Fréttablaðið - 23.06.2010, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 11
Innbyrðis deilur andstæð-
inga hvalveiða á ársfundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins
virðast ætla að koma í veg
fyrir að samkomulag takist
um málamiðlun, sem fæli í
sér takmarkaðar hvalveið-
ar. Andrúmsloft innan ráðs-
ins hefur þó batnað.
„Ég er ekki bjartsýnn á að sam-
komulag náist á fundinum,“ segir
Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi
Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu,
sem staddur er á ársfundi ráðsins
í Agadír í Marokkó.
Á fundinum, sem hófst á mánu-
dag og stendur fram á föstudag,
var lögð fram málamiðlunartil-
laga sem átti að koma á sáttum
milli þeirra ríkja ráðsins sem
eru andvíg hvalveiðum og hinna
sem stunda hvalveiðar. Tillagan
felur það í sér að aldarfjórðungs-
bann við hvalveiðum verði í reynd
numið úr gildi, en í staðinn verði
vernd hvala áfram tryggð með því
að veita þeim þremur ríkjum, sem
enn veiða hvali þrátt fyrir bannið,
það er Íslandi, Noregi og Japan,
leyfi til að veiða hvali í takmörk-
uðu magni samkvæmt kvótaút-
hlutun árlega frá ráðinu.
„Fundurinn hefur hins vegar
snúist upp í innbyrðis deilur milli
andstæðinga hvalveiða,“ segir
Tómas. „Sum þessara ríkja eru
ekki reiðubúin til að fallast á
neina málamiðlun sem fæli í sér
aðrar hvalveiðar en frumbyggja-
veiðar.“ Þar fara fremst í flokki
Ástralía, Brasilía og önnur Suður-
Ameríkuríki, ásamt Bretlandi og
fleiri Evrópusambandsríkjum.
„Við áttum frekar von á að
athyglin á fundinum myndi bein-
ast að hvalveiðiríkjunum þremur
og andstöðu þeirra við hugsanlegt
viðskiptabann,“ segir Tómas, og
á þar við hugmynd, sem höfð var
innan sviga í texta málamiðlunar-
tillögunnar, um að takmörkuðum
hvalveiðum myndi fylgja afdrátt-
arlaust bann við því að selja hval-
kjöt milli landa.
Hvalveiðiríkin þrjú hafa verið
andvíg þessari tillögu. „Fyrir
útflutningslandið Ísland væri alls
ekki hægt að fallast á takmarkan-
ir á viðskiptum með sjávarafurð-
ir sem aflað er með sjálfbærum
hætti,” segir Tómas.
Fyrirfram var óvíst hvort þessi
tillaga myndi ná fram að ganga á
fundinum. Á það hefur hins vegar
ekki enn reynt, vegna fyrrgreinds
ágreinings milli andstæðinga
hvalveiða um kvótaveiðarnar.
Tómas segir hins vegar að fram-
tíðarhorfur hvalveiðiráðsins hafi
skánað mjög, en fyrir fundinn var
almennt álitið að framtíð ráðsins
væri í húfi á þessum fundi. Sam-
komulag þyrfti að takast, annars
væri hætta á því að ráðið myndi
hreinlega leysast upp eða verða
nánast marklaus stofnun.
„Það er almennt mat manna að
andrúmsloftið innan ráðsins hafi
batnað mjög undanfarið ár. Ríki,
sem eru á öndverðum meiði, hafa
farið að vinna meira saman. Það
hafa verið hreinskiptin samskipti,
aukin gagnkvæm virðing og betri
skilningur á afstöðu hver annars.
Þetta vekur vonir um að ráðið geti
starfað áfram á næstu árum, þótt
samkomulag takist ekki um þessa
málamiðlun.“
© GRAPHIC NEWS
289
69
562
12,393
6,056
5,519
52
8,621
1,131
26
7
2,794
3,934
Framtíð hvalveiða rædd
Allar hvalveiðar verði undir eftirliti Alþjóða-
hvalveiðiráðsins í tíu ár. Hvalveiðilönd fallist
á kvótaúthlutun ráðsins og taki ekki einhliða
ákvarðanir um veiðar samkvæmt ákvæðum
um vísindaveiðar eða annað slíkt.
Hvalveiðiríki fái árlegar veiðiheimildir til
ársins 2020. Alls verði leyft að veiða nærri
12.000 hvali.
Eftirlitskerfi verði sett upp, m.a. eftirlitsmenn
um borð í skipum, erfðaefnisskrá yfir veidda
hvali og sýnishorn verði tekin á mörkuðum til
að stöðva ólöglegar veiðar.
Hvalveiðar verði eingöngu heimilar þeim
þremur löndum sem nú þegar stunda þær,
nefnilega Japan, Ísland og Noregur. Ekki verði
þó hróflað við veiðum frumbyggja.
Undanfarinn aldarfjórðung hafa hvalveiðar verið bannaðar. Frumbyggjar fimm ríkja hafa þó
haft heimild til að veiða hvali, auk þess sem fimm ríki hafa veitt hvali í vísindaskyni eða í krafti
fyrirvara sem þau hafa gert við bannið. Þrjú þeirra, Ísland, Noregur og Japan, veiða enn hvali.
VÍSINDAVEIÐAR
Japan
Noregur
Ísland
Suður-Kórea*
VEIÐAR SKV. FYRIRV.
Noregur
Rússland*
Japan
Ísland
VEIÐAR FRUMBYGGJA
Grænland
Rússland (Síbería)
Bandaríkin (Alaska)
St. Vincent og Grenad.
Kanada
MEGINATRIÐI MÁLAMIÐLUNARTILLÖGU *Suður-Kórea og Rússland hættu hvalveiðum 1986
Heimild: Alþjóðahvalveiðiráðið Mynd: AP
Litlar líkur á sátt í hvalveiðiráðinu
Hver er framtíð hvalveiðibannsins?
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
Á ÁRSFUNDINUM Í AGADÍR Tómas H.
Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahval-
veiðiráðinu, ásamt Ástu Einarsdóttur frá
utanríkisráðuneytinu. NORDICPHOTOS/AFP
Viðskiptavinir okkar í vildarþjónustu Arion banka fá sinn
eigin þjónusturáðgjafa sem setur sig inn í þeirra mál.
Persónuleg þjónusta sem miðast við þarfir hvers og eins.
Við ætlum að gera betur