Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 2
2 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR „Kristín, eru þið ekki bara að berja höfðinu við bleika steininn?“ „Nei, við höfum nú ekki bitið í stein- inn með það.“ Kristín I. Pálsdóttir er ráðskona í Femín- istafélagi Íslands. Í fyrradag veitti félagið hvatningarverðlaun sín, Bleika steininn. BRETLAND, AP George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær mestu niðurskurð- arfjárlög ríkisins til margra ára- tuga. Meðal annars verða lagðir ýmsir nýir skattar á landsmenn, auk þess sem sérstakir skattar verða lagðir á banka. „Við þurfum að greiða reikn- inginn fyrir ábyrgðarleysi fyrri tíma, við höfum þurft að læra upp á nýtt þá dyggð að fara vel með fjármuni,“ sagði Osborne á þingi í gær, þegar hann lagði fram sér- stök neyðarfjárlög hinnar nýju ríkisstjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins, sem í vor tók við af stjórn Gordons Brown, leiðtoga Verkamannaflokksins. Á fjárlögunum er flestum ráðu- neytum stjórnarinnar gert að draga úr kostnaði um 25 prósent. Með þessu móti hyggst stjórn- in spara sér 30 milljarða punda í útgjöldum. Auk þess þurfa flestir ríkis- starfsmenn, að undanskildum þeim lægst launuðu, að þola launa- frystingu í tvö ár. Að minnsta kosti 11 milljarða á að spara með því að draga úr velferðarútgjöld- um. - gb Breska stjórnin boðar harkalegan niðurskurð í velferðarmálum: Ráðuneytin spari fjórðung RAUÐA TASKAN KVÖDD Osborne fjármálaráðherra veifar í síðasta sinn fjárlagatöskunni góðu, sem notuð hefur verið í 150 ár samfleytt. NORDICPHOTOS/AFP HELSINKI, AP Finnska þingið valdi Mari Kiviniemi í embætti for- sætisráðherra landsins í gær. Kiviniemi tekur við af Matti Van- hanen sem til- kynnti í janúar að hann hygð- ist hætta sem forsætisráð- herra og for- maður finnska Miðflokksins en Kiviniemi tók við formanns embætti flokksins fyrr í mánuðinum. Kiviniemi, sem er 41 árs gömul, er önnur konan til að gegna embætti forsætisráð- herra Finnlands en hún var áður ráðherra opinberrar stjórnsýslu og sveitarstjórnarmála. Vanhanen hafði verið í emb- ætti frá árinu 2003. - mþl Ráðherraskipti í Finnlandi: Kiviniemi í stól forsætisráðherra MARI KIVINIEMI FÆREYJAR Helmingur færeysku þjóðarinnar er kominn með síðu á samskiptavefnum Facebook, að því er fram kom í færeyskum fjölmiðlum í gær. Samkvæmt könnun sem Gagnaeftirlitið í Færeyjum gerði nýlega, en sú stofnun samsvarar Persónuvernd hér á landi, eru alls 24 þúsund Fær- eyingar komnir með eigin síðu. Skipting milli kynja mun nokk- urn veginn jöfn. Flestir notendurnir eru í yngri kantinum, eða á aldursbil- inu 25 til 35 ára. Yngstu notend- urnir í Færeyjum sem vitað er um munu vera átta og ellefu ára þrátt fyrir að aldurstakmark- ið samkvæmt ríkjandi reglum Facebook sé þrettán ár. - gb Færeyingar iðnir á netinu: Hálf þjóðin er á Facebook JERÚSALEM, AP Varnarmálaráð- herra Ísraels, Ehud Barak, gagn- rýndi í gær áætlanir um að rífa 22 hús Palestínumanna í Jerúsal- em. Sagði ráðherrann um vonda tímasetningu og skort á almennri skynsemi að ræða. Yfirvöld í Jerúsalem hafa áformað að rífa húsin og byggja þar ísraelska ferðaþjónustumið- stöð. Borgarstjórinn vísaði gagn- rýninni á bug. Ummæli ráðherr- ans komu í kjölfar gagnrýni Sþ og Bandaríkjanna. Barak á nú í við- ræðum við Barack Obama. - þeb Varnarmálaráðherra Ísraels: Áform um nið- urrif gagnrýnd UTANRÍKISMÁL Á árlegum ráð- herrafundi EFTA, sem hefst í Reykjavík í dag, verður fimmtíu ára afmælis EFTA minnst. Jafn- framt eru fjörutíu ár liðin frá inngöngu Íslands í samtökin. Á fundinum verða undirritaðir fríverslunarsamningar við Perú og Úkraínu. Einnig verður efnt til ráðstefnu um efnahagshrunið og alþjóðaviðskipti. Fundinn sækja Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra, Doris Leuthard, forseti Sviss og efnahagsmálaráðherra, Trond Giske, viðskipta- og iðnaðarráð- herra Noregs, og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein. - gb Ráðherrar EFTA í Reykjavík: Minnast fimm- tíu ára afmælis FÓLK Tólf ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum eru nú stödd hér á landi þar sem þau taka þátt í Snorra- verkefninu, verkefni sem er ætlað að efla tengsl við afkomendur Vestur- Íslendinga í Norður-Ameríku. Fólkið á allt rætur að rekja til Íslands. „Núna eru hér tólf ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára, flest frá Kan- ada en nokkur frá Bandaríkjunum,“ segir Alexía Gunnarsdóttir, umsjón- armaður verkefnisins. Fólkið dvelur hér á landi í sex vikur. „Fyrstu tvær vikurnar eru þau í Reykjavík þar sem þau sitja ýmsa fyrirlestra, læra íslensku og fara í alls konar heim- sóknir. Svo erum við með hjálp ætt- fræðings búin að rekja ættir þeirra og finna fjarskylda ættingja þeirra hér á landi. Nú á föstudaginn fara þau sitt í hverja áttina og dvelja hjá ættingjum um allt land næstu þrjár vikurnar. Sum fara á sveitabæi og vinna þar en önnur hafa feng- ið ýmsa vinnu í bæjunum þar sem þau verða.