Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2010 33 WWW.SJOVA.IS KONUR ERU KONUM BESTAR VIÐ TRYGGJUM STÓRA SEM SMÁA Í tilefni af Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ býðst þátttakendum að taka þátt í skemmtilegum leik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Allar konur sem taka þátt í leiknum fá 50% afslátt af Barnatryggingu og Líftryggingu hjá Sjóvá. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út umsókn á þínum hlaupastað og þú gætir unnið 30.000 kr. gjafakort að eigin vali, dekurdag í Laugum Spa eða aðra veglega aukavinninga. Sjóvá er stolt af því að vera aðal styrktaraðili Sjóvá kvennahlaups ÍSÍ 18. árið í röð. 50% afsláttur af Barnatryggingu og Líftryggingu hjá Sjóvá FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni stóð sig vel á á Premium móti Frjálsíþróttasambands Evr- ópu í Prag í fyrrakvöld og náði 6. sæti með því að kasta spjótinu 58 metra. „Þetta gekk vel og var alveg nauð- synlegt,“ sagði Ásdís. „Það hefur gengið rosalega vel á æfingum og ég er í hörkuformi og hef aldrei verið jafngóð og núna. Það vantar bara smá fínpússun í keppni og ég er búin að vera að vinna í því undan- farið. Það skilaði sér aðeins í þessu móti,“ segir Ásdís. Sigurvegarinn var Viljone Sunette frá Suður-Afríku á nýju landsmeti upp á 66,38 metra en hún er góð vin- kona Ásdísar. „Hún er mjög góð vinkona mín og við fórum út að borða saman eftir mótið. Við hittumst fyrst á þessu móti í fyrra en síðan höfum við allt- af verið að hittast á mótum. Hún bauð okkur að koma til Suður-Afr- íku í æfingabúðir um jólin en við komumst ekki um síðustu jól en ætlum að reyna að fara um næstu jól,“ segir Ásdís. Ásdís fékk góðar fréttir á dögun- um því hún er komin inn á annað demantamót. „Ég er komin inn á annað demantamót sem er 10. júlí í Gatehead í Bretlandi. Ég var mjög ánægð yfir að heyra það. Þetta er reyndar á sama tíma og Íslands- meistaramótið þannig að ég missi af því en það er ekki stór fórn að færa fyrir svona mót. Ég þurfti því ekki að hugsa mig um,“ segir Ásdís kát. Ásdís er næst á leiðinni í Evrópu- bikarinn með íslenska landsliðinu þar sem hún keppir í þremur kast- greinum. „Ég ætla líka að keppa í kúlu- varpi og svo var ég að fá að vita það í gær að ég ætti að keppa líka í kringlukasti. Ég er ekki búin að taka eina einustu æfingu, er ekki búin að snerta kringluna síðan í fyrra og hef ekki snert kúluna síðan á innanhússtímabilinu. Þetta er eins og að hjóla, þetta er þarna einhvers staðar.Ég ætla að samt að taka eina æfingu og rifja þetta upp á morgun [í dag].“ - óój Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir kastaði 58 metra á móti í Prag í fyrrakvöld og endaði í sjötta sæti: Ásdís komin inn á annað demantamót ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR Það er nóg að gera hjá henni næstu viku og hún verð- ur mikið á ferðinni. FÓTBOLTI Geta hins 18 ára gamla bakvarðar James Hurst er góð áminning fyrir unga íslenska leikmenn sem ætla í atvinnu- mennsku. „Geta hans sýnir mun- inn á íslensku strákunum og leik- mönnum þarna úti,“ segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, sem finnst margir ungir leikmenn fara of snemma út. Hurst hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar en samn- ingur hans við ÍBV rann út í gær. Hann hefur þó verið framlengdur og Englendingurinn verður því áfram í láni frá Portsmouth, þar til félagið kallar í hann. „Hann ætlar sér að komast í aðalliðið en hefur bara spilað með varaliðinu hingað til,“ segir Heimir. - hþh James Hurst áfram hjá ÍBV: Áminning fyrir unga leikmenn JAMES HURST Hefur spilað mjög vel með ÍBV. MYND/VILHELM HANDBOLTI Valsstúlkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í N1-deild kvenna í handbolta. Ung- verska skyttan Annett Köbli hefur skrifað undir tveggja ára samn- ing við Hlíðarendaliðið en hún var samningslaus. Köbli kom til Íslands árið 2005 og sló þá í gegn með Fram. Hún spilaði í Safamýrinni í þrjú ár áður en hún fór í Gróttu. Köbli var síðan í barnsburðarleyfi á síðasta tíma- bili en er nú mætt aftur í slaginn. Köbli er örvhent og getur bæði spilað sem skytta og leikstjórn- andi. Hún er 33 ára gömul. - hþh Valsstúlkur fá góðan liðsstyrk: Köbli til Vals GOLF Opna bandaríska meistara- mótið í golfi, US Open, verður um næstu helgi. Allra augu beinast sem endranær að Tiger Woods. Tiger verður að hafa sig allan við ef hann ætlar ekki að missa toppsætið sitt á heimslistanum. Woods hefur trónað á toppnum í fimm ár en Phil Mickelson hefur spilað vel undanfarið. Mickelson þarf að ná öðru sæti til að kom- ast á topp listans, að því gefnu að Woods vinni ekki. - hþh Opna bandaríska golfmótið: Tiger á leiðinni af toppnum TIGER WOODS MYND/GETTY IMAGES FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.