Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN UNDUR AFREK ~r m , J- r , J J J J. ^ ^ J ♦ Lengsta tímabil, sem Olympíuleikja- Þátttakandi hefur starfað, er 40 ár. Þar átti hlut að máli dr. Ivan Osiier í Danmörku. Hann tók þátt í skylmingum á leikjunum ár- in 1908, 1912 (silfurverðlaun), 1920, 1924, Í928, 1932 og 1948 eða samtals sjö sinnum. Hann neitaði að taka þátt í Olympíuleikjun- um í Berlín 1936, af því að nazistar skipu- lögðu þá. — Lengsta tímabil, sem kona hef- ur tekið þátt í Olympíuleikjum, er 24 ár (1932—56). Þátttakandinn var Austurríkis- konan Ellen Miiller-Preis, er keppti í skylm- ingum. ♦ Fjölmennasta löggjafarþing heimsins er í Kína. Árið 1964 sátu þar 3040 þingmenn. ♦ Lengsta umsát, sem um getur í styrj- aldarsögu mannkynsins, var um Tang'er í Marokkó. Það stóð 18 V2 ár eða frá því í janúar 1662 til októberloka 1680. ♦ Lengsta erfðaskrá, sem menn þekkja til, var ráðstöfun eigna Bandaríkjakonu einn- ar, frú Fredericia Cooks. Kona þessi lézt í byrjun 20. alaar, og erfðaskrá hennar, sem reyndist vera 95.940 orð, fyllti fjórar inn- bundnar bækur. Ætla má, að frúin hafi verið sæmilega efnuð, en um það er okkur ókunn- ugt. ♦ Stytzta erfðaskrá, sem sagt er, að lögð hafi verið fyrir handhafa dómsvaldsins, reyndist vera aðeins þrjú orð á ensku: All f°r Mother (Allt handa mömmu). Hún var iögð fram árið 1906. ♦ Hæsta greiðsla, sem vitað er til, að uiálaflutningsmaður hafi að meðaltali fengið fyrir sérhvern málflutning, sem hann ann- aðist síðustu starfsár sin, nam 50.000 dollur- um. Málflutningsmaðurinn hét Jerry Giesler °g átti heima í Los Angeles. Hann lifði á ár- unum 1886—1962. ♦ Stærsta fangelsi heimsins nefnist Khar- kovs og er í Úkraínu í Sovét-Rússlandi. Þar nafa gist samtímis 40.000 fangar. ♦ GÓÐUR mánuður byrjar með þvi, að menn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI. Oscar Werner, bezti Hamlet-leikarinn í dag HANN er Austurríkismaður, og ævi hans hefur verið þyrnum stráð, enda er hann bölsýnn. Foreldrar hans skildu, þeg- ar hann var 6 ára, og hann hefur unnið fyrir sér með leikstarfi frá 15 ára aldri. Hann valdi sér leiklistarstarf, af því að hann áleit, að það væri það eina, sem hann gæti leyst vel af hendi. Er þá bezt að byrja á að geta þess, að hann lék aðalhlut- verk í kvikmyndinni „Fahrenheit 451“ móti Julie Christie, undir stjórn Frcmcois Truffauts. Kvikmyndaleikstarf Werners hófst í Hollywood, eftir að hann hafði leikið á móti Hildegard Knef í myndinni „Ákvörð- un fyrir dögun“. Sú mynd var tekin í Evr- ópu. Hollywoodmenn hrifust af henni og buðu Werner gylliboð, sem reyndust hald- laus, þegar til átti að taka. Um þær mund- ir var atvinnuleysi jafnvel hjá góðum leikurum í Hollywood. Það var ekki fyrr en 1956, þegar taka átti myndina „Dára- skipið“ (Ship of Fools), að Werner bauðst stórt hlutverk. Það var eftir að hann hafði leikið með Jeanne Moreau í „Juleo og Jim“ undir stjórn Truffauts. Fyrir leik sinn í „Dáraskipinu" varð Werner heims- frægur. Oscar Werner segir: „Það er tortryggi- legt starf að vera leikari. Það jaðrar við að selja sál sína á torgunum. Til þess að leika hlutverk vel, verður maður að beita

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.