Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 4
4 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR
Pétur Blöndal alþingismaður sagði í
fjölmiðlum í gær að hann hefði ekki
vitað að hann væri í viðtali, þegar
hann sagði við blaðamann Frétta-
blaðsins að honum væri skapi næst
að hætta á þingi. Af því tilefni skal
getið að Pétur sagði við blaðamann
að hann mætti „matreiða þetta [sam-
tal] eins og þú vilt á þínu blaði“.
Vegna fréttar um dóm yfir tveimur
mönnum sem dæmdir voru fyrir
rán og aðild að ráni á Barðaströnd á
Seltjarnarnesi skal áréttað að annar
mannanna, Axel Karl Gíslason, fór
ekki inn í umrætt hús. Hins vegar
taldi Hæstiréttur sannað að hann
hefði skipulagt innbrot í húsið og
tekið við þýfi. Hæstiréttur þyngdi
dóminn yfir manninum um ár.
TIL ÁRÉTTINGAR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
22°
21°
20°
25°
23°
19°
19°
22°
23°
24°
33°
34°
22°
25°
19°
18°Á MORGUN
Hæg norðaustlæg
eða breytileg átt.
FÖSTUDAGUR
Hæglætisveður.
14
13
15
15
14
10
10
9
13
10
11
4
6
6
5
6
5
4
6
5
9
4
16
11 10
8
15 12
12
14 14
10
20
FÍNASTA VEÐUR
Það verður fínt
veður suðvestan-
lands í dag, bjart
með köfl um og
yfi rleitt hægur vind-
ur og allt að 20°C.
Í kvöld fer fram
miðnæturhlaupið
í Laugardal og má
búast við kjörað-
stæðum til að setja
persónuleg met.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ALÞINGI Illa stödd heimili verða til umræðu
þegar þing kemur saman á fimmtudag. Einnig
kemur til greina að ræða um búvörur. Endan-
leg dagskrá liggur ekki fyrir. Heimildir herma
að þrátt fyrir góðan vilja náist ekki að klára tvö
róttæk mál, frumvarp sem leyfir hópmálssókn-
ir og annað sem styttir fyrningarfrest krafna.
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefnd-
ar, segir að það hefði orðið mikil bót í máli fyrir
skuldara að stytta fyrningartíma krafna í fjög-
ur ár. „Það hefur hingað til verið hægt að end-
urnýja kröfuna og hundelta fólk fram á grafar-
bakkann,“ segir hún.
Það sem standi helst í þingmönnum sé „ótti
við eignarréttinn“ en sá ótti hafi einnig tafið
lyklafrumvarpið svokallaða, um að skuldarar
geti skilað íbúðum til lánveitenda. Fjármála-
stofnanir hafa lagst gegn því frumvarpi.
Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skatta-
nefndar, segir vilja til þess að lögfesta hóp-
málssóknina og að takmarka það hversu lengi
er hægt að halda uppi kröfum gagnvart fólki.
Málin séu nú stödd í allsherjarnefnd.
Róbert Marshall, formaður allsherjarnefnd-
ar, vill ekki staðfesta að málin tvö nái ekki í
gegn. Það sé óljóst. „Það hefur staðið til að fá
umsagnir um þau meðal annars frá réttar-
fars nefnd. Við erum að reyna að koma til móts
við þá sem eru skuldum vafnir og eru að semja
við kröfuhafa. Það samræmist líka því almenna
sjónarmiði að fólki sé gefið tækifæri til að
spyrna við fótum og byrja að nýju.“ - kóþ
Alþingi kemur saman á fimmtudag og ætlar aðallega að fjalla um vanda heimilanna og skuldir:
Tvö róttæk frumvörp verða látin bíða
■ Greiðsluaðlögun einstaklinga
■ Tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær
fasteignir til heimilisnota
■ Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á
íbúðarhúsnæði
■ Umboðsmaður skuldara
■ Tekjuskattur (skattaleg meðferð á eftirgjöf skulda).
Hugsanlegt:
■ Meðferð einkamála (hópmálssókn).
■ Gjaldþrotaskipti og fyrning kröfuréttinda.
■ Skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga
(bílalán).
Dagskráin er ekki fastmótuð og gæti því breyst.
Hvaða heimilismál verða á dagskrá?
FJÖLMIÐLAR Sigrún Stefánsdóttir,
dagskrárstjóri útvarps RÚV, hefur
einnig verið ráðin sem dagskrár-
stjóri sjónvarps og mun gegna
báðum stöðum tímabundið.
Eftir tæpa tvo mánuði í starfi
sem dagskrárstjóri sjónvarps
RÚV sagði Erna Kettler starfi sínu
lausu af heilsufarsástæðum. Erna
var valin úr hópi 37 umsækjenda
í vor og tók við
stöðunni í byrj-
un maí. Hún
hafði þá verið
starfandi sem
fulltrúi í inn-
kaupadeild sjón-
varpsins.
Er na mu n
síða n verða
aðstoðarmaður
dagskrárstjóra
sjónvarps þegar
hún verður heil
heilsu.