“ Alexía segir flest ung- mennanna vera á leið á slóðir for- feðra sinna, sem skipti mörg þeirra miklu máli. Í lok ferðarinnar verð- ur svo farið í vikuferðalag um land- ið og helstu náttúruperlurnar skoð- aðar. „Þetta er fallegt verkefni, og það er fallegt hvað Íslendingar taka vel í þetta. Íslendingar eru svo stoltir af uppruna sínum og það var svo auð- velt að hringja í fólk og segjast vera með frænku þeirra frá Kanada, það voru allir boðnir og búnir að opna heimili sín og gera allt fyrir þau. Sama hvert maður hringdi. Í sumum tilvikum leið mér bara eins og ég hefði verið að gefa fólki gjöf, með því að búa til þessa tengingu. Þá hafði fólk alveg misst tengslin við þetta fólk sem fór vestur. Þar var mikil gleði að fá tenginguna aftur.“ thorunn@frettabladid.is Vestur-Íslendingar á slóðum forfeðranna Tólf ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum dvelja nú á Íslandi til að kynn- ast landi og þjóð. Fólkið er allt afkomendur Vestur-Íslendinga og mun búa og starfa hjá íslenskum ættmennum víðs vegar um landið næstu vikurnar. HJÓLATÚR UM MIÐBORGINA Ungmennin hafa undanfarið dvalið í Reykjavík og fóru meðal annars í hjólatúr um borgina með leiðsögumanni á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snorraverkefninu er ætlað að veita ungu fólki frá Bandaríkjunum og Kanada, sem á rætur að rekja til Íslands, tækifæri til að heimsækja Ísland. Verkefnið hefur verið starfrækt á hverju sumri frá árinu 1999. Það er samstarfsverk- efni Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga. Hægt er að fræðast frekar um verkefnið á slóðinni snorri.is. Hvað er Snorraverkefnið? NEYTENDUR Kristján Möller sam- gönguráðherra opnaði í gær reiknivél á netinu þar sem neyt- endur geta borið saman verð á fjarskiptaþjón- ustu. Póst- og fjarskiptastofn- un stendur að reiknivélinni. Þar er hægt að gera saman- burð á verði á algengustu inn- anlandsnotkun á heimasíma og farsíma, auk niðurhals á gögnum erlend- is frá með ADSL-tengingum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að þróun reiknivélarinn- ar í samvinnu við fjarskipta- fyrirtækin og hagsmunaaðila í neytendamálum. Neytendur geta ekki sannreynt símreikninga sína, aðeins gert samanburð á algengri þjónustu. Slóðin er ein- föld: reiknivel.is. - kóp Þjónusta við neytendur: Reiknivél um fjarskiptaverð KRISTJÁN L. MÖLLER EFNAHAGSMÁL „Það hefur reynst þrautinni þyngri að púsla saman þessari samráðsnefnd,“ segir Maríanna Jónasdóttir, formaður starfshóps fjár- málaráðuneytis, sem leggja á fram tillögur að breytingum á skattkerfinu. Starfshópurinn var settur á laggirnar í apríl og á að skila af sér fyrstu áfangaskýrslu eftir þrjár vikur. Maríanna segir hópinn hafa snemma gert sér grein fyrir því að tíminn sé naumur. Í fyrstu áfangaskýrslu verði grófar línur lagðar. Bein til- lögugerð bíði skýrslu sem skila á fyrir árslok. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur starfshópurinn aldrei fundað með þeim fulltrú- um sem tilnefndir voru í samráðsnefnd sem vinna á með starfshópnum. Maríanna segir ástæðuna þá að ekki er búið að fullskipa í nefndina. Enn vanti upp á að jafna hlut kynja í henni. „Við erum að vinna í þessu og hvetja menn til að skila inn tilnefningum. Þingflokkarnir hafa verið lengst á eftir. Það verður reynt til þrautar að hringja í fyrramálið [í dag] en planið er að halda fund á föstudag,“ segir Maríanna sem var stödd á fundi ríkisfjármálanefndar OECD í París í Frakklandi þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Nefndin fylgist með skattamálum innan OECD-ríkjanna en það er eitt hlutverka starfshópsins. - jab Erfiðlega gengur að púsla saman samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytis: Nefndin skilar punktum í júlí FORMAÐURINN Boðað hefur verið til fyrsta fundar starfshóps fjármálaráðuneytis og samráðsnefndar hennar á föstudag, segir Maríanna Jónasdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.