, en áréttar um leið að vitanlega séu flokkarnir ekki sammála um hvernig standa eigi að stjórn borgarinnar. „Við, þessir fimmt- án einstaklingar, ætlum samt að vinna saman eins og við getum.“ - óká SÓLEY TÓMASDÓTTIR Hver gerir hvað í nýrri borgarstjórn? Vill opna borgar- málin enn frekar Bandalagsnálgun- in var brotin upp Lagði áherslu á ný vinnubrögð Borgarstjóraskipti í Reykjavík Hann [Besti flokkur- inn ]er líklega það merkilegasta og gagnlegasta sem ég hef búið til, fyrir utan börnin mín JÓN GNARR BORGARSTJÓRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.