Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 19

Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2010 3 „Okkur fannst kominn tími til að bjóða Íslendingum á besta aldri í sömu ferðir og hafa verið uppseld- ar hjá okkur ár eftir ár hjá erlend- um ferðamönnum, og gefa þeim tækifæri á að upplifa land sitt og náttúru með augum erlendra jafnaldra sinna sem heimsótt og heillast hafa af landinu í gengum tíðina,“ segir Hildur Jónsdóttir hjá Vita um skemmtilega og fræðandi hringferð sem farin verður um Ísland 22. júlí. Innifalin er íslensk leiðsögn, gisting í sex nætur á hótelum, þriggja rétta kvöldverð- ir, sameiginlegur morgunverður fyrir ferðir, bátsferð á Jökuls ár- lóni, Steinasafn Petru, Laufás, Víðimýrarkirkja og kvöldvökur. „Íslendingar eru óvanir skipu- lögðum hringferðum um land sitt og munu örugglega uppgötva það á alveg nýjan hátt. Það þekki ég eftir að hafa verið leiðsögumað- ur til margra ára með erlenda ferðamenn um Ísland þar sem ég fékk góða sýn á landið með augum ferðamannsins. Við Íslendingar ferðumst oft frá einum stað til ann- ars án þess að stoppa og förum á mis við svo margt fallegt og spenn- andi á leiðinni, en með augum gestsins verður upplifunin ný og öðruvísi; maður gefur sér tíma til að staldra við og horfa í kringum sig, og skilur að Ísland er alls ekki veðurháð því töfrarnir eru alltaf jafn heillandi þegar landið breytir um svip hverju sinni.“ thordis@frettabladid.is Séð með auga gestsins Nú gefst Íslendingum á besta aldri tækifæri á að fara skemmtilega og fræðandi hringferð um Ísland, en ferðin er sú allra vinsælasta meðal erlendra ferðamanna um landið, að sögn Hildar Jónsdóttur hjá Vita. Hildur Jónsdóttir hjá Vita kynntist landi sínu upp á nýtt sem fararstjóri með erlenda ferðamenn um Ísland. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er spennandi áfangastaður þar sem stórbrotnar gersemar náttúrunnar eru geymdar á fögrum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Listigarður Garðplöntusýningarsvæði og blóma-skúlptúrar. Markaður og dagskrá á sviði Íþróttahús Blómasýning á afskornum blómum og potta- plöntum. Fyrirtæki kynna starfsemi sína. Salurinn í grunnskólanum Fræðslufyrirlestrar um garðyrkju. Barnaheimar BYKO Á barnasvæðinu verður boðið upp á ýmsa skemmtun fyrir börnin sem tengist sól og sumri. Hveragarðurinn Í Hveragarðinum er boðið upp á leir- og hvera- fótaböð. Egg soðin í bullandi hverum og land- námshænur á vappi. 125 ára afmælishátíð GÍ Smágarðar Sýning á smágörðum úr smágarðasamkeppni Félags íslenskra landslagsarkitekta og Hveragerðisbæjar frá 2009. Landslagsarkitektar kynna starfsemi sína. Blómaskreytingar Frumlegar skreytingar frá félagi blómaskreyta. Garðasúpa Íbúar á eftirtöldum stöðum bjóða gestum og gangandi upp á súpu. Í Bröttuhlíð 4, Lyngheiði 1, Kambahrauni 10, Grænumörk 1, Laufskógum 40 og Hraunbæ 20. Allir velkomnir! Strætó Strætóferðir frá bílastæði að sýningasvæði, laugardag og sunnudag frá kl. 13-17 A D G B E H C F I J S LYNG RÐ UR I I I H I I A G F C D E B J J J J J J Ö MÖR Sýningarsvæði og uppákomur A R Hvalaskoðun er vinsæl skemmt- un ferðamanna og hægt að skreppa í hvalaskoðunarsiglingu víða um land, meðal annars frá Húsavík. Boðið hefur verið upp á hvalaskoð- un frá Húsavík allt frá árinu 1995 þegar Norðursigling hóf að sigla með ferðamenn út á Skjálfandaflóa til að skyggnast eftir hvölum. Fyrirtækið hefur gert upp gamla íslenska eikarbáta og þann 15. júní síðastliðinn var báturinn Garðar sjósettur eftir veru í slipp með nýtt mastur. Vinnu við bátinn er þó ekki lokið og sigldi hann einn hring um höfnina áður en hann lagðist aftur að bryggju en áætlað er að sigla með ferðamenn á honum í sumar. Eins er von á skonnortunni Hildi fljótlega til Húsavíkur og geta þá ferðamenn horft eftir hvölum af þilfari hennar. Algengustu tegundirnar sem sjást í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík eru hrefna og hnúfubakur en eins geta ferðamenn notið fugla- lífsins sem þrífst á eyjunum Lund- ey og Flatey á Skjálfandaflóa. Sjá nánar á vefsíðunni www. nordursigling.is. - rat Hvalaskoðun og fjörugt fuglalíf Hvalaskoðun getur verið stórkostleg upplifun. Siglt með ferðamenn til hvalaskoðunar frá Húsavík. MYND/E.ÓL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.