Páll Magn-
ússon, útvarps-
stjór i RÚ V,
segir starf slíks
aðstoðarmanns
ekki hafa tíðkast
á síðustu árum,
en þó hljóti stað-
an að hafa verið
til á einhverjum tímapunkti. Hann
tekur einnig fram að Sigrún hafi
verið sú hæfasta til að gegna stöðu
dagskrárstjóra af þeim sem hann
hafði um að velja eftir að Erna
sagði starfi sínu lausu. Þó hafi
komið til greina að auglýsa stöð-
una aftur.
„Ef Sigrún hefði verið í hópi
þeirra sem sóttu um í mars getur
vel verið að ég hefði ráðið hana,“
segir Páll. „Ástæðan fyrir því að
hún var ekki ráðin þá er einfald-
lega vegna þess að hún sótti ekki
um.“
Lára Magnúsardóttir sagnfræð-
ingur var í hópi þeirra sem sóttu
um stöðu dagskrárstjóra í vor og
telur hún að það sé bæði eðlilegt
og sjálfsagt að auglýsa starf af
þessu tagi.
„Mér finnst að það vanti skiln-
ing í samfélaginu á því hvað þetta
er mikilvægt og áhrifamikið
starf,“ segir Lára.
Hallur Hallsson blaðamaður er
einnig úr hópi umsækjenda síðan í
vor og tekur hann í sama streng.
„Þessi þróun innan Ríkisút-
varpsins er mjög varhugaverð,“
segir Hallur. „Gegnsæið er alveg
horfið úr starfseminni og ég er
alveg hættur að skilja hvert Páll
Magnússon er að fara með stofn-
unina. Þetta er ríki í ríkinu.“
Sigrún Stefánsdóttir segist ekki
hafa sóst eftir starfinu en taka
ráðningunni sem merki um viður-
kenningu og traust útvarpsstjóra
á hennar vinnu.
„Ég er búin að starfa lengi hjá
RÚV og Páll þekkir mín vinnu-
brögð,“ segir hún.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvernig stöðu dagskrárstjóra
útvarps verður háttað í framtíð-
inni en útvarpsstjóri tekur fram
að sameining sé ekki í spilunum
eins og er. sunna@frettabladid.is
Sigrún fékk starfið
án þess að sækja um
Sigrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri sjónvarps RÚV án auglýs-
ingar. Forveri hennar sagði starfinu lausu eftir tæpa tvo mánuði. Sigrún sótti
ekki um starfið en útvarpsstjóri telur hana hæfari en 36 fyrri umsækjendur.
STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðherr-
ar Norðurlandanna funduðu í
gær um fyrirbyggjandi aðgerð-
ir gegn afbrotum barna og ung-
menna. Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra sat fundinn sem
fram fór í Dan-
mörku.
Ráðherr-
arnir fjölluðu
einnig um bar-
áttuna gegn
innbrotum
á heimili og
meðferð kyn-
ferðisbrota-
mála. Ákveð-
ið var að beina
því til nor-
rænna ríkislögreglustjóra að
skoða þörfina á aukinni sam-
vinnu milli landanna á rannsókn
og meðferð mála er varða inn-
brot á heimili og þjófnaði, sem
oft tengist alþjóðlegri glæpa-
starfsemi. Ríkislögreglustjórun-
um var falið að koma með tillög-
ur til úrbóta. - kóp
Dómsmálaráðherrar funda:
Fyrirbyggja af-
brot ungmenna
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
SLYS Tveir ferðamenn veltu bif-
reið sinni á Snæfjallaströnd í
gær. Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar flutti annan ferðamanninn,
sem reyndist vera með höfuð- og
bakáverka, á slysadeild Landspít-
alans.
Í fyrstu var talið að meiðsli
mannsins væru minni háttar en
nánari rannsókn leiddi í ljós að
áverkarnir voru það alvarlegir
að maðurinn þarf að leggjast inn
á spítala í einhvern tíma. Hinn
maðurinn slapp ómeiddur.
- sv
Landhelgisgæslan kölluð út:
Fleiri ferða-
menn slasast
BRASILÍA Alls höfðu 38 manns týnt
lífi og um þúsund var saknað í
gærkvöld í Brasilíu eftir gríðar-
leg flóð sem þar hafa geisað síð-
ustu daga.
Yfir hundrað þúsund manns
hafa þurft að flýja heimili sín
vegna flóðanna.
Sjónarvottar segja að heilu
þorpin á svæðinu séu horfin og
tjónið sé gífurlegt. Á síðasta ári
létust hátt í 50 manns í flóðum á
sömu svæðum. - sv
Gríðarleg flóð í Brasilíu:
Hátt í fjörutíu
manns látnir
HÖRMUNGARÁSTAND Gríðarleg flóð
hafa orðið mörgum að bana í Brasilíu.
PÁLL MAGNÚSSON
ERNA KETTLER
NÝR DAGSKRÁRSTJÓRI RÚV Sigrún Stefánsdóttir var ráðin sem dagskrárstjóri sjón-
varps án þess að staðan hafi verið auglýst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 22.06.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
201,7976
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,4 128
187,66 188,58
156,43 157,31
21,019 21,141
19,723 19,839
16,397 16,493
1,4046 1,4128
187,37 188,49
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Nýr Nicorette plástur
fæst nú 25 mg
og hálfgagnsær
Nýt
t!
Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því
að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má
forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur
er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja
leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi
fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan
háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með
barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ.
Nicorette Invisi 25 mg
Er að hærri styrkleika en fyrri
forðaplástrar frá Nicorette