Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.06.2010, Blaðsíða 34
18 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurgeir Sigurdórsson Hrísateigi 14, lést laugardaginn 19. júní. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 13. Kristín Guðbjörnsdóttir Sigrún Sigurgeirsdóttir Jón G. Sigurðsson Sólveig Sigurgeirsdóttir Helgi Þ. Jónsson Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir Ágúst Eiríksson Ingunn Sigurgeirsdóttir Svanhvít Sigurgeirsdóttir Kristín Sigurgeirsdóttir Sigfús A. Gunnarsson Kristinn Sigurgeirsson Sigfríður Ragna Bragadóttir Guðmundur Sigurgeirsson afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbrandur Sveinsson Unhól, Þykkvabæ, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 26. júní, kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið í Rangárvallasýslu. Sigurfinna Pálmarsdóttir Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir Birgir Óskarsson Pálmar Hörður Guðbrandsson Jóna Elísabet Sverrisdóttir Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir Kristján Ólafur Hilmarsson Sigríður Guðbrandsdóttir Valtýr Georgsson Sveinn Guðbrandsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, amma, langamma og systir, Ásta Ólafsdóttir Beck Snorrabraut 56 B, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum 21. júní. Ása Beck Ólöf Una Beck Ulf Beck Magnús Jökulsson Þórunn Magnúsdóttir Gyða Ólafsdóttir AARON SPELLING LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2006. „Þegar við gerðum Dynasty þá voru fötin aðalatriðið. Ég held að fötin hafi haft áhrif á allar konur í heiminum. Ég fékk svo mörg bréf að ég held að við höfum gert hönnuðinn að millj- ónamæringi.“ Aaron Spelling (1923-2006) var amerískur kvikmynda- og þátta- gerðarmaður. Alþjóðlega ólympíudeginum verður fagnað í dag. Dagurinn var fyrst hald- inn fyrir þremur árum en á síðasta ári tóku um fjórar milljónir manna í fimm heimsálfum þátt í honum. „Alþjóðlegi ólympíudagurinn er haldinn í tilefni af því að alþjóðlega ólympíunefndin var stofnuð 23. júní árið 1894,“ segir Þórarinn Alvar Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. „Þetta er því sérstakur dagur í sögu íþrótta.“ Forsaga dagsins er sú að árið 1987 stofnaði Alþjóða ólympíunefndin til Ólympíudagshlaupsins. „Mig minn- ir að við hérna á Íslandi höfum byrj- að að hlaupa fljótlega upp úr því. Svo datt botninn eitthvað aðeins úr því,“ segir Þórarinn og bætir við að mið- næturhlaup sé þó enn partur af dag- skránni. „Fyrir þremur árum síðan breytti Alþjóða ólympíuhreyfingin aðeins um takt og byrjaði að kalla þetta Alþjóða ólympíudaginn.“ Markmið Alþjóðlega ólympíudags- ins er að bjóða fólki að koma saman og hreyfa sig og kynnast nýjum íþrótta- greinum, ólympískum hugsjónum og gildum. „Ólympísku gildin eru ávallt að gera sitt besta, sýna vináttu og virð- ingu,“ segir Þórarinn. Dagskrá dagsins hefst í Egilshöll klukkan eitt. „Þar verða íþróttaþrauta- brautir en það eru stöðvar með alls konar íþróttum og æfingum. Ólymp- íufarar verða á staðnum og í lok dag- skrárinnar klukkan þrjú verður reynt að setja Íslandsmet í að mynda ólympíu- hringina með eins mörgu fólki og hægt er,“ upplýsir Þórarinn en metið eiga um fimm hundruð börn í Digranesskóla sem sett var árið 2001. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert betur og hvetj- um sem flesta til að koma og taka þátt. Það verður stemning í kringum það.