Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 13 SKREYTTUR ÁHUGAMAÐUR Hann var vel skreyttur fótboltum og öðru glingri, þessi eldheiti áhugamaður um íþróttina sem fylgdist með sjónvarps- útsendingu í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Verslunarkeðjan Ice- land heldur sæti sínu sem 13. stærsta einkafyrirtæki Bret- lands á nýjum lista Deloitte yfir 100 stærstu einkafyrirtæki Bret- lands. Fjallað er um listann í Sunday Times og Wales Online en höfuðstöðvar Iceland eru í Flints- hire í Wales. Methagnaður varð af rekstri Iceland á síðasta reikningsári keðjunnar sem lauk í lok mars síðastliðnum. Veltan jókst um 9 prósent á árinu og nam tæpum 2,3 milljörðum punda. Iceland er að mestu í eigu íslenskra aðila. Þar af heldur skilanefnd Landsbankans á 67 prósenta hlut og Glitnir á 10 pró- senta hlut. Hagnaðurinn jókst um 12 prósent og nam 135,4 millj- ónum punda fyrir skatta eða um 25,5 milljörðum kr. 100 stærstu á Bretlandi: Iceland er í þrettánda sæti Skallaði framtennur lausar Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á árinu 2008. Hann skallaði og sló mann eftir orðaskak á Prikinu með þeim afleiðingum að framtennurnar í þeim síðarnefnda losnuðu. Hann fær 400 þúsund í skaðabætur. DÓMSMÁL SAMFÉLAGSMÁL Íbúar við Kjarr- móa í Reykjanesbæ hafa bundist samtökum um nágrannavörslu í samstarfi við bæjarfélagið. Munu íbúarnir fylgjast með húsum nágranna sinna þegar þeir eru að heiman og gæta eigna. Nágrannavarsla er nú skipu- lögð við sex götur í Reykjanesbæ en áður hafa íbúar við Þórsvelli, Birkiteig, Sjafnarvelli, Fífudal og Lágseylu hafið slíkt samstarf. Reykjanesbær hefur boðið íbúum sínum upp á nágranna- vörslu frá því síðasta sumar. Um er að ræða samstarfsverkefni Umhverfissviðs bæjarins og for- varnadeildar lögreglunnar á Suð- urnesjum. - mþl Íbúar við Kjarrmóa: Nágrannavarsla í Reykjanesbæ STEYTA HNEFA Íbúar Kjarrmóa ræða nágrannavörsluna við lögreglumann. Ekið á kindur á Vestfjörðum Tvö lömb drápust þegar þau lentu fyrir mótorhjóli í Mjóafirði á föstudag. Ökumaður hjólsins meiddist lítillega. Alls drápust níu kindur og lömb í umferðinni á Vestfjörðum í síðustu viku. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Steinn Jónsson, for- maður Læknafélags Reykjavíkur, segir í grein í Fréttablaðinu í dag neikvæðar og villandi upplýsingar einkenna umræðu um laun lækna í fjölmiðlum undanfarið. Til dæmis sé fullyrt að laun lækna hafi lækkað minna en laun annarra heilbrigðisstétta. Einnig hafi verið vakin athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hafi lækkað minnst. Skýringin sé hins vegar sú að stór hluti launa lækna byggist á yfirvinnu, og hún sé mest úti á landi. Þá gleymist að árið 2009 hafi læknar gefið eftir samnings- bundna hækkun upp á 9,6 prósent. Í grein í Læknablaðinu segir auk þess Birna Jónsdóttir, formað- ur Læknafélags Íslands, Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra hafa gefið í skyn að laun lækna séu almennt á bilinu 2-3 milljónir á mánuði. „Staðreyndin er hins vegar sú að laun lækna í 100% starfi hjá ríkinu eru í kringum ein milljón króna.“ Tíu prósent lækna hafi hins vegar tekjur hærri en 1,5 milljón- ir á mánuði og aðeins rúmur tugur lækna sé með tekjur yfir tveimur milljónum. - gb / sjá síðu 14 Formaður Læknafélags Reykavíkur mótmælir umfjöllun um laun lækna: Neikvæð og villandi umræða FRÁ BORGARSPÍTALANUM Laun lækna eru að stórum hluta byggð á mikilli yfirvinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákært tvo menn fyrir grófa líkamsárás. Þeim er gefið að sök að hafa aðfara- nótt sunnudagsins 9. ágúst 2009, á Þórshöfn, slegið mann hnefa- höggum og sparkað í hann liggj- andi. Tennur brotnuðu í fórnar- lambinu, það fékk glóðarauga og áverka á hnakka. Gerð er krafa um að árásar- mennirnir rúmlega 450 þúsund í skaðabætur. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu og fer aðal- meðferð fram síðar. - jss Árásarmenn neituðu sök: Kýldu mann og brutu tennur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.