Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 „Hamingjan hjálpi, mér, hún mamma datt í brunninn!" „Ætli maður verði þá ekki að fá okkur síur á kaldavatnskranana,“ svaraði maður hennar. Sterkur er vaninn LANDKÖNNUÐUR kom heim eftir fjögra ára fjarvist og féll í faðm heitt- elskaðrar eiginkonu sinnar. Nóttina eftir var barið á svefnherberg- isdyrnar hjá þeim. „Hamingjan hjálpi mér!“ hrópaði kon- an. „Maðurinn minn er kominn!“ Þá stökk eiginmaðurinn ósjálfrátt út um gluggann. Þú færð kauphækkun RÁÐNINGARSTJÓRI hjá stórfyrir- tæki var í vandræðum með að velja einka- i’itara handa forstjóranum úr fjölda kvenna með prýðileg meðmæli. Loks valdi hann eina ljóshærða, sem var alveg ómót- stæðilega fögur. En brátt kom á daginn, uð hún var öldungis ófróð um allt, sem að' ritarastarfi laut, og því neyddist hann H1 að segja henni upp. „Blessaður láttu þér ekki detta svona vitleysa í hug,“ sagði stúlkan. „Ég er uefnilega búin að heita á þig að láta þig fá verulega kauphækkun, þegar ég verð gift forstjóranum." vEngill hefur snortið enni þitt” DANSKI hetjutenórinn Lauritz Mel- chior sagði nýlega eftirfarandi sögu: Þegar ég var ungur, vann ég mér inn ftiargan skilding með því að syngja við jarðarfarir, þetta frá 85—150 kr., eftir því hver í hlut átti. Einu sinni átti ég að syngja við viðhafnarjarðarför lagið „Eng- ih hefur snortið enni þitt.“ Ég hóf söng- inn, en um leið fór öll líkfylgdin að flissa °g hélt því áfram, meðan ég var að syngja þetta yndislega lag. Þegar ég spurði meðhjálparann á eftir, hvernig á þessu hefði staðið, svaraði hann: „Sá framliðni var veitingamaður í Nýhöfn- inni, og konan hans rotaði hann með því að slá hann með bjórflösku í ennið.“ Fyrirmyndar kokkur FRANSKUR veitingamaður var spurð- ur, hvað þyrfti til þess að vera fyrirmynd- ar kokkur. Hann svaraði: „Að kunna að skíra sömu súpuna nýju nafni á hverjum degi.“ Gengu í skrokk á honurn DRENGUR kom heim úr skóla. Móður hans brá í brún, þegar hún sá, að nefið á honum var alsett plástrum, og spurði, hvernig á því stæði. „Það kom sjónhverfingamaður í skólann í dag, kallaði á mig upp á leiksvið og tíndi þessi ósköp af peningum úr úr nefinu á mér. Það var nú ekkert, en þegar hann var farinn, réðust strákarnir á mig og djöfluð- ust á nefinu á mér til að vita, hvort ekki væru meiri peningar eftir í því,“ svaraði pilturinn. Hugsaði aldrei um annað SÁLFRÆÐINGUR var að rannsaka innri mann 8 ára drengja. Hann fleygði vasaklútnum sínum upp í loftið og spurði: „Hvað dettur ykkur í hug, strákar, þegar þið sjáið þetta?“ Svörunum rigndi yfir sálfræðinginn: „Flugvél! Bátur! Stór fugl! Ský!“ En einn af drengjunum svaraði engu og var mjög alvarlegur á svipinn. „Á hvað minnir klúturinn þig?“ spurði sálfræðingurinn. „Á ást.“ „Hvernig má það ske?“ „Ég hugsa aldrei um annað,“ anzaði drengurinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.