“ Seinni hluti dagskrárinnar er í Laugardalnum. „Þá verður kynning á hafnabolta og hjólaskíðum sem teng- ist gönguskíðaíþróttinni. Svo verða skylmingar í Skylmingamiðstöðinni undir norðurenda stúkunnar á Laug- ardalsvelli. Sýningarleikur verður í sundknattleik í Laugardalslaug,“ segir Þórarinn en dagskránni lýkur með mið- næturhlaupinu klukkan tíu. Að sögn Þórarins er áætlað að halda daginn árlega. „Hann fer vonandi bara stækkandi ár frá ári. ÍSÍ verður hundr- að ára árið 2012 og þá verða Ólympíu- leikarnir í London. Það stendur til að reyna að byggja daginn upp fram að því,“ segir Þórarinn en fjórar millj- ónir frá um tvö hundruð þjóðum og fimm heimsálfum tóku þátt í deginum í fyrra. „Við erum að hvetja fólk á öllum aldri og helst fjölskyldur til að koma og taka þátt í deginum saman.“ martaf@frettabladid.is ALÞJÓÐLEGI ÓLYMPÍUDAGURINN: HALDINN Á 116 ÁRA AFMÆLINU Fjórar milljónir tóku þátt VINÁTTA OG VIRÐING Þórarinn ásamt Elmari Bergþórssyni og krökkum frá íþróttanámskeiði Ármanns/Þróttar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Listasafn Einars Jónssonar var vígt fyrir 87 árum. Með því eignuðust Íslendingar sitt fyrsta listasafn. Einar valdi safninu stað á Skólavörðuhæð sem þá var eyðiholt í útjaðri bæjarins. Safnið var fyrsta byggingin á hæðinni. Safnið er teiknað af Einari sjálfum og segja má að byggingin sé því stærsta verk hans. Einar Erlendsson húsameistari áritaði þó teikninguna. Einar Jónsson bjó sér heimili í safninu, vann verk sín þar og sýndi. Forsagan að byggingu safnsins er sú að árið 1909 bauð Einar Jónsson íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að reist yrði yfir þau safnhús. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1914 sem Alþingi þáði gjöfina. Safnið var fjármagnað með tíu þúsund krónum frá Alþingi og í landssöfn- un söfnuðust tuttugu þúsund til viðbótar. Í safninu eru í dag hátt á þriðja hundrað verk sem spanna sextíu ára starfsferil Einars. Þar á meðal eru útskorin æskuverk, höggmyndir, mál- verk og teikningar. Í garðinum við safnið eru svo 26 bronsafsteypur af verkum listamannsins. Heimild: www.skulptur.is ÞETTA GERÐIST: 23. JÚNÍ 1923 Listasafn Einars Jónssonar vígt MERKISATBURÐIR 1893 Danska snekkjan Dag- mar kemur til Reykjavík- ur með sveit sjóliðsfor- ingjaefna. Meðal þeirra er Carl Danaprins sem verð- ur síðar konungur Norð- manna, Hákon sjöundi. 1925 Skáksamband Íslands stofnað. 1926 Varðskipið Óðinn kemur til Reykjavíkur. 1930 Listsýning opnuð í skála sem byggður hafði verið á baklóð Alþingishússins. 1967 Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, kemur til Ís- lands. 1977 Þjóðveldisbærinn í Þjórs- árdal formlega opnaður. Tilraunalandið sem sett var upp í Nor- ræna húsinu á Barnamenningarhátíðinni í apríl verður á ferð um hverfi borgarinnar í sumar. Börn á sumarnámskeiðum ÍTR fá að njóta sýningarinnar hjá frístundamið- stöðvum ÍTR. Á farandsýningu Tilraunalandsins geta börnin komið og kannað undirheima vís- indanna og samkvæmt lýsingu sýning- arinnar skapar hún hvetjandi og örvandi andrúmsloft og gefur gestum nýja sýn á náttúruvísindin og tækni. Tilraunaland- ið sýnir náttúruvísindin í nýju samhengi á skemmtilegan og fjörugan hátt með áherslu á gagnvirkni og upplifun allra skilningarvita. Meðal tækja á farandsýningunni eru kaplakubbar, sólarúrið, strimlaspegill, sól- arrafhlaða með viftu og safablandara og þá verður einnig hægt að ganga á línu. Til- raunalandið er samstarfsverkefni Norræna hússins og Háskóla Íslands. Í dag verður sýningin við Austurbæjar- skóla frá klukkan tíu til hálf fimm. Nánari upplýsingar um staðsetningu farandsýn- ingarinnar má finna á vef Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is - mmf Á ferð um borgina í sumar UNDIRHEIMAR VÍSINDA Tilraunalandið verður á ferð um borgina í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.