Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN finningasemi, þegar ég spila, þá veit hann betur en nokkur annar, að fyrr mundi ég vilja deyja en bregðast tilfinningum mín- um. Maðurinn minn er félagsfræðingur. Ég skrifa, ég vinn með honum. Við stofnuðum í félagi skóla í Englandi til að hjálpa þeim, sem eru vangefnir eða hafa orðið fyrir slysum. Bráðum ætlum við að stofna ann- an skóla í Frakklandi. Það er nauðsyn- legt að kenna andlegum sjúklingum músík, það örvar hæfileika þeirra. Við eigum fjögur börn og höfum tekið fjögur fósturbörn. 1 hjörtum okkar búa átta ástvinir, án þess að gert sé upp á milli þeirra á nokkurn hátt. Eitt af þess- um börnum er þeldökkt. Hvað er eðlilegra ? Það er lítið blökkubarn.“ Aðspurð, hvernig Hephzibab kæmist yfir að sinna öllum þessum margvíslegu störfum, svaraði hún: „Með því að æfa mig skemur og skemur á píanóið, verður leikur minn listrænni. Svo er margt sinnið sem skinnið. Með því að sökkva sér niður í sérgrein sína verður maður steinrunn- inn. Stundum getur maður bilazt af því. Mér er feikinóg að æfa mig tvo tíma á dag á píanóið. Það kemur að mér, að ég tek ekki í það mánuðum saman. En þegar ég fer aftur að æfa mig, finnst mér eins og ég hafi aldrei hætt því. Auðvitað er þetta opið fyrir okkur Menuhinunum; það veit ég vel.“ Það er álit manna, að þetta séu orð að sönnu og að þau séu sögð án nokkurs yf- irlætis, enda segja tónlistargagnrýnendur Parísar, að Hephzibah Menuhin eigi naumast sinn líka sem píanóleikari. MINJAGRIPIR □□ GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EMAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SÍMI 2-04-75 Fallega tízkudrottningin í París HÚN er löngu heimsfræg fyrir fegurð, háttvísi, vitsmuni og dugnað, og er því engin furða, þótt þjóðsögur hafi myndazt um hana. Ein er sú, að tízkukóngurinn Marcel Rochas hafi fyrst rekizt á hana í neðanjarðarlest í París. Hún var þá að fara í tíma til leikarans Jouvets, því að hana langaði að verða leikkona. Marcel Rochas fékk hana ofan af því, og síðan fór þetta alveg eins og í þjóðsögunum, að hann réð hana til sín sem hattasýningar- dömu, gerði hana síðan að „stjörnu“ og kvæntist henni loks. Þannig spinnast vef- ir ævintýranna um fólk, sem kemst með einhverjum hætti lengra en almennt gerist. Hitt er veruleiki, að hjónaband þeirra Rochashjóna varð því miður skammvinnt — aðeins 10 ár, því að Marcel andaðist í blóma lífsins. Þeim hjónunum varð tveggja barna auðið, pilts og stúlku. Marchel Rochas var svo skynsamur að stofna ilmvatnagerð, áður en hann lézt. Það er raunar ekkert einsdæmi um tízku- kónga í París. Þeir nefna þetta ellitrygg- ingu sína og lifa góðu lífi á henni, eftir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.