Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 23.06.2010, Síða 18
 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR2 JAZZHÁTÍÐ EGILSSTAÐA Á AUSTURLANDI verður sett á Egilsstöðum í 23. sinn á morgun. Stefán Hilm- arsson og Todmobile eru meðal þeirra sem koma fram. „Vatnsrennsli í ám suðvestan- lands er nú með minnsta móti en þar kemur tvennt til; lítill snjór í vetur og þurrt veður framan af vori,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofn- un. Hann segir óvíst hvernig veiði- tímabilið fari í sumar því lax og sjóbirtingur sé rétt nýbyrjaður að ganga upp í árnar. „Um þetta leyti eru seiði að vaxa og hrogn að klekjast út í ánum, sem er undirstaða næstu árganga og ef vatn verður mjög lítið geta upp- eldissvæði farið á þurrt og önnur minnkað. Það hefur svo áhrif á framleiðsluna þegar fram í sækir. Eins geta fiskar fært sig til tíma- bundið þegar vatnsrennsli er lítið, sem og fæðutegundir sem þeir lifa á,“ segir Guðni og bætir við að lítið vatnsrennsli geti tafið göng- ur göngufisks, ekki síst í vatnlitl- um ám og hliðarám, sem svo hafi áhrif á veiði. „Tíðarfar hefur verið svipað undanfarin þrjú ár og mikið um austlægar, þurrar áttir. Í ár bætist við að miklu minna var um snjó- komu og því mun minni snjóbanki í fjöllum sem eftir á að bráðna. Af þeim sökum er nú sérstaklega lítið í ánum, eins og sjá má á Ölfusá sem er yfirleitt straumþung og vatnsmikil en með sýnilega minna rennsli en venjulegt er.“ Fleiri þættir hafa áhrif á fisk- gengd en bara vatnsmagn því í heitu veðri minnkar súrefnisinni- hald vatns þegar rennsli lækkar. „Súrefnisinnihaldið eykst svo aftur þegar rignir og þá á fisk- urinn auðveldara með að ganga. Veiðihorfur þurfa þó ekki að verða verri, en fiskur þarf vatn til að geta gengið og súrefni örvar hann á göngunni. Sem betur fer eru nokkrir árgangar af seiðum í ánum á hverjum tíma, en áframhaldandi vatnsleysi getur vissulega farið að hafa áhrif á smærri árnar.“ Að sögn Guðna hafa kuldatíma- bil meiri áhrif á fiskgengd en hita- tímabil og á kuldatímum kringum 1980 hafi fiskar vaxið hægt í ám og veiðitölur verið lægri. „Ég man ekki eftir þurrkatíma- bilum sem þessum áður, svo erfitt er að segja hver áhrifin verða til lengri tíma. Þótt enn sé þurrt er veiði farin af stað og menn frek- ar ánægðir þar sem þeir eru byrj- aðir. Því hefur mér stundum fund- ist of lítið eða mikið vatn og sól hafa meiri áhrif á veiðimenn en fiska,“ segir Guðni og brosir í kampinn. Spurður um áhrif ösku- falls og öskufjúks í veiðiár segir Guðni sérfræðinga Veiði- málastofnunar hafa gert mæling- ar eystra eftir öskuflóðin í Mark- arfljóti og Svaðbælisá, sem teljast reyndar ekki með veiðiám. „Þar fundust dauðir fiskar eftir að fast efni blandað gosefnum ruddist gegnum árnar og gerði þær ólífvænlegar um tíma, en þar var staðbundið alvarlegt ástand. Ég var smeykur þegar rigna fór að hættuleg efni færu út í árnar, en slík mengun fer eftir efnainni- haldi og mér ekki kunnugt um að suðvestanlands hafi fundist dauðir fiskar í öðrum ám eftir gosið. Fisk- ar eru raunar góður mælikvarði á mengun og viðkvæmir fyrir henni, en það eru líkur á að þeir drepist áður en eiturefni hleðst upp í holdi þeirra sem óhollt er mönnum. Ár þar sem menn finna náttúrulega laxastofna er mælikvarði á að líf- ríkið sé í nokkuð góðu standi því annars gefast fiskarnir upp á end- anum og deyja, eins og þekkt er í Rín, sem var mesta laxveiðiá Evr- ópu og Thames þar sem fiskar hafa gefist upp og horfið. Þá er ekki þar með sagt að menn viti eða þekki alla hluti, en þetta virðist vera í lagi vegna gossins.“ thordis@frettabladid.is Göngufiskar í vatnsvanda Vatn í veiðiám suðvestanlands er með minnsta móti og enn ófyrirséð hvernig veiðitímabilið fer í sumar vegna þessa, að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur við Úlfarsá eða Korpu, eins og stundum er nefnd. Hann segir ár innan borgarinnar bera þunga mannlífs, iðnaðar og umferðar, en sífellt sé leitað betri lausna til að sleppa þeim við hvers kyns mengun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýningin e r opin: Föstudag inn 25. jún í kl. 12.00 – 20.00 Laugarda ginn 26. jú ní kl. 12.0 0 – 18.00 Sunnudag inn 27. jún í kl. 12.00 – 18.00 Aðgangu r ókeypis alla dag ana! www .blomibae .is Garðyrkju- og blómasýningin 2010 Hveragerði 25. – 27. júní Keppni í sampo ttun Komdu með fall egasta kerið úr garðinum á sý ninguna. Skilafrestur í íþró ttahúsið til kl. 19:00 föstuda ginn 25. júní. Vegleg verðlaun í boði Garðheima. Samkeppni umblómaskreytingu í skóm.Notaðu ímyndunaraflið og skreyttustígvél eða skó og komdumeð þau á sýninguna. Skilafrestur í íþróttahúsið tilkl. 19:00 föstudaginn 25. júní. Vegleg verðlaun í boðiGarðheima.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.