Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2010 29 Í kvöld heldur áfram sumar- tónleikaröð Jazzklúbbsins Múl- ans. Þá kemur fram hljómsveit- in ADHD en hún er skipuð þeim Óskari Guðjónssyni á tenórsax- ófón, Ómari Guðjónssyni á gítar, Davíð Þór Jónssyni á hljómborð og Magnúsi Tryggvasyni Elías sen á trommur. Fyrsta plata þeirra félaga hlaut verðlaun í flokknum jazzplata árs- ins á Íslensku tónlistarverðlaun- um 2009. Á tónleikunum munu þeir leika efni af þeirri frábæru plötu ásamt glænýju efni sem bæst hefur við á undanförnum misserum. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistar- manna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykja- víkurborg, Tónlistarsjóðnum og Menningarsjóði FÍH. Tónleikar Múl- ans fara fram í Jazzkjallaran- um á Bar 11 (áður Cultura), Hverfisgötu 18, og hefjast kl. 21. ADHD í kvöld Leiklist ★★★★ Skóboxtúrinn Það er föstudagseftirmiðdagur og gagnrýnandi hefur þekkst boð um að sjá sýningu Skóboxtúrsins í skoti í bakaríinu í Grímsbæ. Boðið var kærkomið: á Netinu hefur mátt sjá stutt myndbrot frá fyrri ferð- um þessa hóps hingað norður þar sem þau hafa leitað uppi óvenju- lega sýningarstaði og skellt í sýn- ingu fyrir heimamenn og gestkom- andi, oft án mikils fyrirvara. Á vef hópsins mátti til skamms tíma kaupa þriggja diska útgáfu með tökum og tónlist frá ferð þeirra um landið síðastliðið sumar – en þegar innt var eftir gripnum var hann því miður uppseldur sem er synd, en sjón er sögu ríkari. Skóboxtúrinn eins og við íslenskum hið enska heiti þessa hóps er yndislegur sirkus. Hann gerir sýningar úr litlu: tökum sem dæmi óviðjafnanlegt atriði þriggja djögglara hópsins sem vopnað- ir hárþurrkum halda ping pong kúlum á lofti. Nú eða leik með hring, upptrekktan leikfangahund með tvær hendur. Hið hefðbundna keiluspil, klassískan leik með tré- blokkir. Og svo framvegis. Sýningin á föstudag var ekki löng enda miðaðist hún fyrst og fremst við unga áhorfendur, og þeir fullorðnu sem fylgt höfðu í Hellinn í bakaríinu í Grímsbæ urðu aftur börn. Skóboxið verður með sýningar sautjánda júní og fer síðan norður og austur. Látið ekki happ úr hendi sleppa ef flokkurinn sem telur reyndar bara fjóra er á ferðinni í nágrenni ykkar. Þau eru frábær- lega flink öll fjögur og við eigum skilið að fá þau í heimsókn svo sem hún gleður okkur. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Frábær heimsókn. Trúðar um völl LIEKLIST Frá sýningunni í bakaríinu. Þau verða á Austurvell á morgun kl. 16. MYND SHOEBOXTOUR. Handritin eru nú aftur til sýnis á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um í Þjóðmenningarhúsinu. Vegna viðgerða og endurbóta á handrita- skáp og sýningarherbergi þurfti að fjarlægja þau tímabundið þótt sýningin hafi að öðru leyti verið opin gestum. Á sýningunni er auk merkra handrita brugðið ljósi á menn- ingarlegt og sögulegt hlutverk íslenskra miðaldahandrita og efnisins sem þau geyma fram til okkar daga. Þá eru myndir á sjón- varpsskjáum sem segja frá hand- ritasöfnun Árna Magnússonar og heimkomu fyrstu handritanna til Íslands. Í sérstökum sal er skyggnst inn í heim bókagerðar á miðöldum; skinnaverkun, bleksuðu og gerð lita úr litasteinum auk þess sem brugðið er upp sýnishorni af þeim aðstæðum sem bókagerðarmenn og skrifarar bjuggu við á miðöld- um, sýnd tæki, tól og efniviður, sem var nauðsynlegt til handrita- gerðar, auk sýnishorna af rithönd- um frá miðri 12. öld og fram undir miðja 19. öld. Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna á heima- síðu stofnunarinnar. Sýningin hefur verið ein þunga- miðjan í starfi Þjóðmenningar- hússins eða Safnahússins eins og það var lengst kallað. Hefur verið góð aðsókn að sýningum í húsinu, einkum meðal erlendra ferða- manna en rekstur hússins og sýn- inganna hefur verið stjórnmála- mönnum þyrnir í auga og hafa upp á síðkastið heyrst háværar raddir sem leggja til að þessari sýningar- aðstöðu verði lokað. - pbb Handrit enn til sýnis MENNING Handritin hafa um nokkurt skeið verið til sýnis í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu. MYND FRÉTTABLAÐIÐ TÓNLIST Davíð Þór slær slaghörpuna í ADHD í kvöld. Einkaþjálfun Boxbrennsla Sími: 594 9666 www.heilsuakademian.is Heilsuakademían býður upp á frábæran tækjasal, opna tíma, einkaþjálfun og landsins mesta úrval námskeiða. Auk þess sem við kynnum endurbætta Egilshöll. Ný námskeið hefjast 21. júní. Ný námskeið hefjast 21. júní. Fyrirtækjaþjálfun Egilshöll Sérhæfð og ölbrey þjálfun sem gerir vinnu- andann skemm legri. Hópaeinkaþj. Egilshöll 2 l 4 saman í hóp. Fagleg þjálfun undir stjórn menntaðara einkaþjálfara. Árskort á 39.990,- Endurbæ EgilshöllSumardagskrá Heilsuakademíunnar í Egilshöll. Barnaafmæli 5-15 ára Sumarherbúðir unglinga Egilshöll Herbúðir Heilsuakademíunnar fyrir 13-17 ára unglinga. Frábær námskeið fyrir hressa unglinga sem vilja fá sem mest út úr sumrinu. Um er að ræða frábæra herþjálfun, allgöngur, hjólaferðir, sund, frábæran félagsskap, hópefl i, sjálfsstyrkingu og margt fl eira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.