Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 8

Fréttablaðið - 23.06.2010, Page 8
8 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvaða umdeilda hátíð var haldin á Akureyri síðustu helgi? 2 Hvar var Elín Sólborg Eyjólfs- dóttir kjörin sumarstúlka? 3 Hvaða óvenjulegu afmælis- gjöf fékk María Sigurðardóttir frá Hvammstanga á dögunum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Vaxtalaust 100% þjónustulánSumarið er tíminn fyrir Mitsubishi Mitsubishi eigendum finnst gaman að ferðast. Þeir njóta líka góðs af áratugareynslu Sverris og félaga á Mitsubishi þjónustuverkstæðinu. Þú getur fengið vaxtalaust 100% lán ef eitthvað þarf að gera við bílinn þinn, með sveigjanlegum greiðslum til allt að tólf mánaða*. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði Ókeypis forgreining *Lán geta numið að hámarki 500 þús, að lágmarki 60 þús. Lántökugjald: 3%. Þjónustulán 0% vextir EFNAHAGSMÁL „Ég held að þetta sé að mörgu leyti rétt hugsun og mér fellur hún vel. Að til viðbótar innlánstryggingakerfi sem á að fjármagna sig sjálft með iðgjöld- um innlánsstofnana, sé lagt í einhvern stöð- ugleikasjóð. Þannig er kerfið sjálft látið bera hluta kostnað- arins sem áföll í fjármálakerf- inu hafa þegar valdið. Þannig að þetta verður örugglega skoð- að hér, allavega stendur minn hugur til þess,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráð- herra, spurður um hugmyndir sem settar hafa verið fram um sértækan tekju- skatt á banka. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýska- lands tilkynntu sameiginlega í gær að þær ætli að leggja slík- an skatt á bankastofnanir til að vernda skattgreiðendur frá þeim kostnaði sem fylgir fjármála- kreppum. Fjármálaráðherra líst vel á bankaskatt Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í gær að þær ætli að leggja sérstakan skatt á bankastofnanir. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir hug sinn standa til þess að það verði skoðað hér á landi. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu sameiginlega í gær að þær hygðust leggja sérstakan skatt á bankastofnanir til að vernda skattgreiðendur frá þeim kostnaði sem fylgir fjármálakreppum. Í yfirlýsingunni segir að markmið þjóðanna þriggja sé að tryggja að fjármálastofnanir leggi sanngjarnan hluta af mörkum til ríkisins sem end- urspegli áhættuna sem þær valda fjármálakerfinu. Að auki á skatturinn að hvetja banka til að breyta efnahagsreikningum sínum þannig að áhætta minnki. Stærð skattsins skal fara eftir hagnaði hvers banka fyrir sig. Í Þýskalandi er vinna við frumvarp þegar hafin en í Bretlandi og Frakklandi er vinna skemmra á veg komin. Svíar urðu fyrstir í heiminum til að leggja á sérstakan bankaskatt í fyrra en í kjölfarið hefur slík skattlagning verið til umræðu víðast hvar í heiminum. Bankaskatti komið á í Evrópu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON MAGNÚS ORRI SCHRAM Magnús Orri Schram, þing- maður Samfylkingarinnar, setti fram hugmyndir um sérstakan bankaskatt í ræðustól Alþingis hinn 10. júní síðastliðinn en þær vöktu töluverða athygli. „Við núverandi stöðu ríkisfjár- mála finnst mér að þeir sem séu mest aflögufærir eigi að leggja meira til. Þannig hef ég nálgast umræðuna hvað varðar skatt- lagningu einstaklinga og fjár- magnstekjuskatt og mér finnst það sama eiga að gilda um fyrir- tæki. Hin röksemdin er sú að ég tel að stór hluti af þeim vanda- málum sem við eigum að glíma við í dag megi rekja til banka- starfsemi og þess vegna tel ég auðvelt að færa rök fyrir því að þeir eigi að leggja sérstaklega inn í endurreisnina,“ sagði Magn- ús Orri í samtali við Fréttablað- ið og bætti því við að hugmyndir sínar hefðu fallið í góðan jarðveg innan þingflokks Samfylkingar- innar. Starfshópur á vegum fjármála- ráðuneytisins vinnur um þessar mundir að tillögum í skattamál- um. Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu eigi síðar en 15. júlí. Steingrímur J. Sigfússon segir öruggt að starfshópurinn muni fara yfir þessa hugmynd eins og aðrar. magnusl@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað húðflúrara af kynferðis- broti gegn stúlku og broti gegn barnaverndarlögum. Jafnframt var einkaréttarkröfu stúlkunn- ar vísað frá héraðsdómi, þar sem maðurinn var sýknaður af sakargiftum um brot gegn henni. Stúlkan kom ásamt vinkonu sinni og kærasta á stofuna til húðflúrarans til að fá sér húð- flúr. Eftir það bar hún á hann áðurgreindar sakir. Hæstiréttur taldi framburð vitnanna óljósan og mjög á reiki. Yrði sakfelling ekki reist á honum. Húðflúrarinn neitaði staðfastlega öllum sakargiftum. - jss Einkaréttarkröfu vísað frá: Húðflúrari var sýknaður af kynferðisbroti LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu fann eitt kíló af hassi í bifreið í Árbæ í Reykjavík um hádegisbil í fyrradag. Umráðamaður bílsins, karl- maður um þrítugt, var handtek- inn. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit í íbúð í fjöl- býlishúsi á höfuðborgarsvæð- inu en í henni fundust nokkrir tugir kannabisplantna. Á sama stað var einnig lagt hald á fáeina muni sem grunur leikur á að séu þýfi. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. - jss Karlmaður handtekinn: Fundu kíló af hassi í bifreið HASS Kíló af hassi reyndist vera í bifreið sem lögregla stöðvaði í fyrradag. Fjórir sóttu um Fjórir sækja um starf hæstaréttardóm- ara. Þau eru Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Sigrún Guðmunds- dóttir héraðsdómari, Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardóm- ari, og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Skipað verður í embættið í ágúst. HÆSTIRÉTTUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.