Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 22
18 SAMTIÐIN Ingóifur Davíðsson: Ur ríli náttiírunnar * \ Jótlandsheiðum og Gefjunargrund FYRIR nokkrum árum tók ég þátt í fræðslu- ferð um þvert og endilangt Jótland og hafði gaman af að sjá, hve geysiólíkt landið þar er okkar gamla Fróni. Jótland er að kalla má allt grænt, hvert sem litið er, flatlendi og öldur á víxl, með vötnum og tjörnum hér og hvar, en skógarlundi á hæðum. Bæta hin 15 —35 m háu tré talsvert upp fjallaleysið í aug- um okkar íslendinga. Hvarvetna bylgjaðist korn á ökrum í hægri vestangolunni, en inn- an um sáust fagurgular skákir af sinnepi. Þótt veðrátta í Danmörku sé miklu mild- ari en hér, finnst Dönum ekki veita af sem mestu skjóli og rækta hvarvetna löng skjól- belti til hlífðar ökrum og görðum. Heita má, að skógarlundur skýli sérhverjum sveitabæ, og hér bíta kindur ekki nýgræðinginn, þvi að fé er fátt og haft í girðingum. Garðarnir eru þar rétthærri en gripirnir. Józku heiðarnar eru varla til lengur. Nú eru þarna í staðinn komin akurlendi og barr- skógar. Land er víða sendið, og sjást æva- fornir „kappahaugar" á mörgum hólum. Segja Danir, að þarna hljóti að hafa verið þéttbýlt til forna, kannske vegna þess að til- tölulega auðvelt hafi verið að vinna hinn sendna jarðveg og breyta honum í akurlendi með frumstæðum verkfærum. Sandurinn var betri viðureignar en þéttur leirinn á eyjun- um. Sums staðar sjást leifar fornra konunga- herbúða og víkingaborga, og virðast þær mjög sniðnar eftir forn-rómverskri fyrirmynd. Sýnir það, að snemma hefur verið verzlun og samgöngur við Suðurlönd. Frá þessum slóðum hófu sennilega Kimbrar og Teutónar hin frægu herhlaup sin á Rómaveldi. Önnur gömul mannvirki, sem mikið ber á, eru kirkjur, margar um 800 ára gamlar, hlaðnar úr granítsteinum og margar prýdd- ar fögrum kalkmálverkum að innan. Þá hef- ur verið mikil trúar- og kirkjubyggingaöld. Flest hús eru nú úr rauðum eða gulum múr- steini, og fara þau mjög vel við grænt um- hverfið. Konur sátu víða með handavinnu sína úti í görðum, og skellir heyrðust í tréklossum barnanna. Oft er matazt og drukkið kaffi úti í garði, svartþrösturinn syngur allan dag- inn, en gráspörvar hoppa milli borðanna á útiveitingastöðum. Víðast er skammt tii skógar. í Kaupmannahöfn var heitt í veðri og fólkið léttklætt. Bekkir voru slímugir af „hunangsdögg" þlaðlúsa. Greinar hárra hengi- bjarka blakta í golunni, en þráðbeinir poplar gnæfa eins og súlur yfir hús og skógarlundi. Litagleði er mikil. Eldrauð blöð beykis sjást langt að og varð mér starsýnt á tvö 20 m há blöð beykis í „Kongens Have“. Stór silfur- víðitré skína líkt og silfur. Hafið þið séð silfurlitinn á Alaskavíðinum í golu? Fagurt þótti mér líka í súlnahöllum sjálenzku beyki- skóganna. Þar lita anemónur skógargrunn- inn snjóhvítan á vorin. Mér brá, þegar frosk- ar tóku langstökk upp úr laufdyngjunni í skóginum. Það er líkt og þegar hrossagaukur þýtur upp undan fótum manns. „Kúk, kúk“, galaði gaukurinn hátt í trjátoppi. Þungur lauf- þyturinn minnti mig á sjávarnið heima. „Ég gét ekki andað hér,“ varð ungum íslendingi að orði, þegar hann kom í dimm- leitan greni-nytjaskóg úti á heiðunum. En menn venjast fljótt skógunum, og þeim fer að þykja vænt um þá. Okkur vantar hvar- vetna skjólbelti og skógarlunda á holtin okk- ar. íslenzk fjöll klæðast aldrei skógi. Töhum að akkur i úkvœðisvinnuz Eldhúsinnréttingar úr harðviði og harðplasti í mörgum litum. Teikningar eftir vali kaupenda innifaldar í verðinu. Vönduð vinna J. P. IIMIMRÉTTIIMGAR HF.. Skeifan 7, Reykiavík. - Sími 31113

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.