Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan. Þorir ekki að leita læknis F. skrifar: Ég hef verið gift í 6 ár, og við hjónin höfum ekki enn eignazt barn, þó að okkur langi bæði mjög mikið til þess. Þetta veldur mér orðið svo sárum leiðindum, að ég er satt að segja ekki orðr in mönnunum sinnandi og sé varla oi’ðið glaðan dag. Maðurinn minn kvartar hins vegar aldrei yfir þessu, en ráðleggur mér eindregið að leita læknis. Það þori ég bara alls ekki. Hvað álítur þú, að ég eigi að gera? SVAR: Þú átt að mínu áliti að leita læknis sem allra fyrst og spyrja hann ráða. Mér finnst engin hæfa á því, að þú haldir áfram að vera síhnuggin yfir þessu. Ég tel sennilegt, að læknir geti brátt ráð- ið bót á þessu vandamáli ykkar hjónanna, og þá er nú sannarlega betur farið en heima setið. ir Kjörréttur mánaðarins EggjakaJca með hangikjöti. — 5 egg, 5 sneiðar smátt brytjað hangikjöt, salt og 14 tsk. af basilique-kryddi. Eggin eru þeytt saman, saltið, kryddið og hangikjötið sett út í. Síðan er smjör brætt á lítilli pönnu og eggjaþeytunni hellt út í það. Lok er látið yfir, en síðan er þetta bakað við vægan hita 5 mínútur, en þá eru eggin orðin hlaupin. Með þess- um rétti er gott að hafa soðnar kartöflur og eitthvert salat, t. d. soðin köld hrísgrjón í mayonnaise með rækjum eða túnfiski. EFTIRMATUR: Ávaxtasalat með ís. — 1 pera, 1 banan, 1 epli, 10—15 steinlausar döðlur, 10—15 útbleyttar sveskjur eru brytjaðar saman, nokkru af sveskjulegin- um hellt yfir og 1—2 msk. af sykri síðan stráð yfir. Að því loknu er þessu blandað saman, og eftir að það hefur verið látið standa stundarkorn, er það sett í skálar. Áður en rétturinn er framreiddur, er ís- sneið sett ofan á hverja skál. Hvað merkja þessi 1. Blífanlegur, 2. blikra, 3 að blína, 4. blóð- gagl, 5 blók, 6 blor, 7. blotamaður, 8. blængur, 9 undirfurða, 10. vaðkrumla Merkingarnar eru á bls. 10. 4 SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN kapp- kostar að veita íslendingum þá þjónustu. t hárloppar! uiiion hUTríOliUl! KVeöpArKA * TÝSGÖTU 0. J(íóL lœáilet iLi. .ýOisOLT í ýtœóileffU' ún/ali ATHUGIÐ VERÐ □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugaveg 53 — Sími 13197

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.